Bera

sunnudagur 15. febrúar, 2009

Video Egils

Filed under: blabla — Bera @ 0:03

fyrir þá sem eru ekki (ennþá) á fésbókinni:
Klikkið -video Egils

Við erum búin að vera í vetrarfríi síðustu daga og haft það mjög ljúft. Aðalega verið heima, legið í leti, drukkið gott kaffi og svona. Farið nokkrum sinnum út að hjóla og leyst Rubiks cube, 2×2, 3×3 og 4×4. Svo gerðum við tilraun til að sjá sýningu um Darwin, gáfumst upp á langri röð og ætlum að fara seinna. Sáum í staðinn nokkur verk á statens museum for kunst (sem egill kallar Kattens museum for stunts), sem er hér í nágrenninu. Endurheimtum Kára frá Íslandi, ég hafði ekki séð hann í mánuð, mjög gaman.

föstudagur 6. febrúar, 2009

skemmtileg blogg

Filed under: blabla — Bera @ 23:50

Það eru nokkrir, tja… 2 skulum við segja, mjög fínir bloggarar í stórfjölskyldunni. Blogginn þeirra hafa ekki náð besta flugi síðustu daga. Svona geta bloggarar sem blogga annan hvern mánuð alveg leift sér að segja, því enginn les bloggin þeirra.

Ég aftur á móti, þarf ekkert að skrifa skemmtilegt blogg, einn af örfáum kostum við að hafa enga lesendur. Þess vegna er ég að hugsa um að skrifa greiningu útlends íslendings á ástandinu í íslenskum þjóðmálum (ZZzzzz):

Nýji forsætisráðherrann er lesbía. Þetta vissi ég bara alls ekki, en hef verið upplýst um þetta af allra þjóða kvikindum síðustu daga. Var á ráðstefnu í usa þegar ríksstjórnin var í uppsiglingu, þar sem margir þeirra sem ég hitti höfðu náð þessum fróðleiksmola úr fréttunum. ég hins vegar, hafði svo mikið að gera, ráðstefna frá 8 - 18. fundir, fundarundirbúningur og eþmeilar sem þarf að svara þess utanog og svo reyndi ég að sofa smá, ég vissi ekki neitt. síðan ég kom heim hafa líka margir sagt mér frá þessari einu vitneskju sinni um valdamesta stjórnmálamann okkar ástkæra lands. Er kannski íslendingum (vonandi) alveg sama um svona, þangað til hægt er að slá eitthvert met, vera fyrst í heimi og allt það. Eða er ég bara svona utangátta, alla vega nenni lítið að lesa íslensk blöð, nema náttúrulega þegar eru einhverjar svaka fréttir um lömb sem verða úti , sem er mjög átakanlegt og leiðinlegt en er oft í blöðunum þegar ég kem til íslands í sumarfrí.

Eitt las ég samt fyrir nokkrum árum, það var að Íslands væri eitt af minnst spilltustu löndum heims (næst minnst eða eitthvað svoleiðis). Ég hef verið að furða mig á þessu síðan. En könnunin náði víst ekki yfir vinargreiða, flokkshollustu og klíkuskap sem geta verið flestu æðra.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum. hvernig er þetta hægt? ekki nema von að illa hafi farið fyrir þjóðfélaginu. Eða var bara einhver að segja brandara?

Jæja, kannski ég segji þetta nóg um stjórnmálin í bili.

Já ég var í USA um daginn, sé yfirleitt ekki neitt og er alltaf að vinna eins og ég var að reyna að útskýra. EN í þessari ferð náði ég samt að fra til New York, San Fransisco og Seattle. 3ja uppáhálds borganna minna í obamaland. Hér er mynd frá New York:

New York, New York

já, bara hjólastígar út um allt á manhattan, og meira að segja nokkriri hjólreiðamenn sem notuðu þá.

Í San Fransisco skrapp ég inn í Levis búð, uppi á 3ju hæð heyri ég allt í einu sagt “Bera?” þar var þá Jóna vinkona Sigrúnar og Helgi maðurinn hennar. Frekar fyndið, ég hitti ALDREI íslendinga þegar ég er í vinnuferðum, hvað þá á förnum vegi.

Fyrir utan þessar 3 stórborgir var ég líka í Avon CT, Somerset NJ og San Jose CA. Ekki eins frásagnarvert, nema hvað þegar ég var í Avon fórum við út að borða í hádeginu (þolinmóð, ekki ennþá frásagnarvert), á leiðinni voru heimamenn eitthvað að tala um …vonandi eru laus borð, hefðum kannski átt að pannta…. og svona. En við vorum EINA fólkið á veitingastaðnum, fyrir utan starfsfólkið reyndar. Einmitt, það var inauguration day, moment reyndar, (Obama og biblía Lincolns og allt það).

bless í bili og stay tuned fyrir næsta blogg sem kemur alla vega fyrir sumarfrí, jafnvel fyrir kosningar.

PS/ Disclaimer: já afsakið ég ætla náttl ekki að móðga neinn, t.d. varð blogg skúla mun betra eftir að hann borgaði reikninginn og ég er nú kannski eðlilega ekki í markhóp lesenda Kára bloggs, sem er samt oft ótrúlega skemmtilegt og gott fyrir fullorðna, góður bloggari Kári.
PS2/ já og svo var ég ekki búin að taka eftir að sigrún er líka búin að blogga síðustu daga!

laugardagur 13. desember, 2008

desemberverkin

Filed under: blabla — Bera @ 15:26

við höldum áfram með hin hefðbundnu desemberverk. Í gær var julefrokost í vinnunni hjá bæði mér og Gunna. Strákarnir vor með gaurakvöld, keyptu pizzu og horfðu á einhverja mynd úr safni Kára.
KM, Københavnsmesterskaberne í badminton, eru líka í desember. Það er mikil stemning, spiluð á þrem dögum og í þremur klúbbum; “indledende kampe” voru um síðustu helgi, undanúrslit á mánudaginn og úrslit á miðvikudaginn. Klúbbarnir gangast mikið upp í þessu (líka keppni milli þeirra) og það eru þjálfarar með sem leiðbeinendur í hér um bil öllum leikjunum. Sérstaklega úrslitakvöldið er mjög skemmtilegt með fánum og lúðrablásurum við verðlauna afhendinguna. Kári og Ívar voru báðir með. Ívar spilaði mjög vel en lenti á móti mjög sterkum spilurum í fyrstu leikjum. Kári hafði ekki náð að æfa neitt rosalega vel í nokkrar vikur fyrir, bæði hálsbólga og meiðsl í öxl voru eitthvað að trufla hann. Hans leikir voru því frekar erfiðir, hann var algjörlega búinn í kroppnum eftur fyrstu leikina og líka eftir undanúrslitin. Hann varð í þriðja sæti í einliðaleik og vann svo ásamt makkernum sínum honum Mark í tvíliðaleik:
meistarar Kári og Mark

Í kvöld eru það svo strákarnir sem eru ekki heima, Ívar og Egill eru hjá Emil, gamla nágranna okkar, Kári í julefrokost í KBK.

föstudagur 5. desember, 2008

desember

Filed under: blabla — Bera @ 23:14

desember er svoooo huggulegur (sér í lagi á föstudagskvöldi eftir pizzu og rauðvínsglas (og glas af jólabjór frá Kongens bryghus) og öll óleystu verkefnin úr vinnunni komin í dvala). Gull- og silfur kerti á borðum, dagatalakertin, jólaljósin komin á svalirnar, jólaskrautið komið upp. Egill spilar á jólatónleikum vikulega, í síðustu viku í tónlistaskóla Kaupmanahafnar, í næstu viku hér i Austurbrúardeildinni og rétt fyrir jól á kirkju hér á “brúnni”. Á sunnudaginn förum við svo í æbleskiver til Susanne, sem er líka eitt það jólalegasta sem er hægt að gera og borða (alla vega svona fyrir jól, gæs er það jólalegast af öllu, það er svo jólalegt að það borðar maður bara á jólunum). Og svo öll jólalögin, úff úff
jólalag (klikka hér)
En þetta hlýtur að vera síðan áður en við öll fæddumst, eins vog við vitum (klikka hér), eða alla vega hefur sá “ungi” ekki lesið helsta litteratúrinn um klæðaburð, sjá hér.

miðvikudagur 26. nóvember, 2008

frístundir strákanna

Filed under: blabla — Bera @ 19:59

Ég átti afmæli um daginn, mikið fínn dagur með miklu dekri, góðum mat og góðum gjöfum. Strákarnir gáfu mér sing star, svona heima kareoki fyrir playstation. Plús að maður fær stig eftir því hvað maður syngur vel og rétt. Ég fékk ABBA lög með afmælisgjöfinni. Hver fjölskyldumeðlimur fékk svo að velja tvö lög í viðbót sem við keyptum á netinu. Í gær var fyrsta sing star keppni fjölskyldunnar. Ívar vann örugglega, en ég er samt líka rosa góð.
Svo bara kominn mánudagur og allir hafa nóg að gera. Ívar æfir badminton á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og fótbolta á fimmtudögum. Þangað til núna nýlega var hann líka í fótbolta á þriðjudögum en sú æfing var flutt yfir á einhvern badmintondaginn þegar þeir hættu að spila á grasi. Ívar er með fótbolta dellu og spilar mikið fífa (fótboltaspil) og horfir á fótbolta á netinu. Egill æfir badminton á þriðjudögum, á fimmtudögum fer hann í píanótíma í tónlistarskólanum og gítartíma í ungdómsskólanum. Svo er hann í hljómsveit með nokkrum strákum úr bekknum og þeir fá að æfa í skólanum á mánudögum og föstudögum eftir skóla. Kári æfir badminton nokkrum sinnum í viku og eitthvað körfu líka held ég.

sunnudagur 9. nóvember, 2008

úti og innidagur

Filed under: blabla — Bera @ 19:58

Leiðinlegt veður í dag. Egill og Gunni hringdu á bjöllur með söfnunarbauka fyrir dansk flygtningehjælp. Ég fór í ræktina,Kári í þjálfun en annars hefur verið innidagur, rok og rigning. Í gær var fábært veður, 12 stiga hiti og ekkert rok. Það er engin sól (eða eitthvað stutt) á eldhússvölunem okkar góðu á þessum árstíma. Samt drukkum við Gunni kaffið þar. Við vorum reyndar með teppi en samt ágætt í nóvember.
Var í Cork á Írlandi á tveggja daga fundi, kom heim á föstudagskvöldið. Þar ringdi mikið og leigubílstjórinn sem keyrði mig frá flugvellinum sagði að það ringdi hér um bil alltaf, eiginlega væri alltaf sama veður, þó væri rigningin ögn hlýrri á sumrin. Þetta var fundur í EU verkefni sem við tökum þátt í, og það er sko hugsað almennilega um mann. Ég var ofsalega important því þegar ég kom út úr flugstöðinni stóð bílstjórinn umræddi með spjald með nafninu mínu (að vísu hafði hann búist við tveimur karlmönnum, Mr Bera og Mr Palsdottir). Í Kastrup fannst mér soldið skrítið að sjá auglýsingu frá Glitni. Ég var að hugsa um að setja límband fyrir framan glitnis nafnið, með “nýi”, ég hefði t.d. getað fengið lánað límband hjá öllum þeim sem selja gjaldeyri í Kastrup og voru búnir að setja límband yfir íslensku krónuna á töflunum með genginu. Það er stórfurðulegt að fylgjast með þessu úr fjarlægð, öllu þessu sem er að gerast og ekki gerast í íslandi. tómarúm í meira en mánuð. Mótmælið þið ekki öll á laugardögum?

sunnudagur 26. október, 2008

helgin

Filed under: blabla — Bera @ 21:14

Hvernig get ég talað um tré án þess að minnast á haustlitina:

Kári sagði mér að það væri ekkert hægt að fylgjast með bliggi eins og mínu sem væri skrifað á einu sinni í mánuði. Slamm. Ef fleiri með sömu skoðun hafa rekist inn, lítið lengra niður, ég er alltaf að blogga.

Róleg helgi, rok og rigning, algjört inniveður. Vorum með gesti í mat í gær, annars bara horft á soldið badminton í sjónvarpinu (Denmark Open) og annað rólegt. Hér er Kári rock star:

(i PS3 leik)
Ívar að læra fyrir þýskupróf:

og Egill að baka súkkulaðibollur sem vore í desert hjá okkur í dag:

fimmtudagur 23. október, 2008

skrítin tré

Filed under: blabla — Bera @ 20:03

Hér eru nokkur tré sem við höfum séð í haust:
HCAndersen tré með stórri holu (í Dyrehaven):

Hlykkjótt tré (Í Lundi):

Tré sem óx fyrst til hliðar og svo upp:

miðvikudagur 15. október, 2008

haustfrí

Filed under: blabla — Bera @ 18:31

Jæja haustfríið góða komið, ég byrjaði í fríi í dag og strákarnir á mánudaginn. Í dag er letidagur, blöðin lesin í rúminu, líka íslensku netblöðin, sem eru orðin hluti af daglegri fréttainntöku okkar.
Ívar fór í klúbbinn í dag, Egill fór með okkur Gunna í bæinn, þar sem við keyptum leiðslu úr píanóinu yfir í tölvuna sem er alveg rosalega skemmtilegt að eiga. Kári er meiddur, svona íþróttameiddur þannig að hann hefur verið heima allt haustfríið. Aðgerðarleysið, alla vega í svona miklu mæli, á nú ekki vel við hann. En eitthvað finnst mér nú fótatakið farið að þyngjast, líkjast því venjulega, þegar hann labbar milli herbergis síns og eldhússins, þannig að vonandi lagast þetta fljótlega. Í kvöld ætlum við út að borða og á morgun að skreppa til svíþjóðar, þar með eru upptalin plönin fyrir haustfríið.

Svo verð ég að fá útrás fyrir frústrasjónir mínar vegna efnahagsmála. Síðustu daga hef ég fylgst meira með íslenskum fréttum en nokkru sinni fyrr, alla vega síðan ég hætti að lesa þjóðviljann. Það er augljóslega fáranlegt að ráða aflóga stjórnmálamenn í ábyrgðastöður þjófélagsins, nema náttúrulega í þeim tilvikum að viðkomandi hafi líka réttan faglegan bakgrunn í stöðuna. Seðlabankastjóri uppfyllir bara fyrstu kröfuna (aflóga stjórnmálamaður), hvernig væri að finna hæfari mann í starfið á krefjandi tímum? Það hlýtur að vera þörf á mikilli röggsemi stjórnvalda núna, vona að hún sé að meðaltali meiri en þetta mál sýnir.

miðvikudagur 10. september, 2008

hlaup og epli

Filed under: blabla — Bera @ 22:44

Eitt það besta við síðsumarið og haustin eru ávaxtatrén, er þetta t.d. ekki fögur sjón?

Tréð er í garði hjá vinafólki okkar sem hafa séð fyrir kynnum okkar á danskri kolonihave menningu, nokkuð sérstakt fyrirbæri. En hvað um það, alla vega fengum við stóran poka af eplum um daginn, ég skrællaði og skrællaði á laugardaginn og við fenugum alveg frábæra eplaköku um helgina.

Í síðustu viku var DHL stafetten í Fælledparken, sem er nú orðið umfangs mesta hlaup í Erópu. Hlauðið tekur 5 daga, 104.000 þáttakendur sem hlaupa 5 km hver. Ég var ein af þessum 104.000. Ég veit að það er ofsalega úmóderne að þurfa að komast í form fyrir svona hlaup, en þrátt fyrir að ég hjóli 100 km á viku yfir sumarið þurfti ég að fara nokkrum sinnum út að hlaupa til að vera viss um að ég gæti þetta. Ég gat, náði meira segja markmiði mínu sem var að vera < 30 min (29:20 er miklu minna en 30) þannig að ég var bara glöð.
Annars er bara búið að vera rólegt hjá okkur:

Next Page »

Powered by WordPress