Bera

sunnudagur 26. júní, 2005

Fínt sumar þetta

Filed under: blabla — Bera @ 18:39

Það er búið að vera voða huggó hjá okkur Kára einum heima. En í gær keyrði ég hann svo til Erritsø á Jótlandi, hann fór í æfingabúðir, ég á 3 tíma foreldrafund. Og þó fundurinn hafi verið langur var þetta nú ekki sama þusið og vill verða í skólum, skóladagheimilum, leikskólum þegar alls konar smáatriði eru rædd fram og aftur, allir þurfa að koma akkúrat sínu sjónarhorni á framfæri, þó það sé 99% það sama og síðustu 5 sem tóku til máls. Eða ræða fram og aftur hver beri ábyrgð (eða ekki ábyrgð) á að börnin hegði sér almennilega. Þetta er það allra versta við dani. Þetta svakalega blaður. Dansk badminton Forbund heldur æfingabúðirnar og velur hverjir fá að vera með. Vandræðagemlingarnir komast ekki með næst, þannig að það þarf ekkert að eyða tíma í þá umræðu. Svo er þetta jantelovs fri zone. Rætt fram og til baka um talent og að þeir sem hafi hæfileika og séu tilbúnir að leggja mikið á sig komist lengst, án þess að afsaka það neitt.
Hvað um það, áður en ég brunaði heim, heimsókti ég Inger sem ég vann með fyrir nokkrum árum. Hún býr í einum fallegasta hluta Danmerkur, milli Vejle og Billund (billund=lego, þar sem þau hjónin vinna bæði). Þetta var bara alveg frábær bíltúr, í frábæru veðri.
Það er nebbilega komið þetta líka góða sumar. Ég er að fara að funda í Genoa og München, vonandi fæ ég góðan mat í Genoa. Var að tékka á veðurspánni, þar er yfir 30 stiga hiti. Ég verð víst að finna eitthvað annað en svarta jakkasettið! Á þriðjudaginn komum við svo heim, ég, Gunni, Ívar og Egill, júbí. Á föstudaginn endurheimtum við svo Kára úr þrælabúðunum, á ekki minna merkum degi en 1. júlí. Og þá verðum við loks öll komin í frí :-) .

föstudagur 17. júní, 2005

Þjóðhátíðardagurinn

Filed under: blabla — Bera @ 21:19

Fyrir mér er það eitt það íslenskasta af öllu að halda upp á 17. júní Rútstúni. Það gerðu svo Ívar og Egill í fyrsta skipti í dag. Að vísu var ekki kaffi hjá Tótu á eftir, en þar sem þeir þekkja ekki hefðirnar úr barnæsku mömmu sinnar voru þeir náttúrulega stóránægður með kaffi hjá Sigrúnu ömmu og Gunnari afa.

En ósköp voru þeir orðnir þreyttir seinni partinn, ekki minnst Ívar, sem var fljótur að komast yfir jetlag-ið, og vaknaði klukkan 6 eins og venjulega, þrátt fyrir ferðalag fram á nótt í gær.

Max vinur okkar bauð svo á Cirkus Cirkör í kvöld, Gunni, mamma og pabbi njóta góðs af. Ívar og Egill ætla til Biddý, góðu frænku, vonandi sofna þeir ekki ofan í matardiskana. Kári er svo hjá mér hér í Kaupmannahöfn. Já eða eiginlega er það öfugt, því það er Kári sem ekki hafði tíma til að fara til Íslands (…einmitt, badminton).

Kannski ég haldi aðeins áfram að segja frá vorverkunum.

Núna er skólarnir, tónlistarskólinn og badmintonþjálfunin komin i sunarfrí. Hjá Kára tók hlaupaþjálfunin við, tvö kvöld í viku. Klubmesterskaberne voru haldin nýlega. Ég fór í KBK dagin sem úrslitin voru spiluð, við vorum nokkur foreldranna sem bökuðum kökur og það var voða gaman. Kári vann 3 gull :-) jubii!. Hann var nú nokkuð öruggur með tvö, en það þriðja gladdi ekki minnst, því það vann hann í tvíliðaleik í næsta aldursflokki yfir hans eigin. (U17) (Já, með Mikkel, ekki gleyma honum, það eru jú tveir í liði í tvíliðaleik). Hann fékk svo “flidspokalen” í klúbbnum, sem er farandsbikar fyrir unga fyrirmyndar spilara ;-)

Við Kári urðum svo sammála um að sleppa Disneyshow í dag. Kára finnst teiknimyndirnar orðnar dáltið lélegri, allt of mikil læti…. Í staðinn borðuðum við pizzuna yfir Harry Potter 1, sem við höfum saknað þetta líka mikið. Upphitun fyrir London ferðina okkar í júlí þar sem við ætlum að kaupa okkur Harry Potter 6. Það er bara hlé hjá okkur núna, Kári þurfti soldið að fara á MSN…, en núna er myndin að byrja aftur. Kannski ég athugi með popp og kók, svo við getum nú verið soldið með í íslensku stemningunni…

föstudagur 10. júní, 2005

Afmælisveisla

Filed under: blabla — Bera @ 23:06

Það er að styttast í sumarfrí skólanna, síðasti kennsludagur er 17. júní. Eitt af vorverkunum er afmælisveisla Ívars og félaga. Síðan hann byrjaði í skóla hafa hann og Anders haldið upp á afmælið sitt saman og boðið öllum bekknum. Isaak slóst í hópinn í fyrra þannig að þeir voru 3 í ár. Afmælisveislan var í dag, fyrst í Fælledparken og endaði hér heima. I Fælledparken voru grillaðar pulsur, leistar þrautir og leikið. Hér heima var Nýsjálensk kaka og rósmarínbolla Gunna. Og kaffi og vínglas fyrir okkur foreldrana (hmm… kannski aðeins meira en eitt). Þetta gekk bara alveg prýðilega, fyrir utan að Philip fannst leiðinlegt að vera gleymt í skólanum, en það endaði allt vel. En sjáið nú bara:
gaman að opna afmælisgjafirDanski Anders, Íslenski Ívar, (½)nýsjálenski Isaak

Powered by WordPress