Bera

mánudagur 25. júlí, 2005

Frá J.K Rowling til Jane Austin

Filed under: blabla — Bera @ 20:49

Þá erum við komin heim úr skemmtilegri ferð til London og sveitanna í Englandi. Við vorum fyrst í nokkra daga hjá Sigrúnu vinkonu/frænku. Hún býr á aldeilis gasalega :-) frábærum stað í London. Fyrir utan að það er ferðarinnar virði að hitta og heimsækja hana, þá náðum við að gera hitt og þetta. Við túristuðumst í bænum, lékum okkur í Hyde Park, fórum á lókal pöbbinn “Prince of Wales” og síðast en ekki síst keyptum við “Harry Potter and the half-blood Prince” kl 00:14 þann 16. júlí, þ.e. 13 mínútum eftir að sala á bókinni hófst (já, reyndar keyptum við 3 eintök í hita leiksins). Við fórum í launch party við Waterstone’s bókabúðina í Oxford St. Við höfðum mælt okkur mót við Guðrúnu, Max og Írisi, gaman, gaman. Auk okkar voru þar: mörg hundruð manns í biðröð (alla vega talsvert fleiri en 739, sem var númerið sem Max hafði í röðinni), flestir muggar held ég, Dumbeldore, Snape, McGonagall, Hagrid, einhverjar af skepnum Hagrids, pressan….. Íris og Kári skemmtu sér víst ansi vel, tóku sér stöðu fremst í flokki aðdáenda með gott útsýni yfir það sem var að gerast, spjölluðu við þá sem voru fremst í röðinni, já og alla mögulega held ég. Þau komu í BBC, en ég veit þó ekki hvort viðtalið sem tekið var við þau var sýnt.
Egill, Guðrún, Sigrún, Gunni, Kári, Ívar, Max og Íris
Svo gerðumst við svo hugrökk að leigja okkur bíl og keyra út í sveit. Meðal annars fórum við til Oxford og skoðuðum Christ Church Collage, aftur í félagsskap Írisar og co. Þegar við vorum að skoða matsalinn var leiðsögumaður, fyrrverandi nemandi í Oxford og núverandi kennari, að segja Kanadískum ungmennum frá frægasta matsal veraldar, og það er ekki út af Harry Potter myndunum sagði hann (sem var að sjálfsögðu ástæðan fyrir að við vorum þarna), heldur vegna þess að þarna væru bestu máltíðir heims snæddar. Og hann útskýrði stoltur að fyrir breta væri það ekki svo mikið hvað væri á diskunum sem skipti máli, heldur væru það samræðurnar (alla vega ef maður er í Oxford). jamm, ekki neitt multi-tasking þar. En þarna voru margar senur í Harry Potter myndunum teknar upp, og það var mikið spennandi, …þarna stóð McGonagall þegar hún tók á móti nemendum í fyrstu myndinni og svo framvegis. Sama tema dróg okkur í dómkirkjuna í Gloucester, flott kirkja í ekki sérlega skemmtilegum bæ. Fyrir utan kirkjuna er það minnistæðasta frá Gloucester að Mrs Jones keyrði aftan á okkur (hún var ekki á mikið meira hraða en við, og við vorum kyrrstæð, þannig að enginn meiddi sig). En kirkan stóð fyrir sínu, og strákarnir (ok, líka við foreldrar) höfðu nóg að gera við að skoða hvar Harry og Ron földu sig fyrir tröllinu og svo framvegis.
Eftir þetta var svona meira Sense and sensibility yfir ferðinni. Keyrðum um fallegt landslag í ensku sveitunum og skoðuðum krúttleg hobbitaleg þorp. Síðasta stopp var Bath, þangað ætlum við að fara einhvern tíma aftur. Fallegur bær með heitum uppsprettum. Svo brunuðum við til London, vorum hjá Sigrúnu síðustu nóttina, og náðum að komast út á flugvöll áður en leiðinni var lokað vegna sprengjuárása.

Ég byrjaði svo aftur að vinna í dag. Gunni setti upp gardínur á skrifstofuna, Kári er farinn í æfingabúðir, Ívar og Egill taka því með ró. Egill var ennþá á náttfötunum þegar ég kom heim úr vinnunni.

Það koma náttl vonbráðar myndir úr ferðinni á heimsíðuna, jájá, en hér er smá sýnishorn fyrir þá óþolinmóðu:

Í Biburylífið er frábært

sunnudagur 10. júlí, 2005

Toppurinn á Danmörku

Filed under: blabla — Bera @ 22:00

Jæja, þá erum við komin aftur heim í siðmenninguna, netsamband, almennilegt brauð og þess háttar.
En vikan i Vendsyssel víkkaði sjóndeildarhring okkar hvað Danmörku varðar. T.d. eru fleiri hólar og þúfur í þessu landi en ég vissi. Og krækiberjalyng með tilheyrandi ilmi. Við vorum í sumarbústað við Kjul strand, breið og flott strönd, alltaf nóg pláss. Stutt á Skagen, Fårup Sommerland (mæli eindregið með því), Hirtshals. Og fótboltavöllur rétt við bústaðinn, sem ég held enginn hafi notað nema við. Við lékum frisbí leik, fullorðnir á móti börnum. Það lið sem fyrst skoraði 5 mörk vann, og það lið sem fyrst vann 3 leiki vann keppnina. Við Gunni töpuðum 3:1 og þurfum nú að fara í sprett-þjálfun hið fyrsta.
En eins og ég nefndi var þetta líka dáltil náttúruupplifun. Hér er mynd fra Grenen, sem er ysti angi Jótlands, þar sem Skagerrak og Kattegat mætast. Ef vel er að gáð má sjá að öldurnar koma bæði frá hægri (Kattegat) og vinstri (Skagerrak).Við Grenen
Ég veit að það er frekar leiðinlegt að fylgjast með heimasíðum sem eru uppfærðar tvisvar á ári, þess vegna vil ég vekja athygli á að ég er búin að setja inn nokkrar myndir úr ferðinni, sjáið bara

föstudagur 1. júlí, 2005

1. júlí

Filed under: blabla — Bera @ 21:25

Jæja, þá er hann runninn upp, dagurinn sem okkur Ívar hefur hlakkað svo til. Ég er komin í sumarfrí og Ívar á afmæli. Frábær dagur og frábært veður. Ívar vaknar alltað rosalega snemma og átti erfitt með að sofna í gær, gat ekki beðið eftir afmælinu. Ég held hann hafi líka vaknað snemma í morgun. En þeir bræður Egill og Ívar létu ekki gjafirnar á borðstofuborðinu trufla sig, fóru inn í stofu í rólegheitum og leifðu foreldrunum að sofa út.
Fyrir utan afmælishald erum við að pakka, förum til norður-norður Jótlands á morgun í sumarbústað.
Annars er frekar skemmtilegt að vera íslendingur í Danmörku þessa mánuðina. Ekki eins og þegar við komum fyrst og fólk sagði, já en sætt, eruð þið frá íslandi, borðið þið ekki rosalega skrýtinn mat. Það er nú eitthvað annað núna. Fyrst Magasin, svo Sterling, og nú Maersk Air. Kannski að einhver geti notað vasapeningana sína í að kaupa fyrirtækið sem ég vinn í. Að sumu leiti eru japanskir eigendur fínir, en allt tekur alveg svakalega langan tíma. Ég er ekki viss um að tapið sé nægilega stórt til að við séum áhugaverður kostur, en ég kíki aðeins á þetta.

PS/ Til hamingju með afmælið Snorri

Powered by WordPress