Bera

sunnudagur 25. september, 2005

Hausthelgi með sumarveðri

Filed under: blabla — Bera @ 13:08

Síðustu 10 ár höfum við gert nokkrar tilraunir til að skoða Kronborgarkastala. Í gær tókst okkur svo loksins að komast þangað fyrir lokun. Þetta var voða flott, það hefur ábyggilega verið fínt að búa þarna, bjart og hátt til lofts, og fínn garður. Það hefur kannski ekki verið alveg jafn friðsælt á dögum Friðriks II. og Kristjáns IV eins og það var í gær. Í gær var frábært veður, yfir 20 stiga hiti sem er ágætt fyrir 24. september. Sum barnanna okkar eru að verða dáltið stór þannig að við ákváðum að það væri skyldumæting, en okkur fannst öllum viða gaman. Kári komst því ekki í KBK fyrr en klukkan 18, þar sem Jacob beið, þolinmóður og með spaðann á lofti.

föstudagur 16. september, 2005

venjulegur föstudagur

Filed under: blabla — Bera @ 20:46

alein heima á föstudagskvöldi, en það verður varla svo lengi þannig að nú dríf ég mig að skrifa nokkrar línur. Annars var íbúðin full af fólki, mest í barnastærð, þegar ég kom heim úr vinnunni. Þegar ég opnaði hurðina kom á móti mér lítill strákur sem ég þekkti ekki og það var eins og hann hefði verið að bíða eftir að komast út (læstur inni). Kom í ljós að þetta var frændi nágrannanna, sem hafði slæðst hingað með frænda sínum.
Núna er Gunni að sækja Kára í þjálfun (í Gentofte), Ívar og Egill farnir niður til Emil (það er um að gera að þekkja hefðirnar á heimilunum. Emil borðaði sem oftar pizzu hjá okkur, eftir föstudagsmatinn er nammi heima hjá honum. Smá tilhneiging til að þeir hverfi allir þangað eftir pizzuna).
Það er farið að kólna. Í síðustu viku var það ermalausur bolur á leiðinni í vinnuna, í dag var fór ég í jakka í fyrsta skipti í langan tíma. En það var samt frábært hjólaveður, bjart og stillt. Mér leið rosalega vel, hjólaði hratt og átti allann heiminn. Síðasta kílometrann er stígur, engir bílar, fuglarnir syngja og blómin blómstra og ég veit ekki hvað. Toppurinn. Nema hvað vinnufélagi minn brunaði fram úr mér, einmitt þegar ég var að hugsa um að í þessari stillu myndi ég sennilega seta tímamet, ná 41 mínútu. Ég náði honum þar sem hann var að leita að kortinu sínu til að komast inn á svæðið, hann fann þessa frábæru afsökun fyrir að hafa ekki heilsað eftir mér, “já ég var að hugsa um hvaða amma þetta væri þarna á hjólasígnum”. …Það byrjaði nú samt ekki að rigna í sömu andrá.
Ég þarf að smyrja keðjuna um helgina.

laugardagur 10. september, 2005

aftur heima

Filed under: blabla — Bera @ 10:31

Kom heim á mánudaginn eftir meiriháttar frábæra helgi á Íslandi og ágætis fundaferð um Bandaríkin. Ég var burtu í viku og um leið og ég kom inn úr dyrunum vildi Egill sýna mér hvað hann væri búinn að læra á píanó, Kári hvað hann væri búinn að gera hreint og fínt fyrir heimkomu mína og Ívar að segja mér frá afrekum sínum í World of Warcraft.Gaman að koma heim. Ég fór sama morgun og Kári kom heim frá Þýskalandi (þar sem hann komst í úrslit í tvíliðaleik) og þótt mér hefði tekist að vekja hann af mjög föstum svefni til að kveðja, hafði ég lítið náð að tala við hann.

Eftir dáltið óörugga skóla og klúbb byrjun hjá Ívari er hann nú kominn á fínt ról. Hann er byrjaður að æfa borðtennis tvisvar í viku, fer beint úr badminton sem hann æfir þrisvar í viku. Á mánudögum og miðvikudögum fer hann svo í klúbbinn.

Rólegur laugardagsmorgun núna. Kári er sofandi, Ívar farinn út að leika, Egill og Julius eru að dútla eitthvað. Gunni er að versla, t.d. besta brauð í heimi og sykur í hinum ýmsu útgáfum fyrir 18 ára afmæli Ívars og Egils sem við höldum upp á á morgun.
bræðurnir

Powered by WordPress