Bera

mánudagur 31. október, 2005

Þegar Egill verður stór

Filed under: blabla — Bera @ 22:44

Ívar er með gubbupest og við erum heima. Hann er eitthvað að skána núna, en hann var gubbandi í nótt og það er bara ferlega erfitt líka fyrir foreldrana. Eins og að vera með ungabarn og ekki skil ég fólk sem tekur upp á svoleiðis á gamalsaldri. Mér finnst ég nú ekki hafa hrörnað neitt verulega svona líkamlega síðustu 10 árin, en þatta var víst daglegt brauð þá.
Annars er bara allt í góðu gengi, við skruppum til Árósa í nokkra daga í haustfríinu. Tóta og Gummi lánuðu okkur húsið sitt sem var alveg frábært og það var líka frábært að þau gátu reddað okkur auka lykli svo við þurftum ekki að snúa við þegar við vorum komin til Odinsvé og föttuðum að við höfðum gleymt lyklinum sem þau sendu okkur.
Í Árósum gerðum við hitt og þetta, tvær myndir úr ferðinni hér að neðan. Önnur er tekin á ströndinni, þar sem við borðuðum hádegismat einn daginn. Egill vildi ekki láta mynda sig og Kári var ekki með því hann var að spila badminton við jóska vini sína (þegar við vorum að pakka í bílinn hér heima kom Kári með badmintöskuna sína, og við sögðum humm hvað? Jú, hann ætlaði nefnilega í þjálfun í Højbjerg (klúbbur í árósum) kl 3, hann ætlaði að hitta Jacob vin sinn og Maria sem er mix double makkerinn hans er í Højbjerg og þau voru búin að ákveða að þjálfa saman), en ég var að tala um myndina, og ég var sem sagt hinu megin við myndavélina.
Egill var að skrifa sögu um daginn, hann var búinn að leyfa mér að birta hana á veraldarvefnum. Ég ætlaði nú eiginlega að bíða eftir að hann kláraði hana, en hann er víst eitthvað kominn í strand, kannski einhver rithöfundablokkering? En það gerir nú ekkert til, hann ætlar ekki að verða rithöfundur þegar hann verður stór, heldur vísindamaður. Hann er byrjaður að praktísera smá. Um daginn kom hann með umslag og bað mig að fara með það í póst. Ég er svo forvitinn (það segir alla vega Kári) þannig að ég spurði hvað þetta væri. Jú, ég mátti alveg vita það. Einhvernveginn hafði hann komist að því að það væri uppfinningakeppni fyrir börn á Eksperimentarium (tæknisafn hér í nágrenninu). Hann var búin að ná sér í réttu pappírana og lýsa uppfinningu sinni, sem var vél til að stækka mat. Ofsalega sniðugt, sérstaklega fyrir stórar fjölskyldur, ég tala nú ekki um út í hinum stóra heimi, þar sem ekki er alltaf nóg. Hann hafði teiknað mynd af tækinu, eins konar kassi, sem dæmi hafði hann tekið að maður settti pínulitla pizzu í sérstakt hólf og út kom rosa stór pizza. (þetta vr bara lítið blað sem maður átti að senda, þannig að það var ekki pláss til að útskýra hvernig þettaætti að gerast, eða honum hefur kannski ekki þótt það vera meginmálið). Jæja, en það var sagan hans Egils sem ég var að tala um, hún er sem sagt um vísindamann, en ég vona áð ferill Egils verði kannski á aðeins öðru sviði. En takið eftir að hann sendir allt fólkið í burtu meðan stríðið stendur yfir. En hér er sagan:

Verdens bedste Opfinder
Der var engang en rigtig god opfinder. Han var chef på sit arbejde.
Og det var ham der hade opfundet en telefon og et klaver. Og måske skulle hans land i krig
mod Tyrkiet Så borgmesteren sagde at han skulle opfinde gode våben til borgmesterens krigere.
Fordi at han var sådan en god opfinder. Men der var så mange våben der var blevet opfundet så han havde svært ved det.
Men så fik han en god ide. Han kunne lave en bombe der var kraftigere end en atombombe.
Og så gag han sig til at lave en bombe. Men han havde ikke noget sprængstof.
Eller noget rigtig godt sprængstof. Men han kunne lave noget sprængstof.
Og så gag han sig også til at lave sprængstof.
Men han troede at det ville værre svært at lave den. Og det tog også rat lang tid at lave den.
Og nu var det ved at blive rigtig sent om aftenen. Så han gik i seng.
Og næste dag skulle han på arbejde. Og han var næsten færdig.
Og så var han færdig han sende den til borgmesteren. Borgmesteren blev meget glad da han så sådan en kraftig bombe.
I over morgen skulle hans land i krig og det var også på tide at han var færdig.
Han var blevet rigtig god til at opfinde. Neste dag skulle. Hans land i krig. og borgmesteren sagde til en tjener at han skulle rejse hen til Tyrkiet og gi besked om at rejse væk in til at krigen var færdig.
Og så da der var krig. Og alle beboerne var rejst så kastede de bomben hen i Tyrkiet.
Og så havde de allerede våndet krigen. så borgmesteren sagde tusind milioner tak. Til den

…svo er ekki komið meira, en ég held sagan sé næstum búin….

PS/ til hamingju með afmælið Skúli…


á ströndinni

laugardagur 15. október, 2005

Hálofta blogg

Filed under: blabla — Bera @ 1:10

Það getur nú eiginlega verið frekar þreytandi að vera alltaf online. Fyrir nokkrum árum (svona kannski 5) átti ég ekki einu sinna fartölvu (hef reyndar aldrei átt svona prívat og persónulega, en mér þykir nóg um samt). Þegar ég fór í vinnuferðalög undirbjó ég allt sem ég þurfti að leggja fram áður en ég fór, prentaði það á plast, pakkaði niður og fór. Flugferðirnar voru frekar afslappaðar, í versta falli kíkti ég aðeins á glærurnar á leiðinni. Svo var ég útstýrð með fartölvu, og þarmeð var ég aldrei búin að undirbúa mig fyrr en ég var á leiðinni inn á fundinn. Alltaf með tölvuna í fanginu. En alla vega hafði ég frið á löngum flugferðum til að vinna að svona cirka einu verkefni í einu. Var búin að ganga frá þeim meilum sem ég þurfti að senda og svona. Ekki lengur. Á þriðjudaginn var ég að flýta mér heim, sækja Egil, fara á USU fund. Ekki alveg búin að ganga frá öllum málum, en hvað um það, 8 tíma flugferð framundan, nógur tími. Þannig að nú logga ég á þegar ég kem í flugið, les og sendi meila, og SVO get ég kastað mér yfir powerpoint. Fyrsta sem ég geri þegar ég kem á hótelið er að logga á, já svo vaknar maður snemma, og þá er náttúrulega líka upplagt að logga á. En dáltið þreytandi, þannig að nú ætla ég að henda öllum græjunum og þá mér langbylgju útvarp.
Eða ég gæti bara slökkt á tölvunni, fengið mér rauðvín með matnum. Horft á einhverja bíómynd og farið svo að sofa. Svo þegar ég vakna verð ég komin yfir Atlantshafið, júbíí.

fimmtudagur 6. október, 2005

úr einu í annað

Filed under: blabla — Bera @ 20:11

Ekkert komment á klukkbloggið mitt ennþá. En þetta er nú líka bara svona eiginlega tæmandi lýsing á mér, þa það kannski bara eðlilegt.
Frekar mikið að gera þessa dagana, frekar mikil logistík kringum strákana, eða kannski er það bara alltaf svona. Svo er ég orðin soldið framkvæmdasöm í vinnunni (ég held ábyggilega að ég sé eini starfsmaður fyrirtækisins sem kann íslensku, en það er náttúrulega túlkunaratriði hvort í þessu felist að ég hafi kannski ekkert verið voðalega rösk upp á síðkastið, næst ábyggilega ekki með babelfish).
Um síðustu helgi var badmintonhelgin mikla, Kári var að spila í Broager (suður Jótland), Ívar í keppni á Amager og ég brilleraði með að halda keppni fyrir 18-19 ára krakka í KBK (klúbbur strákanna). Þetta var frumraun mín á þessu sviði, við vorum 2 mömmur sem sáum um undirbúning og framkvæmd. Engar kvartanir hafa borist, börnin hegðuðu sér vel og það var bara svo afslöppuð og fín stemning.
Ég var á námskeiði á mánudaginn, langt síðan ég hef notað tíma og peninga fyrirtækisins í slíkt. “Product leadership”, það vara rosa gott, ég fékk fullt af góðum hugmyndum. En eiginlega var þetta sniðið fyrir forstjóra þannig að ég hef nú ekki alveg völd til að hrinda þeim öllum í framkvæmd. Alla vega þarf ég smá aðstoð frá forstjóranum.
Það er ennþá veðurblíða og fínt hjólaveður. Í dag var stillt og víst um 17 stiga hiti.

mánudagur 3. október, 2005

klukk

Filed under: blabla — Bera @ 21:53

Tóta klukkaði mig, sem þýðir að hér koma 5 merkisatriði um mig (frábært fyrir okkur bloggara að fá sérstakt tilefni til að skrifa meira um okkur sjálf):

1. Ég er einlægur fylgjandi því að svalahurðir opnist út (og ég er viss um að lesendur eru sammála, fáránlegt að svalahurðir opnast inn).

2. Ég er doktor í eðlisfræði.

3. Mér finnst gott kaffi gott og vont kaffi vont.

4. Ég bý í bestu borg í heimi, í besta hverfi borgarinnnar, í besta hluta hverfisins, í besta húsi hverfishlutans og í bestu íbúð í hússins. Að mínu mati.

5. Mér finnst amerískar sápu-seríur skemmtilegar. Ekki alveg allar. En margar.

og vinningshafinn er…. Rán , sem er hér með klukkuð.

Powered by WordPress