Bera

fimmtudagur 22. desember, 2005

og svo er bara komið jólafrí

Filed under: blabla — Bera @ 21:46

á þriðjudagin vöknuðum við eins og venjulega; búa til nesti, skóli, vinna og allt þetta. Eftir hádegi var svo juleafslutningen í KBK, þangað mættu nátturulega allir strákarnir með jólasveinahúfur og svo spilar maður badminton með skóna reimaða saman og þess háttar og borðar smákökur og syngur jólalög hástöfum. Egill er að eigin sögn alveg “rosalega lélegur í badminton”. Hann er nú vanur að taka öllu með hinu stökustu ró, en var samt orðin þreyttur á að vera svona lélegur. Hann og Kári mættu þess vegna soldið snemma svo Kári gæti kennt honum nokkur fiff.
Ívar er ekki lélegur í badminton. Einu sinni á ári velur þjálfarinn tvo spilara sem hafa tekið miklum framförum, og Ívar var annar þeirra. Hann fékk voða fínan badmintonspaða, þjálfarinn sagði hitt og þetta fallegt um hann (ekki erfitt) og Ívar var rosa glaður.
Svo dró ég strákana heim, sóttum Gunna, við þrömmuðum út á lestastöð með óendalega margar töskur og vorum komin í Bræðratunguna 8 tímum síðar.
Í gærmorgun þegar við vöknuðum var kominn snjór í brekkuna, eins og við vorum búin að ákveða. Við erum búin að renna rosa margar bunur.

Kári var að MSNa, m.a. vi double makkerinn sinn. Sem sagt jafnaldra. MSN nafnið hans var “dejlig dag paa aktiemarkedet i dag”

fimmtudagur 8. desember, 2005

þetta er allt að koma

Filed under: blabla — Bera @ 22:42

Stökkbreyting hefur orðið hér á heimilinu. Við erum búin að setja upp gardínur í stofuna, bæði fyrir svalahurðina og gluggann. Ekki einu sinni keypt í IKEA. Með stöngum sem maður tekur í til að draga frá og fyrir. Og ekki nóg með það, á morgun koma gardínur fyrir borðstofuna líka. Þó við séum ekki búin að búa hér nema í tæp 9 ár vorum við samt búin að tala nokkrum sinnum um að setja kannski upp gardínur.

Ef það koma engin komment á þennan pistil veit ég að það er vegna þess að þið eruð öll mállaus yfir framtaksseminni.

fimmtudagur 1. desember, 2005

jólaskap

Filed under: blabla — Bera @ 21:55

Ég átti afmæli um daginn, voða gaman náttúrulega. Jólaundirbúningur er aldrei á dagskrá hjá okkur fyrr en eftir afmælið mitt og ég sé heldur aldrei jóla skreytingarnar úti fyrr en eftir afmælið. En núna er að verða voða flott í bænum, komin ljós á magsín og danglaterr. Ekkert jafnast á við það.
Á sunnudaginn var svo bara allt í einu komin aðventa. Við settum upp jólaskraut, gerðum kertaskreytingar og allt þetta. Settum ljós á svalirnar og inn í stofu og borðstofu eins og sannir Íslendingar. Það var svaka gaman hjá okkur og nú er þvílíkt jólalegt og huggó hérna í Rosenvængets Alle. Svo er 1. des í dag, jóladagatalið byrjað í sjónvarpinu, í ár er eitthvað um norrænu goðin.

Powered by WordPress