Bera

laugardagur 21. janúar, 2006

Vetur

Filed under: blabla — Bera @ 0:01

Kominn hinn mesti vetur og ófærð. Við keyrðum öll sömul voða hægt í morgun. enda öll á sumardekkjum. Seinni partinn varð svo svaka-rosa hált, ísslag (sem sérfræðingur fjölskyldunnar í veðurlýsingum segir heita kalsarigning á íslensku, og var víst einhverntíma á Eyrabakka í æsku Gunna. Þá var líka alltaf úrkoma hjá veslings fólkinu í Grend (eða var það kannski í grennd). En alla vega er glerhált og margra millimetra klaki á öllum gluggum. Í dag er ég búin að vera samtals næstum klukkutíma að skafa klaka og snjó af bílnum og ….kannski hætti ég bara núna áður en ég fer að ýkja meira…. Kalifornía á sunnudaginn, muna það………
Kári fór til Jótlands í dag, lagði af stað alla vega. Gunni fór með honum á Hovedbanegården, þeir náðu síðustu lest áður en lestirnar hættu að ganga vegna óveðurs (þannig að Gunni þurfti að labba heim, en það er annað mál). Kári byrjaði svo á að bíða í 3 tíma á Hovedbanegården, orðið kalt á tásunum og á kinnunum. Þau komust loksins í lest, eru enn á leiðinni, en síðustu fréttir herma að lestin komist ekki alla leið til Hjørring vegna klaka á teinunum. Litla skinnið. Eða þannig. Reyndar er hann orðinn stór strákur síðan síðast. Miðvikudaginn 11.janúar kl 17:02 varð hann 15 ára. Á miðvikudagskvöldum lyftir hann lóðum og hleypur eftir fjöðrum í Brøndby, afmælisdagar engin undantekning. Til að geta dekrað soldið við hann tókum við okkur öll frí seinni partinn og borðuðum kökur. Á laugardaginn borðuðum við svo afmælismatinn hans, kínverskur matseðill, namminamm.

Gerði tilraun til að taka mynd af grýlukertunum á götulýsingunni sem við sjáum út úm gluggann okkar, tókst víst ekkert sérstakelega, en það er nú samt það sem er á myndinni.

Grýlukerti

mánudagur 9. janúar, 2006

badminton, kransakökur og þess háttar

Filed under: blabla — Bera @ 23:21

Í gær var ég með Ívari Í badmintonkeppni, og haldið ekki bara að hann hafi unnið, já bara í 1. sæti, algjört bust. Þar með hefur hann færst upp í flokk C, hann var rosa glaður.
Kári komst heim og höldnu úr æfingabúðunum, hafði ekki gubbað eftur þrekprófið, og var bara í þokkalegu ásigkomulagi.
Í dag datt hurðin af ísskápnum okkar og frystiskápnum líka. Sérfræðingar telja að hann hafi verið opnaður milli 50000 og 100000 sinnum. Það var hægt að festa þær á aftur, núna opnast þær bara í hina áttina. Þannig að nú heldur hann ábyggilega í 100 þúsund opnanir í viðbót, hugsanlega þarf að endurnýja gaffa-teipið, sem við notuðum til að líma hillurnar í aftur í millitíðinni.
Hér að neðan eru svo örfáar myndir úr jólafríinu. Sérstaklega vil ég vekja athygli á kransakökunni sem ég bakaði fyrir áramótin, þessari útgáfu mæli ég sérstaklega með, þ.e. flötum kransakökum, þær eru miklu-miklu betri.

nú er ár þangað til þeir verða aftur allir samtímis í sparifötum

Jólagjafirnar

Keilir

Kransakaka ársins

Frændsystkinin

Kári og pabbi

föstudagur 6. janúar, 2006

Aftur heima, og meiraðsegja kominn föstudagur

Filed under: blabla — Bera @ 20:26

Á mánudaginn komum við svo aftur til Köben, við heppin að alvara lífsins byrjaði ekki fyrr en á þriðjudegi. Er ekki dáltið harkalegt at byrja nýtt vinnu ár á mánudegi? Alla vega var einn kollegi minn, sem er búinn að vinna í fyrirtækinu í 21 ár, sem sagði upp strax á þriðjudaginn.

En mitt ár hefur nú bara byrjað mjög vel, líka í vinnunni. Reyndar hafa strákarnir verið verulega lengi að sofna á kvöldin og það er verulega erfitt að vekja þá á morgnana. Ég fer stundum til tímabelta sem liggja svona 8-9 tíma frá Danmörku og mér finnst það ekkert mál. En þessi klukkutíma tímamunur frá Íslandi gefur okkur þvílíkt jetlag að það tekur viku að jafna sig. Kannski náum við okkur um helgina. Greyið Kári fór í þrælabúðir til Jótlands í dag, verður fram á sunnudag. Ég hef aldrei upplifað þetta áður, en í gærkvöldi var hann bara hreinlega ekkert spenntur fyrir að fara af stað. En þegar Dansk Badminton Forbund kallar segir maður víst ekki að maður nenni ekki.

Það er líka fínt að vera byrjuð aftur í vinnunni. Allt komið á fullt, ég búin að kveikja í labbinu (ja, ok bara smá reykur) og eftir margra mánaða undirbúning lítur út fyrir að séu að koma einhverjar niðurstöður í nýju verkefnunum mínum. Ég fór svo snemma í jóafrí að ég náði ekki að fá jólagjöfuna frá OFS. Fékk hana í vikunni, fullt af súkkulaði, sem ábyggilega er voða lekkert að fá rétt fyrir jólin, en einhvern vegin ekki svo spennandi núna. Sem betur fer voru líka nokkrar vínflöskur, Gunni var að opna eina þeirra, pizzan er að verða tilbúin, þannig að ég kveð í bili.

Powered by WordPress