Bera

laugardagur 25. febrúar, 2006

allt bara fínt að frétta

Filed under: blabla — Bera @ 0:07

Bara kominn föstudagur aftur… Alt fínt að frétta. Ekki gaman að troða mat í Kára, Hugsa nú stundum um að ég ætti ekki að borða of mikið sjálf og hef aldrei lent í því að hafa ekki undan að borða, en verð að segja að troða mat í aðra er frekar erfitt og litið vinsælt verkefni.
Svo eru nú þessar múhameðs teikningar, þetta er nú komið fram úr því að vera súrrealistískt, þannig að við hjónin erum nú farin að ræða söguleg áhrif og orsakir yfir pizzunni. Það hefur ýmsa kosti að vera hálf þjóðlaus (eins og maður verður eftir að hafa búið næstum 20 ár utan föðurlandsins, úff “næstum” get ég hætt að nota í haust). Þægilegt oft að geta bara hugsað; skrítnir þessir danir, ekki myndu íslendingar gera svona. og öfugt. Franskt vinafólk okkar, sem býr í Kbh, var i heimsókn nýlega. Hann er með svart hár og brún augu og lendir í því öðru hvoru að danir spyrja hann hvort hann sé nú örugglega frakki, og ef hann er það, eru þá ekki foreldrar hans frá Alsír eða eitthvað. Og er hann nú alveg viss um að að sé ekki tilfellið?
Jæja, kannski að ég hætti bara að æsa mig yfir þessu að fari að horfa á science fiction mynd með Arnold (schwarzenegger) með Gunna, Kára og Ívari.

þriðjudagur 14. febrúar, 2006

ekki bara mál vikunnar

Filed under: blabla — Bera @ 22:24

ja það var nú aldeilis ekki búið að ræða málið til þrota, það var varla byrjað þegar ég skrifaði síðast. Ekki sýndu nú danir diplómatísku hliðina, en varla hægt að segja það um sum viðbrögðin heldur. En hvað er betra fyrir samkenndina en sameiginlegur óvinur, tala nú ekki um þegar það er lítið land langt í burtu. Sem slær ekki aftur. Hægt að losna við ýmsar frústrasjónir svoleiðis.

Jæja, en allt friðsælt hér svosem. Gunni og strákarnir eru í vetrarfríi, ég er frekar góð við sjálfa mig og læt vekjarann hringja hálf átta. Á samt í mestu erfiðleikum með að komast á fætur. Ívar hefur eytt mestum hluta frísins í KBK, hann er með algjöra badminton dellu. Kári er líka mikið þar, ekkert nýtt í því. Þjálfaranum hans finnst hann ekki borða nóg, það finnst mér líka. Núna á hann þess vegna að koma heim á milli þá daga sem hann þjálfar tvisvar á dag. Það er fínt, þá erum við oftar heima öll um kvöldmatarleitið.
Og Agli finnst voða gaman í fríi, hann er stöðugt að leika sér, alltaf með eitthvað í höndunum. Svo er hann að lesa Harry Potter 4. Maður veit þegar hann er að lesa, þá heyrist ekkert í honum nema öðru hverju þegar hann skelihlær.
Gunni er að klippa og setja saman vídeó, kannski kemmst ég einhvrn tíma svo langt að setja eitthvað á heimasíðuna?
Og sjálf er ég sem sagt ekki í fríi. Frekar mikið að gerast í vinnunni, ég á fullu í að þróa eitthvað sem við getum vonandi selt eftir mörg ár, frekar langt síðan við höfum verið svo framsýn. Svo framleiðum við alveg á fullu, og það finnst manni nú gaman eftir nokkur ár með tapi og fjöldauppsögnum.

Var víst aldrei búin að setja mynd af Kára þegar hann varð 15 um daginn.

Kári 15 ára

fimmtudagur 2. febrúar, 2006

Mál vikunnar

Filed under: blabla — Bera @ 20:28

Tók mig nokkra daga að jafna mig eftir ameríku ferðina. Hjálpaði ekki að ég hafði gert eitt af þessum ferðaplönum sem líta mun betur út á pappír heldur en í alvörunni; aðfaranótt föstudags flaug ég frá vesturströndinni til austurstrandarinnar, fór á fund og flaug svo heim aðfaranótt laugardags.
Hér er ekki hægt að kveikja á útvarpi, sjónvarpi eða lesa blað án þess að sé verið að ræða teikningar af Múhameð. Nema náttl þegar er handbolti. Ansi flókið mál (sér í lagi það fyrra), og eiginlega væri sangjarnast að mótmælin og boycottin kæmu bara niður á jótum, þetta var nú þeirra blað sem fékk þessa undarlegu þörf fyrir að breyta tjáningarfrelsi í tjáningarskyldu. (kannski væri það annars ekkert svo sanngjarnt heldur). En alla vega er búið að ræða málið til þrota að mínu mati, svo er það handboltinn og mér finnst kvennahandbolti mun skemmtilegri en karlahandbolti, sem er allt of ruddalegur. En ég hef nú fylgst aðeins með núna, þar sem staðan er ansi spennandi fyrir bæði Danmörku og Ísland. Ég heyri í Gunna inní stofu fyrir framan sjónvarðið, hann segir ææ og ææææ, þannig að kannski er þetta ekkert spennandi lengur. Kannski ég kíki.
………….
Gunni er hættur að horfa, 21-20 fyrir Noreg.

Powered by WordPress