Bera

mánudagur 27. mars, 2006

tilraun

Filed under: blabla — Bera @ 20:22

Hér er smá klip sem ég tók af Agli með webcaminu sem ég gaf Gunna í afmælisgjöf:

Klikkið til að sjá/heyra Egil spila

-þarf víst að athuga aðeins með hljóðgæðin….

sunnudagur 26. mars, 2006

Sumartími

Filed under: blabla — Bera @ 18:38

Hef ég ekki bara skrifað frekar lítið um strákana upp á síðkastið? En svona líta þeir út klukkan 2 á laugardegi í mars 2006:
strákarnir síðhærðu
Fyrir viðkvæmar sálir vil ég taka fram að það er búið að panta tíma í klippingu fyrir Egil og Ívar. Á morgun.
Annars er bara allt fínt að frétta. Gunni átti afmæli um daginn. Stundum drekkum við kaffi á svölunum á afmælinu hans, en ekki í ár. Eitthvað ímynduðum við okkur samt að það væri vor í lofti þegar við vorum í hjólatúr og haldið ekki bara að hafi verið komin borð fyrir utan franska kaffihúsið við vötnin. Ekki langaði okkur þó að fá okkur sæti, það voru heldur engir aðrir sem gerðu. Og við gleymdum alveg þessu með vorið þegar við hjóluðum gegnum leðjuna í Fælledparken á leiðinni heim. En þetta var fínn dagur, vorum með smá boð í hádeginu. Sigrún, Siggi, Davíð komu og Sigrún og Ari líka (frá London). Svo borðuðum við svaka gott nautakjöt í kvöldmat (er ég nú ekki byrjuð að tala um mat aftur…). Og svo var voða gaman að fá pakka:
afmælisbarnið

Í dag byrjaði svo sumartíminn, þannig að við þurftum að vakna klukkan hálf sjö í gamla kerfinu til að komast að spila badminton holdkamp klukkan 9 (liðið hans Ívars, sem ég stýri). Við unnum. Kári var að spila síðasta leikin fyrir liðið sitt í dag. Það eru 6 í liðinu og spilaðir 9 badminton leikir í hverjum leik milli liða. Keppnin er yfir allan veturinn og spilað við 6 eða 8 lið. Þau hafa unnið alla leikina sína þannig að ef þau hafa unnið í dag hafa þau unnið keppnina í sinni seríu.
Egill er ekki í neinu liði, hann var að leika við tvo vini sína í dag og þegar ég spurði hvað þeir voru að gera sagði hann að þeir hefðu nú eiginlega bara verið að leika með bangsa. Litli strákurinn minn.
En fyrir utan klukkuna er fátt sem minnir á sumarið. Í dag var snjókoma, ekki eins mikið og á myndinni að neðan, sem er tekin út um eldhúsgluggann þann 3. mars, en Ívar hnoðaði marga snjóbolta á leiðinni heim í dag.
3. mars.

PS. /Kári og co unnu.

þriðjudagur 14. mars, 2006

heim í veturinn

Filed under: blabla — Bera @ 22:39

Náði að gera það mikilvægasta í Bandaríkjunum:

 • Borða nautakjöt (2svar)
 • Drekka Kalifornískt rauðvín (oft)
 • Borða túnfisk (einu sinni, á frábærum veitingastað með útsýni út á Kyrrahafið. Duke’s á Huntington Beach, ef þið skylduð eiga leið þar um)
 • Borða egg og beikon í morgunmat (hefur fallið talsvert í gengi, en ágætt þegar maður er nýkominn. Pönnukökur í morgunmat er hreinlega dottið út af listanum)
 • Borða ostaköku (2svar)

  Svo var ég á svona milljón fundum og fyrirlestrum. Svörtu jakkafötin voru með, bara svo þið haldið ekki að þetta sé eitthvað voða nice allt saman.

  Í gær sagði besta vinkona mín í vinnunni upp. Hún ætlar að fara að vinna í blómabúð og til að hugga mig er hún búin að lofa að gefa mér fullt af blómum, en fyrir utan það er ég öskureið við hana.

 • þriðjudagur 7. mars, 2006

  Business

  Filed under: blabla — Bera @ 3:20

  Er komin til Anaheim, ætli þetta sé ekki svona í fjórða skipti. Skil ekki ennþá hvað er svona vinsælt við LA og Orange County. Nema einna helst að eftir klukkutíma keyrslu er maður kominn í Bláfjöll:
  <Ég á skíðum<Ég og kollegar

  fimmtudagur 2. mars, 2006

  mánaðarmót

  Filed under: blabla — Bera @ 19:25

  Einhvern vegin eru mánaðarmót að verða frekar erfiður tími í vinnunni minni. Tími uppsagna. Og það sem er nýtt fyrir okkur er að nú er það starfsfólkið sem er að segja upp, ok kannski skárra en gamla sagan þar sem starfsfólkinu er sagt upp. Okkur hefur nú verið boðið upp á ýmislegt seinustu árin en samt hefur eiginlega enginn sagt upp. En þessa mánuðina hefur átt að fjölga starfsólki, en við höfum ekki undan að ráða í þær stöður sem losna. Og lenti sem sagt illilega á mér þessi mánaðarmótin. Hundleiðinlegt. Á laugardaginn fer ég ég á ráðstefnu til Kaliforníu, passar mér prýðilega að komast aðeins burtu frá skrifstofunni.
  Bæði ég og Gunni höfum verið að leysa af feður í barnseignafríi þessar vikurnar, þ.a. það er nóg að gera. Kári er að fara í keppnisferð til Jótlands í fyrramálið. Ívar er líka að fara í keppni á laugardagninn, en hún er nú bara í okkar eigin klúbb.

  Powered by WordPress