Bera

föstudagur 21. apríl, 2006

Sparifötin

Filed under: blabla — Bera @ 18:33

Jæja, þá er Kári farinn á galafest. Svona lítur hann út:

Vonandi verður gaman. Þetta er þannig að stelpurnar eru sóttar af strákum. Þið ykkar sem fylgist með amerískum unglingakúltúr eruð ábyggilega farin að hugsa um vandræðin sem börnin eiga í áður en þau fara á “prom” og ´stelpurnar stressaðar yfir hvaða “deit” þær ná sér í (eða ef þið fylgjist betur með Harry Potter, tilsvarandi vandræði fyrir jólaballið). En svona er þetta náttl ekki hér. Það er dregið um hver á að sækja hverja . Og af því það eru fleiri stelpur en strákar á Kári að sækja 2 stelpur! Hann fór af stað í leigubíl, vonandi verður gaman og hann man að halda hurðum opnum fyrir stelpurnar og allt þetta sem mamma hans er búin að segja honum (og honum fannst ýmist vera fyndið eða fáránlegt).

Ívar er farinn í fyrstu keppnisferðina sína án foreldra. Í morgun lagði hann af stað til Grindsted á Jótlandi. Þar er hann að fara í ekkert minna en DMU (Danske Individuelle Mesterskaber for Ungdomsspillere). Held ég hafi sagt frá því þegar hann vann keppni í janúar og varð C spilari. Hann brilleraði alveg í C, fór í tvær keppnir, sem hann vann báðar í tvíliðaleik og kommst í undanúrslit í annarri í einliðaleik. Þar með er hann orðinn B spilari, og þá fer þetta nú að verða soldið erfitt. En hann er búin að hlakka mikið til að fara í ferðina, með vinunum frá klúbbnum og spilurum frá fleiri klúbbum frá Kaupmannahöfn.
DMU er að sjálfsögðu allt annað en DM (Danmarks individuelle mesterskaber for elitespillere), en það eru sem sagt bara elite spilarar sem mega fara í hana. Kári var þar í síðasta mánuði. Hann komst í fjórðungsúrslit, sem voru vonbrigði af því hann ætlaði að vinna. Hann hefur átt í smá erfiðleikum með suma spilarana sem voru höfðinu hærri en hann í byrjun keppnistímabilsins, en hann stendur sig mjög vel.

En í pizzunni í dag erum þarmeð bara ég, Gunni og Egill. Ívar er búinn að hringja 3svar meðan ég hef verið að skrifa þetta. Hann var búinn að tapa fyrsta leiknum sínum, var soldið leiður yfir því. En annars hefur hann það bara fínt, hringdi bara svona til að segja hvað hann hefði fengið að borða og svona.

laugardagur 15. apríl, 2006

Páskafrí

Filed under: blabla — Bera @ 22:29

Erum búin að vera í páskfríi í viku, voða gott. Hefum tekið því með ró að mestu, nema kannski Kári sem fór í æfingabúðir á mánudaginn. Hann kom heim í gær, beint í frændsystkina boðið:
Flóvenzin, fjölskyldur þeirra og Gunnarssynirnir
Þau bíða öll prúð eftur að verði sagt “gjörið svo vel” (föstudagur, -pizza að sjálfsögðu):
Pizzur á föstudaginn langa

Frábært að fá þau í heimsókn. Rúmlega helmingur barnabarna tengdó saman komin, bara samkeppnisfært við páskaboðið á Kópavogsbraut?

laugardagur 8. apríl, 2006

Vor

Filed under: blabla — Bera @ 15:36

Jæja, loksins. Í gær þegar ég kom heim úr vinnunni drukkum við kaffi á svölunum. Að vísu í flíspeysum og bara fyrsta bollann, en samt. Þar með er vorið komið. Reyndar er rigning í dag, og mikill mótvindur þegar við Kári hjóluðum í bæinn í morgun.Við keyptum á hann skó sem hann ætlar að vera í á galafest í skólanum. Eitthvað voða fínt. Við höfum 2 vikur til að verða okkur út um restina af klæðnaðinum. Reyndar á hann voða fína skyrtu og bindi líka, en þegar ég nefndi bindið sagði hann mér að maður hefði ALDREI bindi við galafest, heldur slaufu. Þetta er í fyrsta skipti sem hann fer í alvöru spariföt, hann er jú hvorki fermdur né hefur hann farið í praktík sem verðbréfasali.

Powered by WordPress