Bera

sunnudagur 28. maí, 2006

Lýsing af sumardegi

Filed under: blabla — Bera @ 19:05

Í gær var síðasti sumardagurinn í bili. Datt í hug að segja aðeins frá hvað borgarbörn eins og við gerum á svoleiðis degi, eiginlega segi ég ekkert svo mikið frá hvað við gerum á þessari síðu. Við foreldrarnir fórum með Ívar og Egil í Fælledparken, hlaðin boltum, hjólaskautum og teppi. Við hittum Joachim vin Egils og mömmu hans við innganginn og þau komu með okkur. Gunni og Ívar spiluðu fótbolta, Egill og Joachim spörkuðu eitthvað í bolta (Egill er ekki fótboltastrákur) og ég og mamma Joachims sátum á teppinu og töluðum um eldhúsinnréttingar. Svo fórum við öll yfir í Sansehaven (sem er leikvöllur í Fælledparken), hittum þar Emil undirbúa okkar og vin strákana. Hann var þar með litlu systur sinni pabba. Strákarnir klifruðu í trjám og við fullorðnu töluðum um m.a. húsið sem Emil er að fara að flytja í og allt vesenið með raka í kjallaranum og tryggingamál, í mínum eyrum dæmigert húseigendatal. Þannig að mér finnst fínt að búa í íbúð, sleppa við allt þetta vesen. Hafa bara svalir og Fælledparken rétt hjá, þar sem við hittum yfirleitt einhvern sem við þekkjum. Hvað um það, þegar þetta var að leysast upp og Emil og Joachim að fara, þá kom Kári og við hjóluðum yfir á Palles legeplads, sem er líka í Fælledparken. Þar fórum ég og Egill að rúlla, mikið gaman. Gunni, Ívar og Kári spiluðu fótbolta. Kári hefur ekki spilað fótbolta í mörg ár, en var svo ánægður með taktana sína að klukkutíma eftir að við komum heim var hann svo farinn út að spila fótbolta aftur við nokkra bekkjarfélaga. Hann rauk reyndar heim aðeins á undan okkur, svo þegar við komum var hann búinn að búa til te, leggja á borð ásamt ávaxtamuffin sem ég hafði búið til í hádeginu. Svo grilluðum við lambakjöt, namminamm. Borðuðum seint eins og yfirleytt á laugardögum. Horfðum á smá kosningasjónvarp frá Íslandi. Og svo kom rigning í dag.

föstudagur 19. maí, 2006

Enn einu sinni föstudagur…

Filed under: blabla — Bera @ 20:44

…pizzan ekki eins góð og venjulega, ég bjó hana nefnilega til (mínus degið, sem Gunni gerði í morgun). Strákarnir eru nú reyndar alltaf voða góðir og segja að pizzan mín sé rosa góð. En alla vega er fullorðins pizzan betri hjá Gunna. Gunni er á Hven með eðlisfræðikennurunum, þau eru að vona að geta leikið Tycho Brahe í kvöld/nótt, sem væri ábyggilega mun skemmtilegra ef það væri heiðskýrt (Hven er eyjan þar sem Tycho Brahe settu upp stjörnu athugunar stöð árið 1576. Ef það er eitthvað vitlaust við orðaskiptingu í þessari setningu, já eða svona almennt í því sem ég skrifa, þá ætla ég bara aðeins að nefna að ef maður t.d. hefur sviðapaða rýmd fyrir tungumál og ég, hefur doltið góð tök á dönsku, þá er maður mjög oft í vafa um hvenær á skrifa í einu orði, tveimur eða fleiri á öðrum tungumálum).
Hitti strákana í KBK eftir vinnu, þar var verið að spila úrslit í klubmesterskaberne. Kári varð tvöfaldur meistari, og Ívar fékk silvur medalíu. Þótt hann hafi unnið keppnir hefur hann hingað til bara unnið badminton föt og tösku og svoleiðis. Þetta var fyrsta medalían hans, voða gaman.
En annað markvert úr fjölskyldulífinu er án vafa að við erum komin með kabalsjónvarp, einar 30 stöðvar (eftir smá ritskoðun). Við erum ekkert svo mikið sjónvarpsfólk, en það hefur verið eindræg ósk um að fá þær stöðvar sem sýna badminton (ekki hægt að fá hana nema kaupa líka hinar 29). En af því okkur foreldrunum finnst Cartoon network svo hræðilegt höfum verið frekar treg. Undirbúar okkar hafa sýnt okkur mikinn skilning og tekið upp mest af badminton efninu fyrir Kára. Nú eru þau að flytja, strákarnir hafa fengið svo þróaðan smekk að þeim finnst líka Cartoon Network leiðinlegt (held ég), þannig að nú slógum við til.
Því miður gleymdum við samt að kveikja á sjónvarpinu í gær til að sjá Silvíu Nótt, hvernig er það, er þjóðarsorg? Ekki samt eins slæmt og með Gleðibankann samt, eða hvað?

sjónvarp

fimmtudagur 11. maí, 2006

Sumar

Filed under: blabla — Bera @ 20:25

Vorið var stutt, nú er komið sumar (alla vega i nokkra daga í viðbót). Frábær árstími, tréin að verða græn, blóm út um allt og ég byrjuð að hjóla í vinnuna. Við búin að setja blóm á svalirnar og drekka kaffi þar mörgum sinnum. Svo er löng helgi, á morgun er bænadagurinn mikli (þannig ekki trufla, hmmhmmm). Já erum við ekki heppin, en hins vegar voru sumardagurinn fyrsti og 1. mai ekki frídagar þannig að þetta er mjög sanngjarnt.
Annars bara allt í fína hér, í síðustu viku var Kári á lejrskóla á Bornholm og í praktik í þessari viku, í sportvöruverslun.

Powered by WordPress