Bera

föstudagur 30. júní, 2006

Kanada

Filed under: blabla — Bera @ 8:41

Þá er ráðstefnan mín búin, þar með líka fyrirlesturinn minn, sem gekk bara vel. Þar með er ég komin í sumarfrí, jibíí!!!!
Eftir að við tjekkuðum út fórum við með skíðalyftunni upp á Whistler Black Comb, þar tók Sigrún þessa mynd af okkur:

sunnudagur 18. júní, 2006

er hér ennþá

Filed under: blabla — Bera @ 20:08

Bara stutt tilkynning: Ég er hér ennþá, alls ekki hætt að blogga.
Er frekar upptekin þessa dagana, sjálf missi ég nú yfirleitt einbeitinguna þegar fólk byrjar samtöl á svona…. en einhvern veginn gerist allt á þessum árstíma. Helgin samt búin að vera fín, Sirrý (ég meina Sigríður) í heimsókn og svo vorum við hjá Susanne vinkonu í dag í rosa góðun mat. Fórum í göngutúr þarna í úthverfinu þeirra, þau eiga heima í Søllerød sem er alveg frábær staður á þessum árstíma.

laugardagur 3. júní, 2006

VCTA aftur

Filed under: blabla — Bera @ 18:49

…aftur, af því það var líka í fyrra. Hjá mér altsvo, hjá mörgum hefu það verið árlegur viðburður í mörg ár. En nú júní og þar með er VCTA , vi cycler til arbejde kampangen, lokið í ár. Hér er smá statistik:

Ég hjólaði 11 af 20 vinnudögum í mai. Alltaf ef ég var eikki að sækja einhvern eða fara eitthvað á leiðinni heim (eða ef ég hélt ég ætti að fara eitthvað. Eins og þegar ég kom viku of snemma að hitta Ottu á Herlev Kro. Ég gerði svo aðra tilraun á réttum degi og við heyrðum voða skemtilegt pep-talk um að konur geta allt og borðuðum góðan mat).

Það eru 14 km og 20 umferðarljós á leiðinni í vinnuna.

Það tekur 38 - 48 mínútur, allt eftir veðri og aðalega vindum. Ekki svo mikið lengur en að keyra eiginlega.

Allt í allt hjólaði ég 280 km, fyrir utan það sem ég hjóla hér inni í bæ. Ef eitthvert ykkar er að hugsa um að ég sé léleg í reikningi vil ég taka fram að það voru 2 hálfir hjóladagar.

Það var 2svar rigning, nokkrum sinnum stutterma-bols veður og nokkrum sinnum vettlinga veður.

Ég hjóla ennþða í vinnuna þótt ég skrifi það ekki lengur niður, en er þetta ekki bara að verða nóg um VCTA.

Powered by WordPress