Bera

mánudagur 31. júlí, 2006

Myndirnar hans Egils

Filed under: blabla — Bera @ 21:06

Þá eru strákarnir og Kári (bara að grínast Kári;-) allir komnir til Íslands, Ívar og Egill búnir að vera á viku og Kári síðan í gær. Kári var í æfingabúðum í síðustu viku þannig að við Gunni erum orðin þrælvön að vera ein heima. Fyrsta kvöldið náðum við að fara á kaffihús, út að borða og í bíó. Það er víst í fyrsta skipti í dag sem við höfum bara borðað í rólegheitum hérna í eldhúsinu og erum svo ekki að gera neitt sérstakt. Borðuðum í gær með Villu, Sigga, Gunnari og Ottu . Villa er alltaf þvílík orkubomba að ég þarf sólarhring í að melta samveruna. En það er bara af því ég er ekki í æfingu, einu sinni vorum við saman daglega þannig að ég veit það er líka mikið fjör.

Jæja, hvað um það. Áður en við fórum til Kanada hafði Egill lofað ömmu sinni að taka mynd af okkur öllum saman, af því hann er svo duglegur að taka myndir. Myndin er hér, þá seinni tók ég meðan Egill var að undrirbúa myndatökuna:

Svo þarf ég að koma á framfæri eftirlýsingu Egils, það er Dúlli, sjá mynd, sem týndist á Íslandi í byrjun janúar, hefur einhver fundið Dúlla? Vinsamlegast hafið samband við Egil, ég veit að þeir bræður ætla að slá saman í fundarlaun.
Veit einhver hvar Dúlli er?

föstudagur 14. júlí, 2006

Ferðasaga

Filed under: blabla — Bera @ 7:47

Frá Whistler keyrðum við til Vancouver. Stórkostleg borg, fallegt bæjarstæði með útsýni til hárra fjall toppa og Kyrrahafsins, vingjarnlegt fólk. Kannski við setjumst að þar einhvern daginn.
En það markverðasta í Vancouver var að sjálfsögðu afmæli Ívars. Það hefur oft verið haldið upp á það að heiman, en hvergi hafa heimamenn tekið jafn mikinn þátt í steminingunni, það voru blöðrur og Kanadískir fánar út um allan bæ. Kom í ljós að þjóðhátiðardagur Kanada er á þessum merkisdegi, 1. júlí. Við héldum upp á daginn með að borða amerískan morgunmat, horfa á undanúrslit í HM (England Þýskaland var það víst, var það ekki einn leikurinn?). Svo fórum við í bæinn, Gunni og litlu strákarnir gerðu misheppnaða tilraun til að fara á netkaffi og svo enduðum við í Stanley park, þar sem við fórum í sund og stungum tánum í Kyrrahafið. Kvöldmatinn keyptum við svo á Earls, Kanadískri keðju sem strákarnir tóku ástfóstri við í Whistler, og fórum með matinn heim á hótel að ósk afmælisbarnsins. Nokkrar myndir frá 1. júlí:
pakkarnirí og með afmælisgjafirnarÞjóðhðatíðardagur Kanadavið sundlauginaafmælismaturinnvinsæl iðja
Fyrstu dagana okkar í Kanda uppgvötvuðum við hin ljómandi góðu Kanadísku vín, næsta stopp var upphafststaður þeirra, Okanagan Valley. Við bjuggum við strönd við Skaha Lake, frábært að baða í ferskvatni, hér vorum við á ströndinni rétt fyrir sólsetur:
rr
Sigrún hefur hefur líka skrifað um Okanagan Valley og næstu daga (sjáið hér ). Strákarnir voru orðnir þreyttir á keyrslu (þrátt fyrir DVD spilarann í bílnum), þannig að við ákváðum að keyra til Washinton í staðinn fyrir að halda áfram til Klettafjallanna. Við Gunni ætlum að fara þangað seinna.
Tókum okkur nokkra daga í að keyra til Seattle, og það er frábær borg. Fórum t.d. á Pike PLace Market. Þar er m.a. mjög frægur fiskimarkaður, þar sem starfsfólkið hefur einsett sér að gera vinnuna sína svo skemmtilega að þau verði heimsfræg, sem hefur tekist. Um þetta hafa verið skrifaðar fjölmargar bækur, ég keypti eina þeirra, frekar væmin, en boðskaðurinn ágætur (svona eitthvað um að maður geti sjálfur valið viðhorf sitt til vinnu og annars. Bókina keypti ég í einni skemmtilegustu bókabúð sem ég hef komið í (Elliott Bay Book Company), við komum hlaðin út, m.a. keypti Egill sér svakalega flotta bók um sjóræningja.
Elliott Bay Book  Company

Á öllum hótelunum var náttúrulega sjónvarp og nóg af stöðvum að horfa á. Það kom okku frekar á óvart hvað HM í fótbolta fékk mikla athygli, og Ívar og Gunni ákváðu í upphafi ferðar að það ætti alla vega að horfa á úrslitin. Morgunin sem þau voru (áttu að vera kl 11 að staðartíma) var hins vegar bara grár skermur á öllum rásum, og starfsfólk hótelsins var alveg sama um HM úrslit, en fannst líklegt að sjónvarðið kæmist æi alg daginn eftir. Við af stað á Írskan pub og sáum leikin þar, miklu meiri stemning þar en á hótelherbergi. (fyrir okkur Kára var alveg nóg að upplifa sýnishorn af stemningunni, skruppum út að versla, sáum bara síðasta korterið af venjulégum leiktíma og svo allt sem á eftir kom).
Annað sem var jafn algengt og sjónvarp á hótelunum voru sundlaugar, þær voru mikið notaðar:

Allt í allt góð ferð um hluta Ameríku sem ég hef ekki komið til áður, en er einn sá besti. Síðasta kvöldið vildu strákarnir fara á Outback Steakhouse, alveg eins og síðasta kvöldið þegar við vorum í Bandaríkjunum fyrir 2 árum.
Outback

Þótt við vildum gjarnan setjast að í bæði Vancouver og Seattle, er nú samt ágætt að vera komin heim. Kaupamannahöfn er eins og hún tekur sig einna best út, í 20 - 25 stiga hita. Passlega lítil og passlega stór.

Powered by WordPress