Bera

miðvikudagur 23. ágúst, 2006

Er þetta ekki bara allt að komast í fastar skorður?

Filed under: blabla — Bera @ 21:47

Skólarnir komnir á fullt, Egill og Kári hafa meira segja báðir fengið heimavinnu, harkan í þessum kennurum. Egill átti að rekja ættir sínar eins langt aftur eins og hann gat. Við vorum náttl viss um að slá öll met þar sem Egill rak ættir sínar til Öndótts “Kráku” Erlingssonar sem fæddist um 870. En kennaranum fannst 4 blaðsíðna greinargerð einum of löng og að auki var annar í bekknum sem gat rakið ættir sínar til um 600, að vísu hafði hann ekki nennt að skrifa það allt en Egill trúir öllu sem við hann er sagt. Hann er ekkert svekktur reyndar, það er alltaf allt svo skemmtilegt hjá Agli. Það er bara mamman sem er eitthvað að spá í hvort þetta sé skref í falli veldi Íslendinga í Danmörku, Dagsbrún getur ekki einu sinni splæst í eitthvað lítið dagblað sem átti að gefa út hérna og ég sem hélt að það væri bara skiptimynntin þeirra sem færi í þetta. En áður en þessi óttablandna virðing Dana fyrir Íslendingum (frekar nýtilkomin) rennur alveg út í sandinn, náði ég í dag að vera tilnefnd sem leder fyrir, afsakið slettuna en ég þekki ekki alveg orðin fyrir annars vegar leader og hins vegar manager á íslensku, allt það skemmtilegasta sem er gert í fyrirtækinu, þ.e. verkefnin sem eiga að tryggja veltu í framtíðinni. Ég held ég sé með allt duglegasta fólk fyrirtælisins í grúppunni þ.a. þetta getur ekki annað en gengið vel.
Um helgina fórum við til Jótlands, þar sem Kári frændi minn bauð til veislu. Það var rooosalega gaman, góður matur og skemmtilegt fólk. Við tjölduðum í garðinum hjá honum og við höfum víst aldrei sofið í tjaldi í öðru eins þrumuveðri. Egill og Ívar steinsváfu og vissu ekki einu sinni að hefði ringt, en það fór ekki á milli mála hjá okkur foreldrum. Kári (sonur, ekki frændi) missti af öllu, hann var í Esbjerg að reyna að spila fyrstu keppni misserisins. Hann er hins vegar eitthvað eftir sig eftir misheppnað stökk af 10 m pallinum í sundlauginni (aðalega misheppnaða lendingu) þ.a. hann hefur eiginlega ekkert getað spilað síðustu vikuna.

Merkis viðburður vikunnar er þó að sjálfsögðu 9 ára afmæli Egils á föstudaginn.


mánudagur 14. ágúst, 2006

Unglingadagar

Filed under: blabla — Bera @ 22:20

Þá erum við búin að endurheimta alla strákana úr Íslandsdvölinni. Kári kom á föstudaginn, og var, eins og bræður hans, í skýjunum yfir ferðinni. Enda röð af skyldmennum búin að taka frábærlega á móti þeim.
Íris, Guðrún og Max voru hér um síðustu helgi og var mikið gaman hjá okkur, langt síðan við höfum hisst. Íris varð eftir þegar foreldrar hennar fóru, Davið kom svo á miðvikudaginn. Hér hefur verið spilað mikið borðtennis á borðstufuborðinu, spil, músik og fáránleika video af Bush spiluð á tölvuna. Mitt í allri sumarfrísstemningunni tókst okkur að koma Ívar og Agli í skólann í síðustu viku. Á laugardaginn fórum við svo öll í tívolí:
Í Tívolí
Unglingarnir

Á sunnudagsmorguninn fór svo hrærivélin af stað og við héldum upp á 20 ára afmæli Ívars og Egils:
Afmæli

Eftir sólríkasta og heitasta júlímánuð síðan mælingar hófust (sem sló þar með metið frá 1995, mánuðurinn sem Ívar fæddist) tók við ágúst mánuður sem varla mun slá águst metið, sem er frá 1997 (mánuðurinn sem Egill fæddist), það hefur ringt síðan um mánaðarmót. Héldum samt áfram að drekka kaffið á svölunum, en erum komin inn núna.
Rigning

Powered by WordPress