Bera

laugardagur 9. september, 2006

Síðsumardagar

Filed under: blabla — Bera @ 16:54

Eftir heitasta júlímánuð síðan mælingar hófust byrjaði að rigna, og rigna og rigna. Það stytti eitthvað lítilsháttar upp í lok ágúst, en þá vorum við eiginlega farin að vona að það myndi bara rigna áfram, og þar með slá rigningarmet sögunnar. Það náðist þó ekki, og ágúst var í 3ja sæti yfir rigningamestu mánuðina. Metið er frá 1889, silvurverðlaunin eru frá 1963. Að vísu var rigningin í Kaupannahöfn jafn mikil og metmánuðinn frá 1889, eða 166 mm (landsmeðaltal er notað við meta-reikningana).
Nú er svo aftur komið þokkalegt veður.
Annars er bara allt fínt í fréttum, mamma og pabbi eru í bænum, fengu fræðimannsíbúðina í september. Ég fór með Kára til Malmö í gær, skildi hann eftir og þar verður hann í einhverju badminton dæmi fram á þriðjudag. Vinnan hjá mér ekki alveg auðveld þessa dagana, mikið nýtt að læra og svo ætlast fólk til að ég hafi skoðun á öllu mögulegu.
Þarf að leggja frá mér tölvuna áður en ég sofna, þ.a. bless í bili.

Powered by WordPress