Bera

fimmtudagur 12. október, 2006

samband við umheiminn

Filed under: blabla — Bera @ 21:53

Fyrir 11 árum síðan fengum við fyrstu nettenginguna okkar hérna á heimilinu. Svona módem, muniði, 14kbit/s. Sambandið slittnaði á nokkurra sekúntna fresti og við gáfumst fljótt upp á þeirri áskrift. Svona einu eða tveimur árum seinna byrjuðum við svo aftur, og gott ef ekki módemið sem við vorum með þá var orðið tvöfalt hraðara. Smátt og smátt náðu þau svo víst hátt í hámarks bandbreidd símalínu, sem er 64 kbit/s. 1999 fengum við svo ISDN módem, sem var algjör lúksus, tvöfalt hraðari, og að auki gat maður verið bæði á netinu og talað í símann í einu. Fyrir nokkrum árum síðan, svona ca þremur, fengum við svo ADSL tengingu. Sú fyrsta var 512 kbit/s (hægari uppload samt). ADSL hraðinn var kominn upp í 2048 kbit/s, sem hann var ennþá fyrir viku. Rosalega hægt náttl þ.a. fyrir nokkrum mánuðum pöntuðum við okkur 5 sinnum hraðari tengingu, 10.000 kbit/s, sem svo loksins var tengt í síðustu viku. Með í kaupunum var símaáskrift og sluppum við þar með -loksins, lengi hefur okkur langað- við öll viðskipti okkar við TDC (sem einu sinni hét TeleDanmark). Allt er þetta á reikning vinnunnar minnar þ.a. þetta virðist bara allt hið besta mál. Allra best væri náttúrulega ef þetta virkað allt saman, sem það gerir ekki: 1. Síminn okkar virkaði ekki fyrstu dagana (er næstum kominn í lag núna). 2. Okkur hefur ekki ennþá tekist að koma þráðlausa netinu okkar í samband við umheiminn og þar með getum við bara haft EINA tölvu á netinu í einu. Frekar lítið fyrir 5 manna fjölskyldu, um leið og maður stendur upp til að gera eitthvað smá er alltaf einhver kominn og farinn að spila eða MSNa eða hvað sem þeir eru alltaf að gera.
VIð erum svaka klár eins og þið vitið og hljótum að geta fundið út úr þessu en við höfum eitt og annað sem líka þarf að ná að gera, vinna og allt þetta praktíska og 3 strákar taka sinn tíma og ég var í englandi og svona. Ok, okkur hefur dottið í hug að biðja einhvern að redda þessu fyrir okkur, t.d. er pabbi eins vinar Egils með eigið fyrirtæki sem heitir PC ambulancen og ef þið hafið góð ráð megið þið alveg segja til. En hvað um það þetta kemst fljótlega í lag, hér sjáið þið graf yfir hraðann á nettenginguni okkar sem fall af tíma:

Svona graf sýnir klárlega að ég er í réttum bransa, vöksturinn er hraðari en veldislega í augnablikinu. Sem minnir mig á eitt, ef þið skilduð ekki vera búin að lesa nýjasta eintakið af FiberWire, vil ég benda ykkur á greinina “Meet a scientist” í nýjustu útgáfunni: Meet a scientist

sunnudagur 1. október, 2006

Fínn september

Filed under: blabla — Bera @ 22:09

Frábær september, yfir 20 stiga hiti dag eftir dag. Þetta er ekki bara eitthvað sem ég ímynda mér, september var heitasti setpember mánuður síðan mælingar hófust, árið 1874. Þannið að ég hjóla ennþá í vinnuna flesta daga og kaffið er ennþá drukkið á svölunum, sjá neðar mynd frá því í dag, 1. október.

Annars hefur verið badmintonhelgin mikla. Ég, ásamt annari mömmu, vorum búnar að skipuleggja badminton keppni þessa helgi í KBK (klúbbur strákanna), það voru 74 börn með í keppninni sem var spiluð frá 9- 21 í gær og 10 - 14 í dag. Þau komu víðsvegar að , bæði Sjálandi og Fjóni. Börnin voru hin prúðustu og vingjarnlegustu og það sama má segja um flesta foreldrana.
En því yngri sem börnin í keppnumum eru, því fleiri foreldrar koma með. Við erum svo heppin í klúbbnum að hafa sálfræðing meðal sjálfboðaliðanna. Þegar við höldum keppnir fyrir yngstu árgangana höfum við hana með til að passa sálarheill foreldrana.
Kári var í Árósum að spila, Ívar spilaði upp í Herlev (Gunni var með honum og hegðaði sér víst bara vel), Egill var með Gunna og Ívari með Jumbó bókina sína, sem hann leit ekki upp úr hversu spennandi sem leikir Ívars urðu.

kaffi 1. október

Powered by WordPress