Bera

þriðjudagur 21. nóvember, 2006

afmæli með meiru

Filed under: blabla — Bera @ 23:26

Ég er hrærð, lesendur bara farnir að sakna mín…. Ég verð nú að leggja smá rækt við kúnnana, gjöriðisvovel:
Síðan síðast:
Egill og Ívar báðir búnir að vera veikir, ekki báðir í einu náttl, fyrst Egill með háann hita og hausverk svo Ívar sem kryddaði með gubbupest eins og oft þegar hann verður veikur (þ.e. 7-9-13 hann verður ekki svo oft veikur, en þegar það gerist fer maginn á honum yfirleitt á hvolf). Við Gunni erum að mestu vaxinn upp úr næturvökum með veik, gubbandi börn, þ.a. þegar það gerist erum við hálf aum líka og náum engu öðru en vinnu-innkaup-þvottur-matargerð og alt það. Svei mér ef Kári var ekki bara líka í survival mode.
Jæja, nóg um eymd, ég átti afmæli um daginn og það var bara svo gaman. Kökur, góður matur og góðar gjafir, ástarþakkir fyrir mig:-) Strákarnir dekruðu við mig, það var frábært veður og Egill lærði að spila happy birthday í píanótíma dagsins.
Góða nótt.

föstudagur 3. nóvember, 2006

Hitamet og kuldi

Filed under: blabla — Bera @ 19:52

Nú er markmið mitt sem bloggara alls ekki að hafa marga lesendur, bara örfáa trygga og glaða. Þess vegna get ég alveg leift mér að skrifa bara voða sjaldan ef þannig stendur á.

Í oktober var enn eitt verður metið slegið, heitasti október frá upphafi mælinga, meðalhiti 12.2 oC. 1. nóvember byrjaði svo að snjóa og hefur verið kalt síðan.

En allt annars er allt bara voða gaman hjá okkur, ekki minnst þegar við náum að vera heima öll samtímis. Kári var í sveit í síðustu viku, alvöru sveit þar sem hann hreinsaði svínastíur og mjólkað beljur og ég veit ekki hvað. Ekki sérlega gaman fyrir borgarbarnið, en það eru nú alltaf öðru hverju að koma frá honum smá fróðleiksmolar um lífið í sveitinni, þ.a. eitthvað hefur hann upplifað. Nú er hann svo farin til Jótlands að spila, Ívar er líka að fara að spila á morgun ég að fara til Kanada/USA á sunnudaginn, þ.a. allt gengur sinn vanagang.

Powered by WordPress