Bera

fimmtudagur 21. desember, 2006

Jólafrí

Filed under: blabla — Bera @ 23:57

Jæja, þá erum við öll, loksins, loksins, komin í jólafrí. Ja, nema Gunni, bara næstum.
Veit ekki alveg hvað hefur komið mér í gegnum seinusta dagana, hef algjörlega verið búin með andlega brennsluefnið. T.d. sleppti ég mér í dag, skapgóða manneskjan (eða er það ekki annars), eitthvað um að fólk geti ekki ætlast til at ég fara að hugsa um eitthvað ákveðið bara af því það sendir mér meil um það, ég ráði sjálf hvað ég hugsi um og í hvaða röð. En undir kvöld tókst mér og einum kollega að koma af stað fyrstu pöntuninni af nýju pródúkti frá nýju grúppunni minni. Sem ég hefði náttl haldið upp á með pompi og pragt nema hvað ég (og flestir hinna) voru að fara í jólafrí.
Eitt af því sem fólk tekur eftir í vinnunni minni er af það bila ljósleiðaratengingar, sér í lagi neðansjáfar. Sambandsleysi íslands við umheiminn síðustu daga hefur verið eitt af aðalumræðuefnunum (sem getur reyndar ekki verið algjört, Gunni er kominn í jólaskap og er að hlusta á gufuna). Ekki minnst möguleikinn á nýrri tengingu, fólk sér (ennþá og þrátt fyrir allt) íslands fyrir sér sem land sem veður í peningum og getur allt. Þetta með að séu bara 2 tengingar, cantat og farice, passar ekki inn í myndina.
Jæja, ég er komin í jóafrí, kannski ég hætti að hugsa um ljósleiðara.

mánudagur 4. desember, 2006

Desember helgi og enn eitt hitametið

Filed under: blabla — Bera @ 23:06

Fín helgi. Róleg, t.d. ekker badminton (sem okkur fullorðnu var blandað í annað en að sækja Kára í þjálfun í Gentofte í gær). Fórum meðal annars út að borða á laugardaginn, ég, Gunni og Kári, meðan Egill og Ívar gistu hjá Emil. Fórum á frábæran stað, Umami, sem er með fusion milli japanskrar og franskrar matarlistar. Með mjög góðri útkomu. Annað sem er hálfgerð fusion er haustið og jólin. Alla vega eru laufin ekki fallin af birkitrénu í garðinum en jólasjósin eru komin upp. Óhætt að segja (og margsagt) að haustið hafi verið milt. Þó nóvember hafi byrjaði með snjókomu og látum, var samt slegið enn eitt hitametið, heitasti nóvember frá því mælingar hófust, árið 1874. Líka síðan mælingar hófust í Kaupmannahöfn, árið 1768. Meðalhitin har 8.1 oC. Þetta er fjórða hitametið síðan í sumar og það þriðja í röð. Kannski eruð þið orðin leið á þessum veður lýsingum mínum, en ég er ekkert búin að fá leið á milda veðrinu. Samt að komast í jólaskap;Við bjuggum til jólaskreytingar og settum upp skraut í síðustu viku. Sér í lagi fórum við Kári algjörum hamförum.
Strákarnir hennar Tótu frænku komu hingað í pössun á föstudaginn, voða gaman:
strákar

Powered by WordPress