Bera

föstudagur 16. febrúar, 2007

Vor eða vetur

Filed under: blabla — Bera @ 19:46

Haustið var mjög milt, og í janúar var komið vor, sjá myndina að neðan sem var tekin í garðinum okkar þann 13. janúar.
Veturinn er kominn í millitíðinni og í þessari viku höfum við verið í vetrarfríi. Bara svona á rólegu nótunum. Egill fór að vísu í badmintonskóla i 3 daga og fannst bara gaman. Kári fór til Þýskalands á miðvikudaginn að heimsækja danskan vin sem býr þar. í dag fór hann með honum í skólann, gaman verður að heyra hvað honum hefur fundist um það. Okkur skilst að þau séu byrjuð að læra að diffra.

Powered by WordPress