Bera

sunnudagur 18. mars, 2007

Vetur

Filed under: blabla — Bera @ 22:39

Jæja mamma og pabbi, svona hefur veðrið verið í millitíðinni, en eitthvað verður víst hlýrra þegar þið komið

Eftir nokkra rólega daga nýlega, t.d. vorum við hjónin ein heima i ca. sólarhring um síðustu helgi, er allt komið á hraðferð aftur.
Gunni er í Sviss og hörkuvinna að halda fjölskyldunni gangandi svona ein. Enn ein badmintonhelgin, við vorum að halda keppni í klúbbnum og gekk bara vel. Ívar var með í henni og stóð sig bara vel, ekki síst miðað við að þetta var fyrir einu númeri betri börn en hann, hann var bara með af því það var á heimavelli. Egill, sem líka spilar badminton, en hefur nú alltaf gengist frekar upp í að vera alveg sama um þetta allt, var sem oftar með í höllinni í gær. Hann er farinn að hafa smá áhuga, horfði t.d. í fyrsta skipti á leik hjá Ívari, í staðinn fyrir að liggja út í horni og lesa bók eins og hann er vanur. Hann er sjálfur farinn að spila smá í keppnum og finnst mjög gaman. Og það er jafn gaman að fylgjast með þeim öllum, Kára sem hefur spilað með þeim bestu síðan hann var 11 ára, verið í landsliðinuog prufað flest, Ívar sem er ca. í miðjunni, og Agli sem er spilar með byrjendum.
Annars hefur helgin einkennst af að allt mögulegt er að bila. Byrjaði á föstudaginn, ég var á leiðinni að sækja Egil til vinar hans og hann hringdi til að spurja hvort ég væri ekki að koma. Fjölskyldan búin að borða og hann hafði bara horft á af því ég var búin að segja að hann ætti að borða heima, og ég sem hélt ég væri svo tímalega í þessu. Fljótlega eftir ég kom heim fóru strákarnir allir að tala um að þeir væru svo svangir og hvort við færum ekki bráðum að borða. Þeir eru oft svangir svo sem, en yfirleitt ekki allir í einu, það væri allt of auðvelt. Jæja en þegar við vorum búin að borða var ég að hugsa um hvað við værum snemma í þessu öllu en kommst þá að því að klukkan mín var farin að ganga allt of hægt og ég var búin að vera allt of sein að öllu. Kannski er rafhlaðan bara búin, þótt það gerist ótrúlega sjaldan er það samt kannski ekki efni í blogg, nema hvað þetta var bara byrjunin. Ígær byrjaði nettengingin okkar að hegða sér illa, dettur alltaf öðru hvoru út, ísskáðurinn hélt áfram að brotna (sem hann byrjaði á einhvern tíma í fyrra). Í dag lak uppþvottavélin, ég var að sækja Kára í þjálfun í Gentofte en Ívar og Egill náðu í öll handklæði heimilisins og björguðu þessu, en ég veit ekki hvort þeir eru tilbúnir að taka þetta að sér í hvert skipti sem við þvoum upp. AÐ auki myndi það setja þvottavélina í yfirvinnu (mikið að gera hjá henni fyrir) þ.a. hún myndi eflaust bila. En að lokum bilaði svo myndavélin mín. Síðasta myndin sem ég tók með henni er hér að neðan og ég vil hér með nota takifærið til að þakka öllum sem voru með í að gera þáttöku Kára í Íslandsmótinu svona skemmtilega, hér er íslandsmeistarinn:

Laugardagskvöld í Rosenvængets Alle:

Annað markvert að frétta, já þegar ég blogga svona sjaldan get ég náttl fundið eitthvað markverðara að segja frá en bilaðri rafhlöðu, er að nú er búið að veita leyfi fyrir svölunum, loksins loksins. Það lítur út fyrir að við getum notið sumarkvöldanna á svölunum í ár, alla vega seinni part sumars. þá er bara að sjá hvort okkur tekst að fá eldhúsinu breytt í tæka tíð eða hvort við þurfum að klifra yfir eldhúsborðið til að fara út á svalir.

Powered by WordPress