Bera

þriðjudagur 3. apríl, 2007

Kalifornía og páskafrí

Filed under: blabla — Bera @ 22:59

Ferðin til Kaliforníu gekk ágætlega (og þó, kannski var ferðin þangað einna sísti parturinn. Fluginu seinkaði frá Kbh, við misstum af tengifluginu, vorum bókuð í annað flug sem seinkaði marg oft. Eftir 22 tíma ferðalag, kl. 2 um nóttina, komst ég loks á hótelið og var þá sagt að því miður væri búið að leigja herbergið mitt út. Hmm… var send á annað hótel langt í burtu og þurfti að vakna esktra snemma næsta morgun til að skipta aftur um hótel áður en ráðstefnan byrjaði klukkan 9). En svona fyrir utan það , það var frábært útsýni í fluginu, hér yfir Grænlandi:

Ráðstefnan er bún að vera ótal sinnum í nágranni Disneyland í Anaheim við Los Angeles. Þótt bærinn sé lítið spennandi, virtust kostirnir samt vera ýmsir vitandi að þetta var síðasta skipti í Anaheim, alla vega í mörg ár. Veit hvar góðu veitingastaðirnir eru og svona. Og þótt ráðstefnan sé stór (ca 13000) og bærinn ekki sérlega stór, setur hún engan svip á bæinn, á hótelunum sér maður aðalega berfætt fólk á náttfötunum sem er að fara í Disneyland eða eins og hefur gerst nokkrum sinnum, líka í ár “national meeting of cheer leaders”, ansi líflegt og skrautlegt!

En það besta við þennan part Californíu eru samt frábærar strendur. Ráðstefnan er því miður ekki haldin á ströndinni, en borðuðum einu sinni á Laguna Beach og svo morgunmat síðasta daginn á Huntington Beach. Náði meira segja að vaða smá í ísköldu Kyrrahafinu.

Kom heim beint í frábært veður og páskafrí. Indtil videre mest í rólegheitum.

Powered by WordPress