Bera

sunnudagur 20. maí, 2007

eldhúsleysi og japan

Filed under: blabla — Bera @ 21:23

Við leggjum mikið á okkur til að fá svalir. T.d. að vera án eldhúss í 5 vikur (ef allt fer eftir planinu góða). Fimm manna fjölskylda í fimm vikur, það eru 35 máltíðir eða 175, hvað heita svona einingar, diskar? sem þarf að framreiða á óhefðbundinn hátt. þetta gengur þokkalega, við grillum stundum á svölunum, erum með eina hellu hér inni í borðstofu (svo við getum alla vega lagað kaffi, mjög mikilvægt). Núna um helgina vorum við með eldhús nágranna okkar í láni, svo er fullt af ágætis take-away í nágreninnu, t.d. hefur grænmetissalinn okkar búið til fyrir okkur súpu, indverska karrysutra er ágætt, innan 50 m radíus eru ótal staðir.
eldhús í borðstofunni

Ég var í japan um daginn og það var voða gaman. Bæði voru fundirnir óvenju markvissir og svo höfðu japönsku samstarfsmennirnir skipulagt alt alveg svakalega vel. Fórum á fund með þeim í Osaka. Fórum með shinkansen, hraðlest sem fór þessa 500 km á rétt rúmlega 2 tímum. Eftir fundinn fórum við til Nara, sem var fyrsta höfuðborg Japan. Á hótelinu í Nara leigðum við okkur hjól og vorum komin út að túristast rúmelga 7 um morgunin og náðum að sjá heilmikið áður en við tókum lestina áfram kl 11.
Todaiji í Nara
Það var engin Shinkansen, heldur löturhæg sveitalest sem keyrði um fjallahéruð og um hrísgrjónaakra. Rosa flott, og með japana með í för fengum við alltaf frábæran mat og smökkuðum lókal réttina (á myndinni reyndar bara sjabu-sjabu).
Hrísgrjónaakrar

Síðan síðast er ég svo búin að fara í 25 ára stúdentsafmæli, það var rosa gaman. Var haldið á Grillinu, á síðasta vetrardag, allt saman alveg magnað. Hér erum ég, Villa og Gunnar á tröppunum hjá mömmu og pabba á leið í E-bakkjar partý:

Powered by WordPress