Bera

föstudagur 29. júní, 2007

loksins almennilegur föstudagur

Filed under: blabla — Bera @ 22:06

Á þriðjudaginn lauk grunnskólagöngu Kára. Bekkurinn ásamt fjölskyldum hittist og borðuðum mat sem einhverjir duglegir foreldrar voru búnir að útbúa. Kennarinn hans flutti frumsamda sögu og ljóð um bekkinn, annar kennari sýndi myndir frá ferðinni hræðilegu þegar þau voru í viku á sveitabæjum á Jótlandi. Formlegi hlutinn, ræða skólastjóra og einkunnaafhending var svo í salnum, og að lokum bauð skólinn upp á vínglas, ekki næstum allir nemendurner fengu sér.
Skólagangann hefur verið frekar afslöppuð síðasta árið, eða alla vega hálfa árið, meira segja Kára þykir nóg um og hlakkar til að fara í menntaskóla.

Annað markvert er að eldhúsið okkar er tilbúið, fyrir utan einhver smáatriði. hvílíkur léttir. Á miðvikudaginn borðuðum við þar í fyrsta skipti, vorum meira segja öll til staðar, frekar sjaldgæft síðasta mánuðinn:

Um síðustu helgi var Skt Hans, vorum í frábæru boði í sumarbústað hjá Siggu F og Lars. Eitthvað hefur verið hálf stressað hjá okkur upp á síðkastið, og það var frábært að vera í sveitasælunni frá morgni til kvölds.

Í dag var svo síðasti skóladagur hjá Ívari og Agli, við vöknum svo (vonandi) fyrir kl 5 í fyrramálið til að fylgja Agli fyrsta spottann á leið til Póllands, lands sem ekkert okkar hinna hefur komið til.

mánudagur 11. júní, 2007

sumar

Filed under: blabla — Bera @ 22:38

Heldur betur komið sumar. Strákarnir eiga erfitt með að sofna á kvöldin fyrir hita. Svona er stundum í ágúst, en hef aldrei upplifað þetta hér áður í júní.

Það er að komin í okkur smá þreyta yfir eldhúsleisinu, ekkert alvarlegt samt. Þetta er sjötta vikan án eldhúss. Okkur er engin vorkun svosem, nokkrar helgar höfum við fengið lánað eldhús nágranna okkar sem hafa verið í kolonihavehúsinu sínu, höfum verið í mat víða, þannig að þetta hefur verið voða sósíal mánuður, fínt að taka svoleiðis tarnir. En samt. Íbúiðin bara svo miklu minni, allt á öðrum endanum. Helmingurinn af eldhúsinnréttingunni er inni í svefnherbergi, hinn helmingurinn inn í stofu. Gamla eldavélin er inni í forstofu, uppþvottavélinn inni á baði (ótengd því miður), sem er líka þvottahúsið okkar, og geymslustaður fyrir málningafötur. Skrifstofan er full af kössum með dóti úr eldhúsinu. Og eldhúsið er inni í borðstofu.
En í dag var byrjað að setja eldhúsinnréttinguna upp, Gunni málaði í síðustu viku og það er búið að leggja nýtt gólf, þannig að nú er ekki lengur ryk út um allt og farið að sjást fyrir endann á þessu (nema hvað fyrirtækið sem býr til borðplotuna er i verkfalli og við getum ekki látið tengja uppþvottavél, vask og gas fyrr en það er komið).

Annars bara allt á fullu. Kári í prófum, Egill fyrjaður í rolle spil (hlutverkaleikur?), ásamt nokkrum strákum úr bekknum og þeir fara í Østre anlæg á mánudögum og eru í 3 tíma. Gunni er í Odense, þar sem hann er prófdómari, fer til Árósa í næstu viku og vikunni þar á eftir til Fredrikshavn, sem er alveg fáránlega langt í burtu, ég vissi bara ekki Danmörk væri svona stór. Ívar minn var lasinn í dag, en held hann komist í skólann á morgun. Hjá mér er allt á fullu í vinnunni, allt mögulegt á að klárast fyrir sumarfrí. En það er voða gaman, við (grúppan mín í vinnunni) fórum út að borða á föstudaginn og skemmtum okkur rosa vel.


leikhús í byggingusvalagróður

PS/ ef þið getið ekki sofnað fyrir hita eða eitthvað, og eruð í vandræðum með hvað þið eigið að nota bandbreiddina ykkar í, kíkið á þess bók, t.d. bls. 92. Optiske horisonter

sunnudagur 3. júní, 2007

að líða að lokum grunnskólagöngu

Filed under: blabla — Bera @ 22:33

Í gær fékk Kári að vita í hvaða menntaskóla hann fer, og hann fékk uppfylta ósk sína um að komast i Gammel Hellerup. Heyrði í útvarpinu í fyrradag að púsluspilið hafi gengið frekar vel í ár og næstum allir komist annaðhvort það sem var valið sem nr. 1 eða 2 (og Kári hafði sett vinsælasta menntaskóla landsins nr.2), en það var samt mikil gleði að fá fréttirnar. Hann er byrjaður í prófum, búinn með 3 skrifleg, sem eru haldin áður en kennslu líkur. Eitt þeirra var landafræði, sem er krossapróf og átti í fyrsta skipti að halda on-line. Mjög sniðugt, einkunnin kemur víst bara um leið og maður er búin með prófið. En þegar þau mættu í prófið var þeim sagt að því miður væri ekkert próf í dag, smá tæknilegir örðugleikar með tölvukerfið, yrði haldið upp á gamla mátann í staðinn 2 vikum seinna. Mörgum fannst þetta hálfgerð synd fyrir börnin, nema helst menntamálaráðherranum, sem hefur mikinn skylning á svona örðugleikum. Það er síðasti kennsludagur hjá Kára á morgun, og það eru miklar hefðir í kringum það, svona með að kasta karamellum til yngri bekkjanna og fleira. Svo taka munnlegu prófin við.

Powered by WordPress