Bera

laugardagur 7. júlí, 2007

25 ára afmæli, rafmagnsleysi og ferðalög

Filed under: blabla — Bera @ 22:27

Við höfum verið svakalega glöð að hafa eldhús og vera laus við iðnaðarmennina þó þeir væru sem voru svo sem ágætir. Frekar svekkjandi þegar rafmagnið fór, vorum rafmmagnslaus í sólarhring þangað til við fengum rafvirkja til að laga, svo bilaði það aftur 5 sinnum, við fengum fleiri rafvirkja í heimsókn, nú hefur allt verið i lagi í nokkra daga.
Við erum ansi háð rafmagni kom í ljós. Rafmagnið fór þegar ég var að baka afmælisköku fyrir Ívar og Snorra. Kökuna kláriði ég að baka hjá nágrönnum okkar. Við erum með IP síma, sem virkar ekki í rafmagnsleysi, við eigum engar símaskrár og komumst ekki á netið til að finna símanúmer rafvirkjans. Allir kertastjakar heimilisins voru teknir í notkun, því hér dimmir á kvöldin. Ég hafði verið að lesa blöðin í rúminu um morgunin, rúmið mitt gengur fyrir rafmagni og til að komast hjá því að sofa sitjandi þurfti ég að draga dýnuna út á gólf.
En það var nú aldeilis gaman hjá okkur samt um helgina. Snorri og Skúli komu í heimsókn, og við gátum þar með haldið upp á afmælisdag þeirra frænda saman, Það var gert í Tívolí í boði mömmu. Rosalega gaman.
að morgni afmælisdags
Þeir feðgar voru hér í nokkra daga:
Í Fælledparken með flugvélina sem Snorri fékk í afmælisgjöf

Þó okkur finnist allt hér vera flatt eins og pönnukaka búum við greinilega frekar hátt, alla vega höfum við sloppið við að fara siglandi um eins og fólk hefur víða þurft að gera hér á Sjálandi í rigningum síðustu daga. Roskildefestival er á floti, hér er einn þreyttur þátttakandi kominn á þurrt:

Á föstudaginn kom Egill heim úr vikuferð til Póllands með klúbbnum sínum. Þar var “rosaleg gaman”, eins og við var að búast hjá Agli.

Powered by WordPress