Bera

föstudagur 26. október, 2007

enn einu sinni allt á fullu

Filed under: blabla — Bera @ 23:20

vorum í frábæru fríi í síðustu viku. Haustrí í skólanum, ég og Gunni fórum til Dublin í nokkra daga, meðan Sigrún passaði hus og hjem. Við vorum náttúrulega ekkert að gera þetta neitt of auðvelt fyrir hana og sögðum henni fullt af bulli og vitleysu um hvað hún ætti að gera (sjá t.d. hér ), gekk samt bara vel hjá henni. Svo vorum við bara heima með strákunum restina af vikunni.
Bara vika síðan, en er ekki bráðum að koma jólafrí?

Gunni kennir frekar mikið þessa dagana og ég vinn ansi mikið þessa dagana. mikið um að vera í vinnunni. Er að fara í tour de US í næstu viku að breiða út boðskapinn um nýtt líf með nýjustu ljósleiðurunum frá okkur (fylgist með Reuters).

Jæja, þarf að fara í háttinn, þarf að vakna snemma til að fylgjast með “Life Scores” frá Istanbul, fylgist með velli 5 í fyrramálið! Ísland-Hvíta Rússland

fimmtudagur 11. október, 2007

svalir

Filed under: blabla — Bera @ 22:08

á þriðjudaginn fengum við svalir:


Powered by WordPress