Bera

föstudagur 14. mars, 2008

Páskafrí -júbíí

Filed under: blabla — Bera @ 23:17

ég er komin í páskfrí, hei hó og jibí jei og jibíííí jei.
Ég, Ívar og Egill erum komin í páskafrí. Gunni kennir í næstu viku, Kári er á Íslandi, vonandi man hann að hann fór ekki í páskafrí fyrir viku síðan (eru ekki skóla bækurnar ábyggilega komnar upp úr töskunni?). Hann hefur haft nóg að gera við að verða íslandsmeistari og svona, ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum, þá eru hér myndir frá TBR síðunni:
Einliðaleikur:
Einliðaleikur
tvíliðaleikur:
Tvíliðaleikur
Tvenndarleikur:
Tvenndarleikur
og þrefaldir íslandsmeistarar:
Þrefaldir Íslandsmeistarar

Ég er búin að vera frekar mikið að vinna, reyna að ljúka hinu og þessu svo ég geti farið eð einbeita mér að nýju stöðunni minni; nú er ég (loksins, og nú líka formlega) orðin deildarstjóri. Besta deildin, besta og skemmtilegasta starfsfólkið og skemmtilegustu verkefnin.
Nóg um það, nú er páskafrí, við ætlum bara að taka því rólega, eða svona alla vega bara venjulegt aktivitets nívó. Ívar fer í 2 keppnir, Egill sem hefur í svo mörgu að snúast dags daglega ætlar ekki neitt, kannski bara að spila á nýja píanóið og svona.
ég held ég verði nú ekki með neinn æsing, hlakka til að sofa lengi.

mánudagur 3. mars, 2008

Vetrarfrí með meiru

Filed under: blabla — Bera @ 22:55

Við vorum í vetrarfríi um daginn, aðalega strákarnir samt, ég bara í einn dag. Daginn sem ég var í fríi fórum við í sund, Ívar að stökkva af 5 m pallinum, við hin erum ekki svona köld. Við förum ekki svo oft í sund hérna í DK, nema Gunni sem fer til að synda. Enda þvílíkt, maður er í biðröð til að komast í sturtu, til að komast í heitapottinn, hér er heiti potturinn bara nafn, ekki lýsing, því potturinn vara bara volgur. Oný (er oný ekki ábyggilega með y-sloni, heyrðu, mitt orð, ég hlýt að ákveða það) honum voru 22 manns, hann var ca. 4 m^2. Sundlaugin sjálf er samt frekar skemmtileg, maður syndir í hring, einn hringur er 100 m. Og svo eru náttl stökkpallarnir góðir fyrir þá sem þora svoleiðis.
Í síðustu viku var ég svo í San Diegoá ráðstefnu, fínn staður, myndirnar eru teknar af og við ráðstefnu centrið.

Taskan mín var lengur á leiðinni en ég, og ég er með ágætis tryggingu. Á öllum ferðalögunum hef ég bara einu sinni áður getað notað hana, þá hafði ég 15 mínútur til að kaupa mér föt áður en ég fór á fund, keypti mér eitthvað sem ég notaði aldrei aftur og henti svo loksins nýlega. Í þetta skipti kom ég á laugardagskvöldi, og fór ekki á fyrsta fundinn fyrr en seinni partinn á sunnudaginn. Bara frekar gaman, ég hélt fyrst að ég mundi aldrei ná að nota alla upphæðina og var þess vegna soldið grand í byrjun. Ég var ekki með annað en tannbursta og handáburð í handfarangrinum, var hálf sjúskuð eftir ferðalagið og byrjaði á snyrtivörurum. Hitti t.d. á snyrti-listamann (held ég þýðingin sé) frá bobbi brown, sem málaði á mér augun og ég sagði -þetta er fínt, ég ætla að fá allt sem þú notaðir-. Þegar ég var komin soldið í gang var ég eiginlega farin að hafa smá áhyggjur, hvað ef ég fengi ekkert töskuna áður en ég færi heim, ég rétt náði að kaupa mér föt til tveggja daga. Kallmenn sem eru í sömu jakkafötunum ALLTAF geta kannski gert þetta, en ég er nú alin upp af henni móður minni, þannig að það er nú öllu flóknara fyrir mig að pakka business fötum fyrir 5 daga. En þetta bjargaðist nú allt.

Powered by WordPress