Bera

miðvikudagur 26. nóvember, 2008

frístundir strákanna

Filed under: blabla — Bera @ 19:59

Ég átti afmæli um daginn, mikið fínn dagur með miklu dekri, góðum mat og góðum gjöfum. Strákarnir gáfu mér sing star, svona heima kareoki fyrir playstation. Plús að maður fær stig eftir því hvað maður syngur vel og rétt. Ég fékk ABBA lög með afmælisgjöfinni. Hver fjölskyldumeðlimur fékk svo að velja tvö lög í viðbót sem við keyptum á netinu. Í gær var fyrsta sing star keppni fjölskyldunnar. Ívar vann örugglega, en ég er samt líka rosa góð.
Svo bara kominn mánudagur og allir hafa nóg að gera. Ívar æfir badminton á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og fótbolta á fimmtudögum. Þangað til núna nýlega var hann líka í fótbolta á þriðjudögum en sú æfing var flutt yfir á einhvern badmintondaginn þegar þeir hættu að spila á grasi. Ívar er með fótbolta dellu og spilar mikið fífa (fótboltaspil) og horfir á fótbolta á netinu. Egill æfir badminton á þriðjudögum, á fimmtudögum fer hann í píanótíma í tónlistarskólanum og gítartíma í ungdómsskólanum. Svo er hann í hljómsveit með nokkrum strákum úr bekknum og þeir fá að æfa í skólanum á mánudögum og föstudögum eftir skóla. Kári æfir badminton nokkrum sinnum í viku og eitthvað körfu líka held ég.

sunnudagur 9. nóvember, 2008

úti og innidagur

Filed under: blabla — Bera @ 19:58

Leiðinlegt veður í dag. Egill og Gunni hringdu á bjöllur með söfnunarbauka fyrir dansk flygtningehjælp. Ég fór í ræktina,Kári í þjálfun en annars hefur verið innidagur, rok og rigning. Í gær var fábært veður, 12 stiga hiti og ekkert rok. Það er engin sól (eða eitthvað stutt) á eldhússvölunem okkar góðu á þessum árstíma. Samt drukkum við Gunni kaffið þar. Við vorum reyndar með teppi en samt ágætt í nóvember.
Var í Cork á Írlandi á tveggja daga fundi, kom heim á föstudagskvöldið. Þar ringdi mikið og leigubílstjórinn sem keyrði mig frá flugvellinum sagði að það ringdi hér um bil alltaf, eiginlega væri alltaf sama veður, þó væri rigningin ögn hlýrri á sumrin. Þetta var fundur í EU verkefni sem við tökum þátt í, og það er sko hugsað almennilega um mann. Ég var ofsalega important því þegar ég kom út úr flugstöðinni stóð bílstjórinn umræddi með spjald með nafninu mínu (að vísu hafði hann búist við tveimur karlmönnum, Mr Bera og Mr Palsdottir). Í Kastrup fannst mér soldið skrítið að sjá auglýsingu frá Glitni. Ég var að hugsa um að setja límband fyrir framan glitnis nafnið, með “nýi”, ég hefði t.d. getað fengið lánað límband hjá öllum þeim sem selja gjaldeyri í Kastrup og voru búnir að setja límband yfir íslensku krónuna á töflunum með genginu. Það er stórfurðulegt að fylgjast með þessu úr fjarlægð, öllu þessu sem er að gerast og ekki gerast í íslandi. tómarúm í meira en mánuð. Mótmælið þið ekki öll á laugardögum?

Powered by WordPress