Bera

laugardagur 13. desember, 2008

desemberverkin

Filed under: blabla — Bera @ 15:26

við höldum áfram með hin hefðbundnu desemberverk. Í gær var julefrokost í vinnunni hjá bæði mér og Gunna. Strákarnir vor með gaurakvöld, keyptu pizzu og horfðu á einhverja mynd úr safni Kára.
KM, Københavnsmesterskaberne í badminton, eru líka í desember. Það er mikil stemning, spiluð á þrem dögum og í þremur klúbbum; “indledende kampe” voru um síðustu helgi, undanúrslit á mánudaginn og úrslit á miðvikudaginn. Klúbbarnir gangast mikið upp í þessu (líka keppni milli þeirra) og það eru þjálfarar með sem leiðbeinendur í hér um bil öllum leikjunum. Sérstaklega úrslitakvöldið er mjög skemmtilegt með fánum og lúðrablásurum við verðlauna afhendinguna. Kári og Ívar voru báðir með. Ívar spilaði mjög vel en lenti á móti mjög sterkum spilurum í fyrstu leikjum. Kári hafði ekki náð að æfa neitt rosalega vel í nokkrar vikur fyrir, bæði hálsbólga og meiðsl í öxl voru eitthvað að trufla hann. Hans leikir voru því frekar erfiðir, hann var algjörlega búinn í kroppnum eftur fyrstu leikina og líka eftir undanúrslitin. Hann varð í þriðja sæti í einliðaleik og vann svo ásamt makkernum sínum honum Mark í tvíliðaleik:
meistarar Kári og Mark

Í kvöld eru það svo strákarnir sem eru ekki heima, Ívar og Egill eru hjá Emil, gamla nágranna okkar, Kári í julefrokost í KBK.

föstudagur 5. desember, 2008

desember

Filed under: blabla — Bera @ 23:14

desember er svoooo huggulegur (sér í lagi á föstudagskvöldi eftir pizzu og rauðvínsglas (og glas af jólabjór frá Kongens bryghus) og öll óleystu verkefnin úr vinnunni komin í dvala). Gull- og silfur kerti á borðum, dagatalakertin, jólaljósin komin á svalirnar, jólaskrautið komið upp. Egill spilar á jólatónleikum vikulega, í síðustu viku í tónlistaskóla Kaupmanahafnar, í næstu viku hér i Austurbrúardeildinni og rétt fyrir jól á kirkju hér á “brúnni”. Á sunnudaginn förum við svo í æbleskiver til Susanne, sem er líka eitt það jólalegasta sem er hægt að gera og borða (alla vega svona fyrir jól, gæs er það jólalegast af öllu, það er svo jólalegt að það borðar maður bara á jólunum). Og svo öll jólalögin, úff úff
jólalag (klikka hér)
En þetta hlýtur að vera síðan áður en við öll fæddumst, eins vog við vitum (klikka hér), eða alla vega hefur sá “ungi” ekki lesið helsta litteratúrinn um klæðaburð, sjá hér.

Powered by WordPress