Bera

sunnudagur 28. maí, 2006

Lýsing af sumardegi

Filed under: blabla — Bera @ 19:05

Í gær var síðasti sumardagurinn í bili. Datt í hug að segja aðeins frá hvað borgarbörn eins og við gerum á svoleiðis degi, eiginlega segi ég ekkert svo mikið frá hvað við gerum á þessari síðu. Við foreldrarnir fórum með Ívar og Egil í Fælledparken, hlaðin boltum, hjólaskautum og teppi. Við hittum Joachim vin Egils og mömmu hans við innganginn og þau komu með okkur. Gunni og Ívar spiluðu fótbolta, Egill og Joachim spörkuðu eitthvað í bolta (Egill er ekki fótboltastrákur) og ég og mamma Joachims sátum á teppinu og töluðum um eldhúsinnréttingar. Svo fórum við öll yfir í Sansehaven (sem er leikvöllur í Fælledparken), hittum þar Emil undirbúa okkar og vin strákana. Hann var þar með litlu systur sinni pabba. Strákarnir klifruðu í trjám og við fullorðnu töluðum um m.a. húsið sem Emil er að fara að flytja í og allt vesenið með raka í kjallaranum og tryggingamál, í mínum eyrum dæmigert húseigendatal. Þannig að mér finnst fínt að búa í íbúð, sleppa við allt þetta vesen. Hafa bara svalir og Fælledparken rétt hjá, þar sem við hittum yfirleitt einhvern sem við þekkjum. Hvað um það, þegar þetta var að leysast upp og Emil og Joachim að fara, þá kom Kári og við hjóluðum yfir á Palles legeplads, sem er líka í Fælledparken. Þar fórum ég og Egill að rúlla, mikið gaman. Gunni, Ívar og Kári spiluðu fótbolta. Kári hefur ekki spilað fótbolta í mörg ár, en var svo ánægður með taktana sína að klukkutíma eftir að við komum heim var hann svo farinn út að spila fótbolta aftur við nokkra bekkjarfélaga. Hann rauk reyndar heim aðeins á undan okkur, svo þegar við komum var hann búinn að búa til te, leggja á borð ásamt ávaxtamuffin sem ég hafði búið til í hádeginu. Svo grilluðum við lambakjöt, namminamm. Borðuðum seint eins og yfirleytt á laugardögum. Horfðum á smá kosningasjónvarp frá Íslandi. Og svo kom rigning í dag.

1 Comment »

  1. Síðasti sumardagurinn í bili? Hvað þýðir það?
    Hjómar annars sem afar huggulegur dagur.

    Comment by Sigrún — sunnudagur 28. maí, 2006 @ 19:40

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Leave a comment

Powered by WordPress