Bera

föstudagur 3. nóvember, 2006

Hitamet og kuldi

Filed under: blabla — Bera @ 19:52

Nú er markmið mitt sem bloggara alls ekki að hafa marga lesendur, bara örfáa trygga og glaða. Þess vegna get ég alveg leift mér að skrifa bara voða sjaldan ef þannig stendur á.

Í oktober var enn eitt verður metið slegið, heitasti október frá upphafi mælinga, meðalhiti 12.2 oC. 1. nóvember byrjaði svo að snjóa og hefur verið kalt síðan.

En allt annars er allt bara voða gaman hjá okkur, ekki minnst þegar við náum að vera heima öll samtímis. Kári var í sveit í síðustu viku, alvöru sveit þar sem hann hreinsaði svínastíur og mjólkað beljur og ég veit ekki hvað. Ekki sérlega gaman fyrir borgarbarnið, en það eru nú alltaf öðru hverju að koma frá honum smá fróðleiksmolar um lífið í sveitinni, þ.a. eitthvað hefur hann upplifað. Nú er hann svo farin til Jótlands að spila, Ívar er líka að fara að spila á morgun ég að fara til Kanada/USA á sunnudaginn, þ.a. allt gengur sinn vanagang.

2 Comments »

  1. Sammála að vilja ekki hafa marga lesendur, heldur örfáa trygga. En nú er mig farið að langa í annan pistil hjá þér, þó að þér fyrirgefist auðvitað að skrifa sjaldan. Aftur til hamingju með afmælið um daginn.
    Afar tryggur lesandi,
    Sigrún systir.

    Comment by Sigrún — mánudagur 20. nóvember, 2006 @ 23:52

  2. Heyr heyr, tek undir með síðasta kommenti. Einhverjar fréttir hljóta að vera af ykkur :D

    Comment by Tóta í Århus — þriðjudagur 21. nóvember, 2006 @ 20:53

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Leave a comment

Powered by WordPress