Bera

laugardagur 1. september, 2007

ágúst með öllu tilheyrandi

Filed under: blabla — Bera @ 19:23

bara kominn september, skólarnir löngu byrjaðir og nóg að gera hjá öllum. Gunni að kenna nýja kúrsa eftir nýjum reglum, Egill byrjaður í matreiðslu sem er uppáhaldsfagið hans núna. Egill orðinn stór strákur, hættur á skóladagheimili og kominn í klúbb og með síma. Rollespil, píanótímarnir, badminton, alt byrjað, en reyndar hefur honum ekki tekist ennþá að muna að fara í badminton.
Egill er kominn á millistigið í skólanum, eins og Ívar. Við það fækkar aðeins foreldrafundunum, mjög vel þegið. Við förum á flesta foreldrafundi, passa að missa ekki af neinu, en danir geta rætt ALLT í svo miklum smáatriðum og haft háfleyg orð um hversdagslega hluti. T.d. núna síðast þegar var verið að tala um í Egils bekk að sumir reyndu að sleppa við að fara i sturtu eftir leikfimi og orð eins og “social ansvarlighed”, “visionært” og ég veit ikke hvað voru notuð.
Allt bara fínt hjá Ívari, skóli, klúbbur og badminton. Á fimmtudaginn var afmæli skólans, þá er borðað í skólagaðinum og nemendur eru með skemmtiaðtriði og selja kökur og bjór og svona (nei reyndar eru það mest foreldrar sem eru í barnum). Bekkurinn hans Ívars sló algjörlega í gegn með draugahúsið sitt. Við, og fjöldi fólks, stóð í röð í klukkutíma til að komast að (Ívar er búin að lofa okkur backstage VIP aðgangi næsta ár). Besta draugahús sem sögur fara af.
Kári er orðinn menntaskólastrákur. Það er heldur betur stökkbreyting frá grunnskólanum þar sem hann hafði enga heimavinnu og var búinn klukkan 13:30 þegar hann var lengi. Núna kemur hann heim kl16 3 daga í viku, og ekki nóg með það heldur eru þau með heimavinnu.

Hér er svo afmælisbarn mánaðarins (eitt af tveimur) :

Egill náði ekki að fæðast á afmælisdegi ömmu sinnar, en fékk sinn eigin dag daginn eftir. Þar með náði Gunni tveim stórafmælum í ágúst, hjá tengdamömmu þann 17. og svo beint heim í 10 ára afmæli Egils daginn eftir. Myndin er nú ekki tekin á afmælinu heldur fyrr í sumar, í Íslandsferðinni frábæru:

Aldurinn stoppar ekki þau hjónin, tengdaforeldra mína, í að taka upp nýja siði. Þau eru farin að taka þátt í mótmælum af mikilli innlifun, lítið eftir þeim næst þegar þið farið í mótmælagöngu (er svoleiðis ennþá til?):
.

Ágúst hefur boðiupp á ýmislegt meira, t.d. Rolling Stones tónleika, heimsókn frá Japan, og svo eru liðin 20 ár síðan við fluttum til Kaupmannahafnar. Hér má sjá hvernið Danmerkurdvölin hefur farið með okkur:

og þeir sem hafa bæst í hópinn:

PS/ Það eru nokkrar fleiri myndir úr Íslandsferðinni hér: sumarfrí (best að klikka á “view” og velja slideshow)

4 Comments »

 1. Bloggið færði okkur gleðilega kvöldstund.
  Okkur finnst danmerkurdvölin hafa farið um ykkur mildum höndum - enda vart við örðu að búast.
  Kveðja, pabbi og mamma

  Comment by svandis skuladottir — sunnudagur 2. september, 2007 @ 2:19

 2. Takk fyrir pistilinn og myndirnar, bæði hér á síðunni og í sumarfríinu.
  Kveðja, Sigrún

  Comment by Sigrún — sunnudagur 9. september, 2007 @ 15:06

 3. Gaman að lesa góðan pistil, þið hjónin eldist vel, vonandi fer tíminn svona með alla 3ja stráka foreldra :) Við erum hress og kát að vera flutt heim, MJÖG ólíkt danmörku. Hérna segir aldrei neinn neitt á foreldrafundum og hlutunum er rumpað af í hvelli, en hinsvegar er massa heimavinna hjá 6-7 ára börnum, 20 mín á dag og meira um helgar. Endurspeglar yfirvinnugleði Íslendinga held ég, mér finnst ósiður að þurfa endalaust að vinna þegar maður er komin heim til sín.

  Ég er í skólanum í meistaranámi á braut sem heitir Mál og læsi, mjög spennandi. Gummi er að vinna fyrir danina og situr í kjallaranum og framleiðir einkaleyfi, milli þess sem hann hittir kúnnana úti í löndum. Strákarnir eru hressir og kátir, Guðni talar reyndar ennþá dönsku en segist ætla læra íslensku, seinna !

  Bið að heilsa, T

  Comment by Tóta frænka á Íslandi — föstudagur 14. september, 2007 @ 11:18

 4. hæ Tóta, takk og gaman að heyra í þér. Bestu kveðjur til ykkar allra :-)
  Bera

  Comment by Bera — laugardagur 15. september, 2007 @ 18:24

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Leave a comment

Powered by WordPress