Bera

sunnudagur 8. júní, 2008

sumar

Filed under: blabla — Bera @ 22:05

Hér er búið að vera alveg hreint frábært veður síðustu vikurnar. Við erum stundum bara alveg að leka niður. Í gær sagði Ívar líka að það yrði gott að komast til Íslands, í vonda veðrið.
Maj var sólríkasti mánaður síðan mælingar hófust. Svalirnar í eldhúsinu eru eitt mest notaða herbergi í búðinni, meiri háttar viðbót.

En það þarf ekki svona gott veður til, svalirnar eru mikið notaðar, hérna t.d. mynd frá því í mars:

Annars er nú pínku pons lang síðan ég hef bloggað, hér er smá summary:
Kári kom heim með bikarana sína:

Svo voru páskar með góðu veðri og góðum mat:

og páskaeggjum frá ömmu Dísu sem Kári kom með:

Ég og Gunni földum páskaegginn og strákarnir áttu svo að finna þau (hefð frá Köopavogsbraut). Það síðasta fannst nýlega og bjargaðist naumlega frá að bráðna í sumarhitanum.
Ég og Ívar fórum ásamt mörgum öðrum KBK-ingum tilVejens á Jótlandi þar sem Ívar spilaði Danske Mesterskaber for Ungdom þar sem hann vann gull í tvíliðaleik með Victor:

Svo höfum við notið góða veðursins, hér við Stævns Klint:

Og Egill fór í klippingu í gær:

Kári er í prófum þessa dagana. Fer í stúdentspróf í líffræði á miðvikudaginn. Ívar spilar mikinn fótbolta, er oft úti í skólagarðinum á kvöldin með félögum sínum. Egill er sami rólindispilturinn. Spilar mikið á píanó þessa daganna. Hann sðilað í Tvíolí um síðustu helgi, var undirleikari fyrir 7 blokkflautuspilara. Því miður á ég enga góða mynd af því en hér spilar Egill:

—eitthvað að gæðunum, er að fara að hátta, reyni aftur á morgun——-

No Comments »

No comments yet.

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Leave a comment

Powered by WordPress