Bera

miðvikudagur 10. september, 2008

hlaup og epli

Filed under: blabla — Bera @ 22:44

Eitt það besta við síðsumarið og haustin eru ávaxtatrén, er þetta t.d. ekki fögur sjón?

Tréð er í garði hjá vinafólki okkar sem hafa séð fyrir kynnum okkar á danskri kolonihave menningu, nokkuð sérstakt fyrirbæri. En hvað um það, alla vega fengum við stóran poka af eplum um daginn, ég skrællaði og skrællaði á laugardaginn og við fenugum alveg frábæra eplaköku um helgina.

Í síðustu viku var DHL stafetten í Fælledparken, sem er nú orðið umfangs mesta hlaup í Erópu. Hlauðið tekur 5 daga, 104.000 þáttakendur sem hlaupa 5 km hver. Ég var ein af þessum 104.000. Ég veit að það er ofsalega úmóderne að þurfa að komast í form fyrir svona hlaup, en þrátt fyrir að ég hjóli 100 km á viku yfir sumarið þurfti ég að fara nokkrum sinnum út að hlaupa til að vera viss um að ég gæti þetta. Ég gat, náði meira segja markmiði mínu sem var að vera < 30 min (29:20 er miklu minna en 30) þannig að ég var bara glöð.
Annars er bara búið að vera rólegt hjá okkur:

2 Comments »

  1. O hvað sumir eru miklir sjarmar.

    Comment by svandis skuladottir — fimmtudagur 11. september, 2008 @ 23:39

  2. Flott hlaup hjá þér.
    Eplatréð er glæsilegt.

    Comment by Sigrún — föstudagur 12. september, 2008 @ 17:06

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Leave a comment

Powered by WordPress