Bera

miðvikudagur 15. október, 2008

haustfrí

Filed under: blabla — Bera @ 18:31

Jæja haustfríið góða komið, ég byrjaði í fríi í dag og strákarnir á mánudaginn. Í dag er letidagur, blöðin lesin í rúminu, líka íslensku netblöðin, sem eru orðin hluti af daglegri fréttainntöku okkar.
Ívar fór í klúbbinn í dag, Egill fór með okkur Gunna í bæinn, þar sem við keyptum leiðslu úr píanóinu yfir í tölvuna sem er alveg rosalega skemmtilegt að eiga. Kári er meiddur, svona íþróttameiddur þannig að hann hefur verið heima allt haustfríið. Aðgerðarleysið, alla vega í svona miklu mæli, á nú ekki vel við hann. En eitthvað finnst mér nú fótatakið farið að þyngjast, líkjast því venjulega, þegar hann labbar milli herbergis síns og eldhússins, þannig að vonandi lagast þetta fljótlega. Í kvöld ætlum við út að borða og á morgun að skreppa til svíþjóðar, þar með eru upptalin plönin fyrir haustfríið.

Svo verð ég að fá útrás fyrir frústrasjónir mínar vegna efnahagsmála. Síðustu daga hef ég fylgst meira með íslenskum fréttum en nokkru sinni fyrr, alla vega síðan ég hætti að lesa þjóðviljann. Það er augljóslega fáranlegt að ráða aflóga stjórnmálamenn í ábyrgðastöður þjófélagsins, nema náttúrulega í þeim tilvikum að viðkomandi hafi líka réttan faglegan bakgrunn í stöðuna. Seðlabankastjóri uppfyllir bara fyrstu kröfuna (aflóga stjórnmálamaður), hvernig væri að finna hæfari mann í starfið á krefjandi tímum? Það hlýtur að vera þörf á mikilli röggsemi stjórnvalda núna, vona að hún sé að meðaltali meiri en þetta mál sýnir.

No Comments »

No comments yet.

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Leave a comment

Powered by WordPress