Bera

sunnudagur 9. nóvember, 2008

úti og innidagur

Filed under: blabla — Bera @ 19:58

Leiðinlegt veður í dag. Egill og Gunni hringdu á bjöllur með söfnunarbauka fyrir dansk flygtningehjælp. Ég fór í ræktina,Kári í þjálfun en annars hefur verið innidagur, rok og rigning. Í gær var fábært veður, 12 stiga hiti og ekkert rok. Það er engin sól (eða eitthvað stutt) á eldhússvölunem okkar góðu á þessum árstíma. Samt drukkum við Gunni kaffið þar. Við vorum reyndar með teppi en samt ágætt í nóvember.
Var í Cork á Írlandi á tveggja daga fundi, kom heim á föstudagskvöldið. Þar ringdi mikið og leigubílstjórinn sem keyrði mig frá flugvellinum sagði að það ringdi hér um bil alltaf, eiginlega væri alltaf sama veður, þó væri rigningin ögn hlýrri á sumrin. Þetta var fundur í EU verkefni sem við tökum þátt í, og það er sko hugsað almennilega um mann. Ég var ofsalega important því þegar ég kom út úr flugstöðinni stóð bílstjórinn umræddi með spjald með nafninu mínu (að vísu hafði hann búist við tveimur karlmönnum, Mr Bera og Mr Palsdottir). Í Kastrup fannst mér soldið skrítið að sjá auglýsingu frá Glitni. Ég var að hugsa um að setja límband fyrir framan glitnis nafnið, með “nýi”, ég hefði t.d. getað fengið lánað límband hjá öllum þeim sem selja gjaldeyri í Kastrup og voru búnir að setja límband yfir íslensku krónuna á töflunum með genginu. Það er stórfurðulegt að fylgjast með þessu úr fjarlægð, öllu þessu sem er að gerast og ekki gerast í íslandi. tómarúm í meira en mánuð. Mótmælið þið ekki öll á laugardögum?

No Comments

No comments yet.

RSS feed for comments on this post.

Sorry, the comment form is closed at this time.

Powered by WordPress