Bera

miðvikudagur 26. nóvember, 2008

frístundir strákanna

Filed under: blabla — Bera @ 19:59

Ég átti afmæli um daginn, mikið fínn dagur með miklu dekri, góðum mat og góðum gjöfum. Strákarnir gáfu mér sing star, svona heima kareoki fyrir playstation. Plús að maður fær stig eftir því hvað maður syngur vel og rétt. Ég fékk ABBA lög með afmælisgjöfinni. Hver fjölskyldumeðlimur fékk svo að velja tvö lög í viðbót sem við keyptum á netinu. Í gær var fyrsta sing star keppni fjölskyldunnar. Ívar vann örugglega, en ég er samt líka rosa góð.
Svo bara kominn mánudagur og allir hafa nóg að gera. Ívar æfir badminton á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og fótbolta á fimmtudögum. Þangað til núna nýlega var hann líka í fótbolta á þriðjudögum en sú æfing var flutt yfir á einhvern badmintondaginn þegar þeir hættu að spila á grasi. Ívar er með fótbolta dellu og spilar mikið fífa (fótboltaspil) og horfir á fótbolta á netinu. Egill æfir badminton á þriðjudögum, á fimmtudögum fer hann í píanótíma í tónlistarskólanum og gítartíma í ungdómsskólanum. Svo er hann í hljómsveit með nokkrum strákum úr bekknum og þeir fá að æfa í skólanum á mánudögum og föstudögum eftir skóla. Kári æfir badminton nokkrum sinnum í viku og eitthvað körfu líka held ég.

No Comments

No comments yet.

RSS feed for comments on this post.

Sorry, the comment form is closed at this time.

Powered by WordPress