Bera

föstudagur 5. desember, 2008

desember

Filed under: blabla — Bera @ 23:14

desember er svoooo huggulegur (sér í lagi á föstudagskvöldi eftir pizzu og rauðvínsglas (og glas af jólabjór frá Kongens bryghus) og öll óleystu verkefnin úr vinnunni komin í dvala). Gull- og silfur kerti á borðum, dagatalakertin, jólaljósin komin á svalirnar, jólaskrautið komið upp. Egill spilar á jólatónleikum vikulega, í síðustu viku í tónlistaskóla Kaupmanahafnar, í næstu viku hér i Austurbrúardeildinni og rétt fyrir jól á kirkju hér á “brúnni”. Á sunnudaginn förum við svo í æbleskiver til Susanne, sem er líka eitt það jólalegasta sem er hægt að gera og borða (alla vega svona fyrir jól, gæs er það jólalegast af öllu, það er svo jólalegt að það borðar maður bara á jólunum). Og svo öll jólalögin, úff úff
jólalag (klikka hér)
En þetta hlýtur að vera síðan áður en við öll fæddumst, eins vog við vitum (klikka hér), eða alla vega hefur sá “ungi” ekki lesið helsta litteratúrinn um klæðaburð, sjá hér.

1 Comment »

  1. Vá, hvað við hlökkum til að sjá ykkur og faðma.
    sv.sk.

    Comment by svandis skuladottir — laugardagur 6. desember, 2008 @ 2:45

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Leave a comment

Powered by WordPress