Bera

laugardagur 13. desember, 2008

desemberverkin

Filed under: blabla — Bera @ 15:26

við höldum áfram með hin hefðbundnu desemberverk. Í gær var julefrokost í vinnunni hjá bæði mér og Gunna. Strákarnir vor með gaurakvöld, keyptu pizzu og horfðu á einhverja mynd úr safni Kára.
KM, Københavnsmesterskaberne í badminton, eru líka í desember. Það er mikil stemning, spiluð á þrem dögum og í þremur klúbbum; “indledende kampe” voru um síðustu helgi, undanúrslit á mánudaginn og úrslit á miðvikudaginn. Klúbbarnir gangast mikið upp í þessu (líka keppni milli þeirra) og það eru þjálfarar með sem leiðbeinendur í hér um bil öllum leikjunum. Sérstaklega úrslitakvöldið er mjög skemmtilegt með fánum og lúðrablásurum við verðlauna afhendinguna. Kári og Ívar voru báðir með. Ívar spilaði mjög vel en lenti á móti mjög sterkum spilurum í fyrstu leikjum. Kári hafði ekki náð að æfa neitt rosalega vel í nokkrar vikur fyrir, bæði hálsbólga og meiðsl í öxl voru eitthvað að trufla hann. Hans leikir voru því frekar erfiðir, hann var algjörlega búinn í kroppnum eftur fyrstu leikina og líka eftir undanúrslitin. Hann varð í þriðja sæti í einliðaleik og vann svo ásamt makkernum sínum honum Mark í tvíliðaleik:
meistarar Kári og Mark

Í kvöld eru það svo strákarnir sem eru ekki heima, Ívar og Egill eru hjá Emil, gamla nágranna okkar, Kári í julefrokost í KBK.

2 Comments »

  1. flott blogg… og awesome mynd! ;)

    Comment by Kári — mánudagur 22. desember, 2008 @ 19:33

  2. takk. ég tek alltaf góðar myndir þegar myndefnið er gott

    Comment by Bera — þriðjudagur 23. desember, 2008 @ 1:21

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Leave a comment

Powered by WordPress