Bera

föstudagur 6. febrúar, 2009

skemmtileg blogg

Filed under: blabla — Bera @ 23:50

Það eru nokkrir, tja… 2 skulum við segja, mjög fínir bloggarar í stórfjölskyldunni. Blogginn þeirra hafa ekki náð besta flugi síðustu daga. Svona geta bloggarar sem blogga annan hvern mánuð alveg leift sér að segja, því enginn les bloggin þeirra.

Ég aftur á móti, þarf ekkert að skrifa skemmtilegt blogg, einn af örfáum kostum við að hafa enga lesendur. Þess vegna er ég að hugsa um að skrifa greiningu útlends íslendings á ástandinu í íslenskum þjóðmálum (ZZzzzz):

Nýji forsætisráðherrann er lesbía. Þetta vissi ég bara alls ekki, en hef verið upplýst um þetta af allra þjóða kvikindum síðustu daga. Var á ráðstefnu í usa þegar ríksstjórnin var í uppsiglingu, þar sem margir þeirra sem ég hitti höfðu náð þessum fróðleiksmola úr fréttunum. ég hins vegar, hafði svo mikið að gera, ráðstefna frá 8 - 18. fundir, fundarundirbúningur og eþmeilar sem þarf að svara þess utanog og svo reyndi ég að sofa smá, ég vissi ekki neitt. síðan ég kom heim hafa líka margir sagt mér frá þessari einu vitneskju sinni um valdamesta stjórnmálamann okkar ástkæra lands. Er kannski íslendingum (vonandi) alveg sama um svona, þangað til hægt er að slá eitthvert met, vera fyrst í heimi og allt það. Eða er ég bara svona utangátta, alla vega nenni lítið að lesa íslensk blöð, nema náttúrulega þegar eru einhverjar svaka fréttir um lömb sem verða úti , sem er mjög átakanlegt og leiðinlegt en er oft í blöðunum þegar ég kem til íslands í sumarfrí.

Eitt las ég samt fyrir nokkrum árum, það var að Íslands væri eitt af minnst spilltustu löndum heims (næst minnst eða eitthvað svoleiðis). Ég hef verið að furða mig á þessu síðan. En könnunin náði víst ekki yfir vinargreiða, flokkshollustu og klíkuskap sem geta verið flestu æðra.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum. hvernig er þetta hægt? ekki nema von að illa hafi farið fyrir þjóðfélaginu. Eða var bara einhver að segja brandara?

Jæja, kannski ég segji þetta nóg um stjórnmálin í bili.

Já ég var í USA um daginn, sé yfirleitt ekki neitt og er alltaf að vinna eins og ég var að reyna að útskýra. EN í þessari ferð náði ég samt að fra til New York, San Fransisco og Seattle. 3ja uppáhálds borganna minna í obamaland. Hér er mynd frá New York:

New York, New York

já, bara hjólastígar út um allt á manhattan, og meira að segja nokkriri hjólreiðamenn sem notuðu þá.

Í San Fransisco skrapp ég inn í Levis búð, uppi á 3ju hæð heyri ég allt í einu sagt “Bera?” þar var þá Jóna vinkona Sigrúnar og Helgi maðurinn hennar. Frekar fyndið, ég hitti ALDREI íslendinga þegar ég er í vinnuferðum, hvað þá á förnum vegi.

Fyrir utan þessar 3 stórborgir var ég líka í Avon CT, Somerset NJ og San Jose CA. Ekki eins frásagnarvert, nema hvað þegar ég var í Avon fórum við út að borða í hádeginu (þolinmóð, ekki ennþá frásagnarvert), á leiðinni voru heimamenn eitthvað að tala um …vonandi eru laus borð, hefðum kannski átt að pannta…. og svona. En við vorum EINA fólkið á veitingastaðnum, fyrir utan starfsfólkið reyndar. Einmitt, það var inauguration day, moment reyndar, (Obama og biblía Lincolns og allt það).

bless í bili og stay tuned fyrir næsta blogg sem kemur alla vega fyrir sumarfrí, jafnvel fyrir kosningar.

PS/ Disclaimer: já afsakið ég ætla náttl ekki að móðga neinn, t.d. varð blogg skúla mun betra eftir að hann borgaði reikninginn og ég er nú kannski eðlilega ekki í markhóp lesenda Kára bloggs, sem er samt oft ótrúlega skemmtilegt og gott fyrir fullorðna, góður bloggari Kári.
PS2/ já og svo var ég ekki búin að taka eftir að sigrún er líka búin að blogga síðustu daga!

9 Comments »

 1. Tek ekki undir það að þú hafir enga lesendur að blogginu þínu, því ég er ein af lesendunum og vil ekki vera talin í hópi engra. Tek hins vegar undir það sem þú segir um aðra bloggara fjölskyldunnar. Hló mikið að bloggi Kára í vikunni um GB í Davos og breytti umsvifalaust um hringingu á símanaum mínum, en aðgerðin hafði verið á dagskrá hjá mér frá því ég fékk símann í nóvember sl.

  Comment by Sigrún — sunnudagur 8. febrúar, 2009 @ 14:56

 2. takk, ég dreg þessa fullyrðingu tilbaka, gleður mig að hún var röng :-)

  Comment by Bera — sunnudagur 8. febrúar, 2009 @ 17:05

 3. Ég veit ekki hvað lesendur þínir eru margir en þeir eru mjög áhugasamir og tryggir.

  Comment by Skúli — sunnudagur 8. febrúar, 2009 @ 18:07

 4. já, ég er bara hrærð yfir að þið finnið bloggið mitt strax, eftir svona langa pásu

  Comment by Bera — sunnudagur 8. febrúar, 2009 @ 18:25

 5. Skemmtileg ferðasaga! Fyndið að þú skyldir hitta fólk sem að þú þekkir í USA. What are the odds? Btw, ég vissi ekki að það væru hjólastígar í NYC - en cool! :)

  Comment by Kári — sunnudagur 8. febrúar, 2009 @ 23:26

 6. Skemmtileg ferðasaga! Fyndið að þú skyldir hitta fólk sem að þú þekkir í USA. What are the odds? Btw, ég vissi ekki að það væru hjólastígar í NYC - en cool! :)

  Comment by Kári — sunnudagur 8. febrúar, 2009 @ 23:26

 7. takk Kári!

  Comment by Bera — mánudagur 9. febrúar, 2009 @ 20:01

 8. Hey ég les alltaf bloggið þitt þó að langt líði milli…

  Comment by Tóta og strákarnir — þriðjudagur 10. febrúar, 2009 @ 10:36

 9. ja hérna, fleiri lesendur en mig grunaði, gaman að því.

  Comment by Bera — miðvikudagur 11. febrúar, 2009 @ 21:48

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Leave a comment

Powered by WordPress