Bera

föstudagur 22. ágúst, 2008

sumar -enginn vafi

Filed under: blabla — Bera @ 18:03

Fórum til hins exotíska Jótlands að heimsækja Kára frænda um síðustu helgi. Þ.e. við Gunni, Ívar, Egill og Sólrún Lára. Tilefnið var 18 ára afmæli Friggjar dóttur hans, mikil myndarstelpa eins og systkyni hennar. en við erum svo heppin að Kára tekst að finnna tilefni á hverju sumri til að halda veislu fyrir danska og Íslenska vini.

og hvað er mikilvægt áður en maður kemur i svona partý:
ÍSLAND MÁ EKKI TAPA FYRIR dANMÖRKU Í HANDBOLTA
tjek. En stóð tæpt. Hlustuðum á lýsinguna í útvarpinu á leiðinni, bara seinni hluta seinni hálfleiks. (komum nefnilega við í Galleríi á Fjóni, meira um það seinna). Gunni slökkti þegar nokkrar mínútur vou eftir, þoldi ekki meira. En við mikil mótmæli þannig að það var kveikt straks aftur og það var öskrað hátt þegar Ísland skoraði úr vítinu.

Byrjaði á þessum bloggpósti fyrir nokkrum dögum, síðan er Danmörk dottið út og Ísland komið í úrslit. Hálf súrrealistískt, ég fékk smá pínku pons móral yfir að vera alltaf að vona að Danmörk myndi tapa, þetta með Danmörku, Ísland og handbolta er verulega flókið og viðkvæmt mál.

En aftur að erindi ferðarinnar, veislunni: Frændsystkinin komu öll, Kári nokkuð sjálfgefinn af því þetta er heima hjá honum, Sibba og Einar Bladvin. Blóðið er þykkt og þykkist með árunu m og það er svoooo gott og gaman að hitta þau og fjölskuldur þeirra.

Þetta var algjört drauma kvöld. Gott veður, góður matur, skemmtilegir gestir, bál og snobrød, stjörmubjart og tunglmyrkvi.

Kári og dæturnar Frigg og Sif:
Kári og dæturnar Frigg og Sif

Sibba, Einar og Gunni:
Sibba, Einar og Gunni
Tunglmyrkvi
Sunnudagsmorgun -áður en tjaldinu var pakkað saman
Á heimleið

Svo átti hann Egill minn afmæli á mánudaginn:

Afmælisbarnið

sunnudagur 10. ágúst, 2008

sumar eða haust?

Filed under: blabla — Bera @ 18:13

Á sunudagskvöldið fyrir viku var orðið kalt og rok og við tókum stóla og annað laust af svölunum. Okkur fannst eins og væri komið haust, virtist ekkert óeðlilegt, sumarið byrjaði snemma í ár og kannski var þetta bara komið gott?
Það hafa þó verið 2 eða 3 ágætir veður dagar síðan. t.d. í gær þegar ég, Gunni og Egill fórum í Bøsserupvandringen. Frábær dagur sem byrjaði og endaði í sumarbústað Siggu og Lars við Isafjord. Sjálf “vandringen” er 10 km ganga sem endar á strönd þar sem þau hraustu fara í sjóinn.
Áður en kveikt var upp í grillinu tíndum við epli og plómur og tókum upp aspas kartöflur hjá vinkonu gestgjafanna, aljört sælgæti……..
Egill tínir plómur
Þetta var mikið gaman og Egill kann vel að meta sveitalífið. Fullorðið fólk getur verið svakalega lengi að borða en hann fann sér bók að lesa, “The way of herbs”, sem er “the most complete guide to natural health and healing”. Í dag fór hann í leiðangur og keypti allkyns jurtir og krydd og er nú að útbúa heilsudrykki fyrir okkur.

Ívar og Kári komu heim úr badminton æfingabúðum í dag. Ívar þreyttur, Kári minna þreyttur. Ívar og Egill byrja i skólanum á morgun, Kári á fimmtudaginn.

laugardagur 2. ágúst, 2008

Ávextir og annað gott

Filed under: blabla — Bera @ 19:29

Samkeppnin í bloggheiminum er hörð og að aukast, ég er náttúrulega löngu komin aftur úr öllum sem ég þekki, og auðvelt fyrir nýja bloggara að komast fram úr mér, en ég get nú ekki svikið mína fáu diggu lesendur.

Sumarfríið á Íslandi var stórkostlegt. okkur leið frábærlega og ég nennti ekki alveg að fara heim og fara að vinna og allt þetta. En okkur hefur líka liðið mikið vel hér eftir að við komum. Það hefur verið mjög heitt síðan við komum, Gunni, Ívar og Egill í sumarfríi þ.a. það er algjör sumarstemning. Svo er það sem ekki er á Íslandi, t.d.:
Ilmurinn þegar maður labbar fram hjá grænmetis búðunum, á Íslandi er eiginlega engin lykt af ávöxtum og grænmeti. Hér eru æðislega góðir ávextir núna, plómur, nektarínur, ferskjur, perur, epli. Berin hafa líka verið mjög góð í ár, núna eru það aðalega kirsuber sem eru eftir. Vorið og sumarið hafa verið einskaklega hagstæð segja sérfræðingarnir þ.a. gott ávaxta haust er í vændum. Bestu ávextirnir sem ég fékk á Íslandi voru eiginlega appelsínur, sem voru fínar, en það er nú svona vetrarávöxtur finnst mér, til að borða þegar er minna úrval af öllu mögulegu öðru.

Ívar fór í sumarbústað með Isaak vini sínum í gær. Gunni er að sækja hann núna, en ekki vegna þess að hann hafi verið með heimþrá eins og hefur gerst í öll önnur skipti sem hann hefur farið með Isaak í sumarbústað, að það er alveg ótrúlegt að þau nenni enn að taka hann með. En nú gekk þetta bara voða vel,´allt samkvæmt áætlun, á morgun kemur Maritn vinur hans og foreldrar í hádegismat til okkar þ.a. Ívar vill gjarna vera heima.. En það er búið að vera nóg að gera hjá Ívari síðan við komum heim.
Egill minn hefur haft minna við að vera, bara allir vinir hans í sumarfríi. Þangað til í dag, Peter M kom heim frá Ítalíu kl. 4 í nótt, hringdi í Egil kl. 10 og þeir eru búnir að leika síðan. Þeir voru að vinna að uppfinningu, og eru meira að segja búnir að framleiða, en eiga eftir að prufa á neytendum. Uppfinningin er vökvi á litlum spreyflöskum, sem maður sprautar á mat lítilla (eða stórra) barna sem vilja ekki borða matinn sinn, og vúptí, öll matvendni úr sögunni. Egill bað um vasapeninginn sinn, þeir fóru út og keyptu litlar sprei flöskur, ávexti (uppskriftin er leynileg þ.a. nánari upplýsingar um innkaupin eru ekkki gefin upp). Mig langar mjög að fá að prufa uppfinninguna á Ívar, ef það virkar held ég þurfi varla frekari sannanna við.
Það hefur talsvert verið skrifað um það hér upp á síðkastið að neysla fer minnkandi, sala á flatskjám og öðrum þarfa hlutum hefur dregist saman. Hagfræðingum þykir þetta hið besta mál. Egill og Ívar hafa ekki sýnt sömu góðu hegðun og meðal daninn, þeir keyptu sér playstation 3 og Egill keypti sér rafmagnsgítar. Þar með eru þeir búnir með allt sem þeir hafa safnað sér síðustu árin.

S’iðustu 3 mánuði höfum við farið í skírn, fermingu og brúðkaup. Fjölskyldan, alla vega karlmennirnir, hafa sjaldan verið eins vel til fara eins og þegar við fórum í brúðkauðið, hvað finnst ykkur:
á leið í brúkaup Sigrúnar og Sigga
Kári hjálpaði Agli með bindishnútinn (hann er víst sá eini í fjölskyldunni sem kann það):
bindishnúturinn
Her er svo smá sýnishorn af innkaupum mínum í Kolaportinu:

Nú á veðrið að fara að breytast, það er komið meiri vindur en lítið farið fyrir rigningunni sem átti að koma. Klukkan er að verða 19, hitamælirinn hér á svölunum segir 24.5oC sem er mjög þægilegt.

Jæja, held þetta sé ágætt í bili, að lokum eru svo myndir frá afmælishelginni góðu í Drangsnesi, og nokkrar í viðbót frá vikunni okkar á þeim slóðum:
Drangsnes og 80 ára afmæli pabba

þriðjudagur 29. júlí, 2008

myndir frá Íslandi

Filed under: blabla — Bera @ 22:56

Við komin heim úr Íslandsferðinni góðu (þ.e. öll nema Kári). Er búin að setja myndir úr afmælisveislu Ívars og Snorra hér:
Afmæli Ívars og Snorra

Hér eru svo nokkrar myndir teknar á fyrri afmælisdögum Ívars (nema einstaka tekin nokkrum dögum fyrr eða seinna)

Afmæli Ívars

Myndir frá öðrum afmælum og fleiru frá fríinu alveg á leiðinni….

sunnudagur 15. júní, 2008

framhald…

Filed under: blabla — Bera @ 22:21

jæja, þá er ég vöknuð og búin að kíkja aftur á vídeóið með Agli en þið verðið bara að eiga þetta til góða áfram, tókst ekki.

Reyndar náði ég að vakna nokkrum sinnum í millitíðinni. En held ég að ég hafi misst einhverja lesendur síðustu mánuðina (enda hvað hefðu þeir átt að lesa), það hafa ekki komið neinar kvartanir yfir að Egils videóið var ekki komið.

Í millitíðinni hefur þetta með veðrið líka leyst, við erum ekkert að leka niður af hita lengur, frekar bara að fjúka í burtu. Vestan áttinn upp á sitt besta, mótvindur á morgnanna, meðvindur á leiðinni heim.

Við Gunni áttum brúðkaupsafmæli í gær. Við drukkum kampavín á svölunum og borðuðum svo marga rétti á ítalskum veitingastað, namminamm. Strákarnir borðuðu hamborgara hérna heima, svona er lífið nú orðið einfalt þegar maður á stóra stráka.

sunnudagur 8. júní, 2008

sumar

Filed under: blabla — Bera @ 22:05

Hér er búið að vera alveg hreint frábært veður síðustu vikurnar. Við erum stundum bara alveg að leka niður. Í gær sagði Ívar líka að það yrði gott að komast til Íslands, í vonda veðrið.
Maj var sólríkasti mánaður síðan mælingar hófust. Svalirnar í eldhúsinu eru eitt mest notaða herbergi í búðinni, meiri háttar viðbót.

En það þarf ekki svona gott veður til, svalirnar eru mikið notaðar, hérna t.d. mynd frá því í mars:

Annars er nú pínku pons lang síðan ég hef bloggað, hér er smá summary:
Kári kom heim með bikarana sína:

Svo voru páskar með góðu veðri og góðum mat:

og páskaeggjum frá ömmu Dísu sem Kári kom með:

Ég og Gunni földum páskaegginn og strákarnir áttu svo að finna þau (hefð frá Köopavogsbraut). Það síðasta fannst nýlega og bjargaðist naumlega frá að bráðna í sumarhitanum.
Ég og Ívar fórum ásamt mörgum öðrum KBK-ingum tilVejens á Jótlandi þar sem Ívar spilaði Danske Mesterskaber for Ungdom þar sem hann vann gull í tvíliðaleik með Victor:

Svo höfum við notið góða veðursins, hér við Stævns Klint:

Og Egill fór í klippingu í gær:

Kári er í prófum þessa dagana. Fer í stúdentspróf í líffræði á miðvikudaginn. Ívar spilar mikinn fótbolta, er oft úti í skólagarðinum á kvöldin með félögum sínum. Egill er sami rólindispilturinn. Spilar mikið á píanó þessa daganna. Hann sðilað í Tvíolí um síðustu helgi, var undirleikari fyrir 7 blokkflautuspilara. Því miður á ég enga góða mynd af því en hér spilar Egill:

—eitthvað að gæðunum, er að fara að hátta, reyni aftur á morgun——-

föstudagur 14. mars, 2008

Páskafrí -júbíí

Filed under: blabla — Bera @ 23:17

ég er komin í páskfrí, hei hó og jibí jei og jibíííí jei.
Ég, Ívar og Egill erum komin í páskafrí. Gunni kennir í næstu viku, Kári er á Íslandi, vonandi man hann að hann fór ekki í páskafrí fyrir viku síðan (eru ekki skóla bækurnar ábyggilega komnar upp úr töskunni?). Hann hefur haft nóg að gera við að verða íslandsmeistari og svona, ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum, þá eru hér myndir frá TBR síðunni:
Einliðaleikur:
Einliðaleikur
tvíliðaleikur:
Tvíliðaleikur
Tvenndarleikur:
Tvenndarleikur
og þrefaldir íslandsmeistarar:
Þrefaldir Íslandsmeistarar

Ég er búin að vera frekar mikið að vinna, reyna að ljúka hinu og þessu svo ég geti farið eð einbeita mér að nýju stöðunni minni; nú er ég (loksins, og nú líka formlega) orðin deildarstjóri. Besta deildin, besta og skemmtilegasta starfsfólkið og skemmtilegustu verkefnin.
Nóg um það, nú er páskafrí, við ætlum bara að taka því rólega, eða svona alla vega bara venjulegt aktivitets nívó. Ívar fer í 2 keppnir, Egill sem hefur í svo mörgu að snúast dags daglega ætlar ekki neitt, kannski bara að spila á nýja píanóið og svona.
ég held ég verði nú ekki með neinn æsing, hlakka til að sofa lengi.

mánudagur 3. mars, 2008

Vetrarfrí með meiru

Filed under: blabla — Bera @ 22:55

Við vorum í vetrarfríi um daginn, aðalega strákarnir samt, ég bara í einn dag. Daginn sem ég var í fríi fórum við í sund, Ívar að stökkva af 5 m pallinum, við hin erum ekki svona köld. Við förum ekki svo oft í sund hérna í DK, nema Gunni sem fer til að synda. Enda þvílíkt, maður er í biðröð til að komast í sturtu, til að komast í heitapottinn, hér er heiti potturinn bara nafn, ekki lýsing, því potturinn vara bara volgur. Oný (er oný ekki ábyggilega með y-sloni, heyrðu, mitt orð, ég hlýt að ákveða það) honum voru 22 manns, hann var ca. 4 m^2. Sundlaugin sjálf er samt frekar skemmtileg, maður syndir í hring, einn hringur er 100 m. Og svo eru náttl stökkpallarnir góðir fyrir þá sem þora svoleiðis.
Í síðustu viku var ég svo í San Diegoá ráðstefnu, fínn staður, myndirnar eru teknar af og við ráðstefnu centrið.

Taskan mín var lengur á leiðinni en ég, og ég er með ágætis tryggingu. Á öllum ferðalögunum hef ég bara einu sinni áður getað notað hana, þá hafði ég 15 mínútur til að kaupa mér föt áður en ég fór á fund, keypti mér eitthvað sem ég notaði aldrei aftur og henti svo loksins nýlega. Í þetta skipti kom ég á laugardagskvöldi, og fór ekki á fyrsta fundinn fyrr en seinni partinn á sunnudaginn. Bara frekar gaman, ég hélt fyrst að ég mundi aldrei ná að nota alla upphæðina og var þess vegna soldið grand í byrjun. Ég var ekki með annað en tannbursta og handáburð í handfarangrinum, var hálf sjúskuð eftir ferðalagið og byrjaði á snyrtivörurum. Hitti t.d. á snyrti-listamann (held ég þýðingin sé) frá bobbi brown, sem málaði á mér augun og ég sagði -þetta er fínt, ég ætla að fá allt sem þú notaðir-. Þegar ég var komin soldið í gang var ég eiginlega farin að hafa smá áhyggjur, hvað ef ég fengi ekkert töskuna áður en ég færi heim, ég rétt náði að kaupa mér föt til tveggja daga. Kallmenn sem eru í sömu jakkafötunum ALLTAF geta kannski gert þetta, en ég er nú alin upp af henni móður minni, þannig að það er nú öllu flóknara fyrir mig að pakka business fötum fyrir 5 daga. En þetta bjargaðist nú allt.

mánudagur 11. febrúar, 2008

Bera bloggari

Filed under: blabla — Bera @ 22:50

einhver var að spurja mig um daginn hvort ég væri hætt að blogga, það er náttúrulega ekki tilfellið. Kannski finnst mér bara ekkert svo mikið búið að gerast hjá mér, og ég sem er búin að vera on the run, driving in the sun, looking out for #1
Í Santa CruzVið California 1.
Áður en ég var viku í rigningu og kulda í San Jose, sem var svo sem ágætt, náði ég sem sagt að túristast fara til San Fransisco, Santa Cruz, og keyra eftir California 1. Meðan ég var að þessu var Kári að gera það gott á Íslandi, fékk viðurkenningu frá utanríkisráðherranum, Gunni málaði, teppalagði, flutti dót, Ívar keypti sér tölvu og Egill var að gera þetta venjulega, sem allt var “rosa gaman”. Strákarnir eru nú allir komnir í ný herbergi, að vísu er Egils herbergi enn á sama stað en eiginlega allt annað er breytt. Núna er það líka Egils herbergi, ekki Ívars og Egils.

laugardagur 15. desember, 2007

jólaundirbúningur

Filed under: blabla — Bera @ 19:52

Við erum frekar mikil jólabörn hér á heimilinu, finnst rosa gaman að skreyta, setja jólasjós á svalirnar, búa til nammi og svona. Í ár hlakkaði ég sérstaklega til að geta sett ljós á nýju svalirnar. Vorum búin að fá innstungu út á svalirnar og allt.
Við byrjum alltaf á þessu 1. des. Í ár byrjaði desember bara eitthvað svo ójólalega, rigning alla daga og rok, ég var á slysó og kom heim með hækjur, Ívar var veikur, Egill fékk gubbupest, Ívar fékk gubbupest og… ekki allt upptalið en nóg komið. Eftir nokkra töf tókst okkur að komast í sving, skreytingarnar komnar upp, allt okkar listræna jólanammi tilbúið (og ekki alveg búið), jólaljósin komin á svalirnar og jólalögin á fóninn.
Nú er verulega að styttast í frí. Strákarner eru þvílíkt spenntir fyrir Íslandsferðinni, hitta alla, alltaf allt svo rólegt og þægilegt, alveg vissir um að það verði hægt að renna í brekkunni á hverjum degi, og svo náttúrulega jólin. Í fyrsta skipti hafa Egill og Ívar minnst á það að fyrra bragði hverju þeir vilja klæðast á jólunum. Og þeir vilja vera fínir. Í dag fór ég með þá í bæinn að leita að einhverju sem uppfyllir kröfurnar. Mikið af fötunum þeirra gegnum tíðina hafa verið keypt í H&M. Síðustu skiptin sem ég hef farið þangað hefur verið algjör hrillingur, troðfullt af fólki en ekki af nothæfum fötum. Nú hef ég lagt hart að mér í vinnunni í mörg ár og þrátt fyrir harðæri í bransanum um árabil hef ég nú samt sem áður aðeins rýmri fjárráð og var að hugsa um að kannski gæti ég bara leift mér að fara EKKI í H&M.
Nú er það ekki bara ég sem hef rýmri fjárráð, oft er hægt að lesa í blöðunum um fólk sem eyðir mörg þúsund dönskum krónum á mánuði í föt á ungabörn, og úrvalið af prinsessu kjólum á litlar stelpur er óendalegt, líka hægt að fá jakkaföt á pínulitla stráka og lakkskó og silkibindi og ég veit ekki hvað. En spariföt á 10 og 12 ára stráka er bara varla hægt að finna. Eiginlega frekar athyglisvert. Það er annars svo mikið framboð af öllu og neysla tengd börnum svo stór. Kannski eru 10 ára strákar ekki nógu mikið krútt lengur og ekki orðnir nógu miklir unglingar til að stjórna foreldrum sínum við fataval þannig að það svarir ekki kostnaði að nota búðarpláss í þá. Það eina sem við komum með úr bænum var ein skyrta á Egil, keypt í H&M.

jólanammigerðin

« Previous PageNext Page »

Powered by WordPress