Bera

föstudagur 20. maí, 2005

Bera bloggari

Filed under: blabla — Bera @ 18:47

Núna er ég búin að vera bloggari í næstum viku, og það er mjög skemmtilegt. Ég er nú hluti af sérstökum flokki fólks, bloggaranna. Enn sem komið er skiptir það mig engu máli að ég hef svo sem ekki skrifað nema tvær línur. Ég veit að stóra systir mín hefur lesið þær, því hún hefur sent athugasemd. En það er líka alveg nóg í bili. Ég hef þó stungið upp á því við manninn minn að hann lesi bloggið mitt, sem hann á ábyggilega eftir að gera.

Í dag er föstudagur, sá dagur vikunnar sem hefðirnar eru hafðar í hávegi í fjölskyldunni. Þá borðum við pizzuna hans Gunna. Strákarnir sitja á dýnu inni í stofu og horfa á Disney-show. Gunni og ég borðum í rólegheitum inni í eldhúsi. Svona hefur þetta verið í, já ætli það sé ekki að verða 10 ár. Oft eru auka börn í mat og við erum að skapa trend hér i hverfinu, og fyrir þá sem ekki þekkja til staðhátta er þetta svaka smart hverfi.

Ívar, sem er mikið föstudagsbarn, er ekki heima í dag. Hann fór með Isak vini sínum í sumarbústað og verður fram á sunnudag. Ég vona að litla músin mín fái ekki heimþrá þegar hann hugsar til pizzunnar, en alla vega sakna ég hans smá, með tómatsósu kringum munninn.

mánudagur 16. maí, 2005

Ég blogga líka

Filed under: blabla — Bera @ 14:42

Eftir að hafa hringt svona fimm sinnum í Sigrúnu systur og setið við tölvuna í svona tvo tíma tókst mér að setja bloggið upp (held ég). Eða eiginlega var það nú bara Sigrún sem gerði það.

En hvað um það, Íslendingar blogga, og núna líka ég.

« Previous Page

Powered by WordPress