Bera

sunnudagur 26. október, 2008

helgin

Filed under: blabla — Bera @ 21:14

Hvernig get ég talað um tré án þess að minnast á haustlitina:

Kári sagði mér að það væri ekkert hægt að fylgjast með bliggi eins og mínu sem væri skrifað á einu sinni í mánuði. Slamm. Ef fleiri með sömu skoðun hafa rekist inn, lítið lengra niður, ég er alltaf að blogga.

Róleg helgi, rok og rigning, algjört inniveður. Vorum með gesti í mat í gær, annars bara horft á soldið badminton í sjónvarpinu (Denmark Open) og annað rólegt. Hér er Kári rock star:

(i PS3 leik)
Ívar að læra fyrir þýskupróf:

og Egill að baka súkkulaðibollur sem vore í desert hjá okkur í dag:

laugardagur 2. ágúst, 2008

Ávextir og annað gott

Filed under: blabla — Bera @ 19:29

Samkeppnin í bloggheiminum er hörð og að aukast, ég er náttúrulega löngu komin aftur úr öllum sem ég þekki, og auðvelt fyrir nýja bloggara að komast fram úr mér, en ég get nú ekki svikið mína fáu diggu lesendur.

Sumarfríið á Íslandi var stórkostlegt. okkur leið frábærlega og ég nennti ekki alveg að fara heim og fara að vinna og allt þetta. En okkur hefur líka liðið mikið vel hér eftir að við komum. Það hefur verið mjög heitt síðan við komum, Gunni, Ívar og Egill í sumarfríi þ.a. það er algjör sumarstemning. Svo er það sem ekki er á Íslandi, t.d.:
Ilmurinn þegar maður labbar fram hjá grænmetis búðunum, á Íslandi er eiginlega engin lykt af ávöxtum og grænmeti. Hér eru æðislega góðir ávextir núna, plómur, nektarínur, ferskjur, perur, epli. Berin hafa líka verið mjög góð í ár, núna eru það aðalega kirsuber sem eru eftir. Vorið og sumarið hafa verið einskaklega hagstæð segja sérfræðingarnir þ.a. gott ávaxta haust er í vændum. Bestu ávextirnir sem ég fékk á Íslandi voru eiginlega appelsínur, sem voru fínar, en það er nú svona vetrarávöxtur finnst mér, til að borða þegar er minna úrval af öllu mögulegu öðru.

Ívar fór í sumarbústað með Isaak vini sínum í gær. Gunni er að sækja hann núna, en ekki vegna þess að hann hafi verið með heimþrá eins og hefur gerst í öll önnur skipti sem hann hefur farið með Isaak í sumarbústað, að það er alveg ótrúlegt að þau nenni enn að taka hann með. En nú gekk þetta bara voða vel,´allt samkvæmt áætlun, á morgun kemur Maritn vinur hans og foreldrar í hádegismat til okkar þ.a. Ívar vill gjarna vera heima.. En það er búið að vera nóg að gera hjá Ívari síðan við komum heim.
Egill minn hefur haft minna við að vera, bara allir vinir hans í sumarfríi. Þangað til í dag, Peter M kom heim frá Ítalíu kl. 4 í nótt, hringdi í Egil kl. 10 og þeir eru búnir að leika síðan. Þeir voru að vinna að uppfinningu, og eru meira að segja búnir að framleiða, en eiga eftir að prufa á neytendum. Uppfinningin er vökvi á litlum spreyflöskum, sem maður sprautar á mat lítilla (eða stórra) barna sem vilja ekki borða matinn sinn, og vúptí, öll matvendni úr sögunni. Egill bað um vasapeninginn sinn, þeir fóru út og keyptu litlar sprei flöskur, ávexti (uppskriftin er leynileg þ.a. nánari upplýsingar um innkaupin eru ekkki gefin upp). Mig langar mjög að fá að prufa uppfinninguna á Ívar, ef það virkar held ég þurfi varla frekari sannanna við.
Það hefur talsvert verið skrifað um það hér upp á síðkastið að neysla fer minnkandi, sala á flatskjám og öðrum þarfa hlutum hefur dregist saman. Hagfræðingum þykir þetta hið besta mál. Egill og Ívar hafa ekki sýnt sömu góðu hegðun og meðal daninn, þeir keyptu sér playstation 3 og Egill keypti sér rafmagnsgítar. Þar með eru þeir búnir með allt sem þeir hafa safnað sér síðustu árin.

S’iðustu 3 mánuði höfum við farið í skírn, fermingu og brúðkaup. Fjölskyldan, alla vega karlmennirnir, hafa sjaldan verið eins vel til fara eins og þegar við fórum í brúðkauðið, hvað finnst ykkur:
á leið í brúkaup Sigrúnar og Sigga
Kári hjálpaði Agli með bindishnútinn (hann er víst sá eini í fjölskyldunni sem kann það):
bindishnúturinn
Her er svo smá sýnishorn af innkaupum mínum í Kolaportinu:

Nú á veðrið að fara að breytast, það er komið meiri vindur en lítið farið fyrir rigningunni sem átti að koma. Klukkan er að verða 19, hitamælirinn hér á svölunum segir 24.5oC sem er mjög þægilegt.

Jæja, held þetta sé ágætt í bili, að lokum eru svo myndir frá afmælishelginni góðu í Drangsnesi, og nokkrar í viðbót frá vikunni okkar á þeim slóðum:
Drangsnes og 80 ára afmæli pabba

laugardagur 1. september, 2007

ágúst með öllu tilheyrandi

Filed under: blabla — Bera @ 19:23

bara kominn september, skólarnir löngu byrjaðir og nóg að gera hjá öllum. Gunni að kenna nýja kúrsa eftir nýjum reglum, Egill byrjaður í matreiðslu sem er uppáhaldsfagið hans núna. Egill orðinn stór strákur, hættur á skóladagheimili og kominn í klúbb og með síma. Rollespil, píanótímarnir, badminton, alt byrjað, en reyndar hefur honum ekki tekist ennþá að muna að fara í badminton.
Egill er kominn á millistigið í skólanum, eins og Ívar. Við það fækkar aðeins foreldrafundunum, mjög vel þegið. Við förum á flesta foreldrafundi, passa að missa ekki af neinu, en danir geta rætt ALLT í svo miklum smáatriðum og haft háfleyg orð um hversdagslega hluti. T.d. núna síðast þegar var verið að tala um í Egils bekk að sumir reyndu að sleppa við að fara i sturtu eftir leikfimi og orð eins og “social ansvarlighed”, “visionært” og ég veit ikke hvað voru notuð.
Allt bara fínt hjá Ívari, skóli, klúbbur og badminton. Á fimmtudaginn var afmæli skólans, þá er borðað í skólagaðinum og nemendur eru með skemmtiaðtriði og selja kökur og bjór og svona (nei reyndar eru það mest foreldrar sem eru í barnum). Bekkurinn hans Ívars sló algjörlega í gegn með draugahúsið sitt. Við, og fjöldi fólks, stóð í röð í klukkutíma til að komast að (Ívar er búin að lofa okkur backstage VIP aðgangi næsta ár). Besta draugahús sem sögur fara af.
Kári er orðinn menntaskólastrákur. Það er heldur betur stökkbreyting frá grunnskólanum þar sem hann hafði enga heimavinnu og var búinn klukkan 13:30 þegar hann var lengi. Núna kemur hann heim kl16 3 daga í viku, og ekki nóg með það heldur eru þau með heimavinnu.

Hér er svo afmælisbarn mánaðarins (eitt af tveimur) :

Egill náði ekki að fæðast á afmælisdegi ömmu sinnar, en fékk sinn eigin dag daginn eftir. Þar með náði Gunni tveim stórafmælum í ágúst, hjá tengdamömmu þann 17. og svo beint heim í 10 ára afmæli Egils daginn eftir. Myndin er nú ekki tekin á afmælinu heldur fyrr í sumar, í Íslandsferðinni frábæru:

Aldurinn stoppar ekki þau hjónin, tengdaforeldra mína, í að taka upp nýja siði. Þau eru farin að taka þátt í mótmælum af mikilli innlifun, lítið eftir þeim næst þegar þið farið í mótmælagöngu (er svoleiðis ennþá til?):
.

Ágúst hefur boðiupp á ýmislegt meira, t.d. Rolling Stones tónleika, heimsókn frá Japan, og svo eru liðin 20 ár síðan við fluttum til Kaupmannahafnar. Hér má sjá hvernið Danmerkurdvölin hefur farið með okkur:

og þeir sem hafa bæst í hópinn:

PS/ Það eru nokkrar fleiri myndir úr Íslandsferðinni hér: sumarfrí (best að klikka á “view” og velja slideshow)

mánudagur 4. desember, 2006

Desember helgi og enn eitt hitametið

Filed under: blabla — Bera @ 23:06

Fín helgi. Róleg, t.d. ekker badminton (sem okkur fullorðnu var blandað í annað en að sækja Kára í þjálfun í Gentofte í gær). Fórum meðal annars út að borða á laugardaginn, ég, Gunni og Kári, meðan Egill og Ívar gistu hjá Emil. Fórum á frábæran stað, Umami, sem er með fusion milli japanskrar og franskrar matarlistar. Með mjög góðri útkomu. Annað sem er hálfgerð fusion er haustið og jólin. Alla vega eru laufin ekki fallin af birkitrénu í garðinum en jólasjósin eru komin upp. Óhætt að segja (og margsagt) að haustið hafi verið milt. Þó nóvember hafi byrjaði með snjókomu og látum, var samt slegið enn eitt hitametið, heitasti nóvember frá því mælingar hófust, árið 1874. Líka síðan mælingar hófust í Kaupmannahöfn, árið 1768. Meðalhitin har 8.1 oC. Þetta er fjórða hitametið síðan í sumar og það þriðja í röð. Kannski eruð þið orðin leið á þessum veður lýsingum mínum, en ég er ekkert búin að fá leið á milda veðrinu. Samt að komast í jólaskap;Við bjuggum til jólaskreytingar og settum upp skraut í síðustu viku. Sér í lagi fórum við Kári algjörum hamförum.
Strákarnir hennar Tótu frænku komu hingað í pössun á föstudaginn, voða gaman:
strákar

föstudagur 3. nóvember, 2006

Hitamet og kuldi

Filed under: blabla — Bera @ 19:52

Nú er markmið mitt sem bloggara alls ekki að hafa marga lesendur, bara örfáa trygga og glaða. Þess vegna get ég alveg leift mér að skrifa bara voða sjaldan ef þannig stendur á.

Í oktober var enn eitt verður metið slegið, heitasti október frá upphafi mælinga, meðalhiti 12.2 oC. 1. nóvember byrjaði svo að snjóa og hefur verið kalt síðan.

En allt annars er allt bara voða gaman hjá okkur, ekki minnst þegar við náum að vera heima öll samtímis. Kári var í sveit í síðustu viku, alvöru sveit þar sem hann hreinsaði svínastíur og mjólkað beljur og ég veit ekki hvað. Ekki sérlega gaman fyrir borgarbarnið, en það eru nú alltaf öðru hverju að koma frá honum smá fróðleiksmolar um lífið í sveitinni, þ.a. eitthvað hefur hann upplifað. Nú er hann svo farin til Jótlands að spila, Ívar er líka að fara að spila á morgun ég að fara til Kanada/USA á sunnudaginn, þ.a. allt gengur sinn vanagang.

Powered by WordPress