Bera

mánudagur 3. mars, 2008

Vetrarfrí með meiru

Filed under: blabla — Bera @ 22:55

Við vorum í vetrarfríi um daginn, aðalega strákarnir samt, ég bara í einn dag. Daginn sem ég var í fríi fórum við í sund, Ívar að stökkva af 5 m pallinum, við hin erum ekki svona köld. Við förum ekki svo oft í sund hérna í DK, nema Gunni sem fer til að synda. Enda þvílíkt, maður er í biðröð til að komast í sturtu, til að komast í heitapottinn, hér er heiti potturinn bara nafn, ekki lýsing, því potturinn vara bara volgur. Oný (er oný ekki ábyggilega með y-sloni, heyrðu, mitt orð, ég hlýt að ákveða það) honum voru 22 manns, hann var ca. 4 m^2. Sundlaugin sjálf er samt frekar skemmtileg, maður syndir í hring, einn hringur er 100 m. Og svo eru náttl stökkpallarnir góðir fyrir þá sem þora svoleiðis.
Í síðustu viku var ég svo í San Diegoá ráðstefnu, fínn staður, myndirnar eru teknar af og við ráðstefnu centrið.

Taskan mín var lengur á leiðinni en ég, og ég er með ágætis tryggingu. Á öllum ferðalögunum hef ég bara einu sinni áður getað notað hana, þá hafði ég 15 mínútur til að kaupa mér föt áður en ég fór á fund, keypti mér eitthvað sem ég notaði aldrei aftur og henti svo loksins nýlega. Í þetta skipti kom ég á laugardagskvöldi, og fór ekki á fyrsta fundinn fyrr en seinni partinn á sunnudaginn. Bara frekar gaman, ég hélt fyrst að ég mundi aldrei ná að nota alla upphæðina og var þess vegna soldið grand í byrjun. Ég var ekki með annað en tannbursta og handáburð í handfarangrinum, var hálf sjúskuð eftir ferðalagið og byrjaði á snyrtivörurum. Hitti t.d. á snyrti-listamann (held ég þýðingin sé) frá bobbi brown, sem málaði á mér augun og ég sagði -þetta er fínt, ég ætla að fá allt sem þú notaðir-. Þegar ég var komin soldið í gang var ég eiginlega farin að hafa smá áhyggjur, hvað ef ég fengi ekkert töskuna áður en ég færi heim, ég rétt náði að kaupa mér föt til tveggja daga. Kallmenn sem eru í sömu jakkafötunum ALLTAF geta kannski gert þetta, en ég er nú alin upp af henni móður minni, þannig að það er nú öllu flóknara fyrir mig að pakka business fötum fyrir 5 daga. En þetta bjargaðist nú allt.

þriðjudagur 21. nóvember, 2006

afmæli með meiru

Filed under: blabla — Bera @ 23:26

Ég er hrærð, lesendur bara farnir að sakna mín…. Ég verð nú að leggja smá rækt við kúnnana, gjöriðisvovel:
Síðan síðast:
Egill og Ívar báðir búnir að vera veikir, ekki báðir í einu náttl, fyrst Egill með háann hita og hausverk svo Ívar sem kryddaði með gubbupest eins og oft þegar hann verður veikur (þ.e. 7-9-13 hann verður ekki svo oft veikur, en þegar það gerist fer maginn á honum yfirleitt á hvolf). Við Gunni erum að mestu vaxinn upp úr næturvökum með veik, gubbandi börn, þ.a. þegar það gerist erum við hálf aum líka og náum engu öðru en vinnu-innkaup-þvottur-matargerð og alt það. Svei mér ef Kári var ekki bara líka í survival mode.
Jæja, nóg um eymd, ég átti afmæli um daginn og það var bara svo gaman. Kökur, góður matur og góðar gjafir, ástarþakkir fyrir mig:-) Strákarnir dekruðu við mig, það var frábært veður og Egill lærði að spila happy birthday í píanótíma dagsins.
Góða nótt.

mánudagur 31. júlí, 2006

Myndirnar hans Egils

Filed under: blabla — Bera @ 21:06

Þá eru strákarnir og Kári (bara að grínast Kári;-) allir komnir til Íslands, Ívar og Egill búnir að vera á viku og Kári síðan í gær. Kári var í æfingabúðum í síðustu viku þannig að við Gunni erum orðin þrælvön að vera ein heima. Fyrsta kvöldið náðum við að fara á kaffihús, út að borða og í bíó. Það er víst í fyrsta skipti í dag sem við höfum bara borðað í rólegheitum hérna í eldhúsinu og erum svo ekki að gera neitt sérstakt. Borðuðum í gær með Villu, Sigga, Gunnari og Ottu . Villa er alltaf þvílík orkubomba að ég þarf sólarhring í að melta samveruna. En það er bara af því ég er ekki í æfingu, einu sinni vorum við saman daglega þannig að ég veit það er líka mikið fjör.

Jæja, hvað um það. Áður en við fórum til Kanada hafði Egill lofað ömmu sinni að taka mynd af okkur öllum saman, af því hann er svo duglegur að taka myndir. Myndin er hér, þá seinni tók ég meðan Egill var að undrirbúa myndatökuna:

Svo þarf ég að koma á framfæri eftirlýsingu Egils, það er Dúlli, sjá mynd, sem týndist á Íslandi í byrjun janúar, hefur einhver fundið Dúlla? Vinsamlegast hafið samband við Egil, ég veit að þeir bræður ætla að slá saman í fundarlaun.
Veit einhver hvar Dúlli er?

laugardagur 3. júní, 2006

VCTA aftur

Filed under: blabla — Bera @ 18:49

…aftur, af því það var líka í fyrra. Hjá mér altsvo, hjá mörgum hefu það verið árlegur viðburður í mörg ár. En nú júní og þar með er VCTA , vi cycler til arbejde kampangen, lokið í ár. Hér er smá statistik:

Ég hjólaði 11 af 20 vinnudögum í mai. Alltaf ef ég var eikki að sækja einhvern eða fara eitthvað á leiðinni heim (eða ef ég hélt ég ætti að fara eitthvað. Eins og þegar ég kom viku of snemma að hitta Ottu á Herlev Kro. Ég gerði svo aðra tilraun á réttum degi og við heyrðum voða skemtilegt pep-talk um að konur geta allt og borðuðum góðan mat).

Það eru 14 km og 20 umferðarljós á leiðinni í vinnuna.

Það tekur 38 - 48 mínútur, allt eftir veðri og aðalega vindum. Ekki svo mikið lengur en að keyra eiginlega.

Allt í allt hjólaði ég 280 km, fyrir utan það sem ég hjóla hér inni í bæ. Ef eitthvert ykkar er að hugsa um að ég sé léleg í reikningi vil ég taka fram að það voru 2 hálfir hjóladagar.

Það var 2svar rigning, nokkrum sinnum stutterma-bols veður og nokkrum sinnum vettlinga veður.

Ég hjóla ennþða í vinnuna þótt ég skrifi það ekki lengur niður, en er þetta ekki bara að verða nóg um VCTA.

Powered by WordPress