Bera

sunnudagur 9. nóvember, 2008

úti og innidagur

Filed under: blabla — Bera @ 19:58

Leiðinlegt veður í dag. Egill og Gunni hringdu á bjöllur með söfnunarbauka fyrir dansk flygtningehjælp. Ég fór í ræktina,Kári í þjálfun en annars hefur verið innidagur, rok og rigning. Í gær var fábært veður, 12 stiga hiti og ekkert rok. Það er engin sól (eða eitthvað stutt) á eldhússvölunem okkar góðu á þessum árstíma. Samt drukkum við Gunni kaffið þar. Við vorum reyndar með teppi en samt ágætt í nóvember.
Var í Cork á Írlandi á tveggja daga fundi, kom heim á föstudagskvöldið. Þar ringdi mikið og leigubílstjórinn sem keyrði mig frá flugvellinum sagði að það ringdi hér um bil alltaf, eiginlega væri alltaf sama veður, þó væri rigningin ögn hlýrri á sumrin. Þetta var fundur í EU verkefni sem við tökum þátt í, og það er sko hugsað almennilega um mann. Ég var ofsalega important því þegar ég kom út úr flugstöðinni stóð bílstjórinn umræddi með spjald með nafninu mínu (að vísu hafði hann búist við tveimur karlmönnum, Mr Bera og Mr Palsdottir). Í Kastrup fannst mér soldið skrítið að sjá auglýsingu frá Glitni. Ég var að hugsa um að setja límband fyrir framan glitnis nafnið, með “nýi”, ég hefði t.d. getað fengið lánað límband hjá öllum þeim sem selja gjaldeyri í Kastrup og voru búnir að setja límband yfir íslensku krónuna á töflunum með genginu. Það er stórfurðulegt að fylgjast með þessu úr fjarlægð, öllu þessu sem er að gerast og ekki gerast í íslandi. tómarúm í meira en mánuð. Mótmælið þið ekki öll á laugardögum?

sunnudagur 26. október, 2008

helgin

Filed under: blabla — Bera @ 21:14

Hvernig get ég talað um tré án þess að minnast á haustlitina:

Kári sagði mér að það væri ekkert hægt að fylgjast með bliggi eins og mínu sem væri skrifað á einu sinni í mánuði. Slamm. Ef fleiri með sömu skoðun hafa rekist inn, lítið lengra niður, ég er alltaf að blogga.

Róleg helgi, rok og rigning, algjört inniveður. Vorum með gesti í mat í gær, annars bara horft á soldið badminton í sjónvarpinu (Denmark Open) og annað rólegt. Hér er Kári rock star:

(i PS3 leik)
Ívar að læra fyrir þýskupróf:

og Egill að baka súkkulaðibollur sem vore í desert hjá okkur í dag:

mánudagur 3. mars, 2008

Vetrarfrí með meiru

Filed under: blabla — Bera @ 22:55

Við vorum í vetrarfríi um daginn, aðalega strákarnir samt, ég bara í einn dag. Daginn sem ég var í fríi fórum við í sund, Ívar að stökkva af 5 m pallinum, við hin erum ekki svona köld. Við förum ekki svo oft í sund hérna í DK, nema Gunni sem fer til að synda. Enda þvílíkt, maður er í biðröð til að komast í sturtu, til að komast í heitapottinn, hér er heiti potturinn bara nafn, ekki lýsing, því potturinn vara bara volgur. Oný (er oný ekki ábyggilega með y-sloni, heyrðu, mitt orð, ég hlýt að ákveða það) honum voru 22 manns, hann var ca. 4 m^2. Sundlaugin sjálf er samt frekar skemmtileg, maður syndir í hring, einn hringur er 100 m. Og svo eru náttl stökkpallarnir góðir fyrir þá sem þora svoleiðis.
Í síðustu viku var ég svo í San Diegoá ráðstefnu, fínn staður, myndirnar eru teknar af og við ráðstefnu centrið.

Taskan mín var lengur á leiðinni en ég, og ég er með ágætis tryggingu. Á öllum ferðalögunum hef ég bara einu sinni áður getað notað hana, þá hafði ég 15 mínútur til að kaupa mér föt áður en ég fór á fund, keypti mér eitthvað sem ég notaði aldrei aftur og henti svo loksins nýlega. Í þetta skipti kom ég á laugardagskvöldi, og fór ekki á fyrsta fundinn fyrr en seinni partinn á sunnudaginn. Bara frekar gaman, ég hélt fyrst að ég mundi aldrei ná að nota alla upphæðina og var þess vegna soldið grand í byrjun. Ég var ekki með annað en tannbursta og handáburð í handfarangrinum, var hálf sjúskuð eftir ferðalagið og byrjaði á snyrtivörurum. Hitti t.d. á snyrti-listamann (held ég þýðingin sé) frá bobbi brown, sem málaði á mér augun og ég sagði -þetta er fínt, ég ætla að fá allt sem þú notaðir-. Þegar ég var komin soldið í gang var ég eiginlega farin að hafa smá áhyggjur, hvað ef ég fengi ekkert töskuna áður en ég færi heim, ég rétt náði að kaupa mér föt til tveggja daga. Kallmenn sem eru í sömu jakkafötunum ALLTAF geta kannski gert þetta, en ég er nú alin upp af henni móður minni, þannig að það er nú öllu flóknara fyrir mig að pakka business fötum fyrir 5 daga. En þetta bjargaðist nú allt.

laugardagur 29. september, 2007

rólegur föstudagur

Filed under: blabla — Bera @ 0:20

Gunni er á skóladjammi, Kári í heimsókn hjá vini sínum, bara ég Ívar og Egill heima. Þeim fannst pizzan mín góð, júbíí (reyndar hafði Gunni gert deig og tómatsósu).
Kára finnst bara gaman í menntaskóla, en honum finnst alveg mikið að gera. Hann leggur sig vel fram og ég er stolt af honum.
Egill spilar mikið á píanó þessa dagana, bæði lögin sem hann er að læra í píanótímunum, sem hann býr til sjálfur og eitthvað af lögum uppáhálsds hljómsveitarinnar, Linkin park. Píanókennaranum hans finnst hann vera með soldið of litlar hendur fyrir það síðasta. Hér er sýnishorn fyrir þolinmóða lesendur með hraða nettengingu, uppruni laganna í fyrrnefndri röð:

Egill spilar

föstudagur 12. janúar, 2007

bloggpása

Filed under: myndir — Bera @ 21:30

Eins og er kannski að verða soldið augljóst, hef ákveðið að halda smá bloggpásu.
Kannski birti ég eina og eina mynd, hér eru nokkrar:

Jólafríið

og svo afmælisbarn gærdagsins:

föstudagur 21. apríl, 2006

Sparifötin

Filed under: blabla — Bera @ 18:33

Jæja, þá er Kári farinn á galafest. Svona lítur hann út:

Vonandi verður gaman. Þetta er þannig að stelpurnar eru sóttar af strákum. Þið ykkar sem fylgist með amerískum unglingakúltúr eruð ábyggilega farin að hugsa um vandræðin sem börnin eiga í áður en þau fara á “prom” og ´stelpurnar stressaðar yfir hvaða “deit” þær ná sér í (eða ef þið fylgjist betur með Harry Potter, tilsvarandi vandræði fyrir jólaballið). En svona er þetta náttl ekki hér. Það er dregið um hver á að sækja hverja . Og af því það eru fleiri stelpur en strákar á Kári að sækja 2 stelpur! Hann fór af stað í leigubíl, vonandi verður gaman og hann man að halda hurðum opnum fyrir stelpurnar og allt þetta sem mamma hans er búin að segja honum (og honum fannst ýmist vera fyndið eða fáránlegt).

Ívar er farinn í fyrstu keppnisferðina sína án foreldra. Í morgun lagði hann af stað til Grindsted á Jótlandi. Þar er hann að fara í ekkert minna en DMU (Danske Individuelle Mesterskaber for Ungdomsspillere). Held ég hafi sagt frá því þegar hann vann keppni í janúar og varð C spilari. Hann brilleraði alveg í C, fór í tvær keppnir, sem hann vann báðar í tvíliðaleik og kommst í undanúrslit í annarri í einliðaleik. Þar með er hann orðinn B spilari, og þá fer þetta nú að verða soldið erfitt. En hann er búin að hlakka mikið til að fara í ferðina, með vinunum frá klúbbnum og spilurum frá fleiri klúbbum frá Kaupmannahöfn.
DMU er að sjálfsögðu allt annað en DM (Danmarks individuelle mesterskaber for elitespillere), en það eru sem sagt bara elite spilarar sem mega fara í hana. Kári var þar í síðasta mánuði. Hann komst í fjórðungsúrslit, sem voru vonbrigði af því hann ætlaði að vinna. Hann hefur átt í smá erfiðleikum með suma spilarana sem voru höfðinu hærri en hann í byrjun keppnistímabilsins, en hann stendur sig mjög vel.

En í pizzunni í dag erum þarmeð bara ég, Gunni og Egill. Ívar er búinn að hringja 3svar meðan ég hef verið að skrifa þetta. Hann var búinn að tapa fyrsta leiknum sínum, var soldið leiður yfir því. En annars hefur hann það bara fínt, hringdi bara svona til að segja hvað hann hefði fengið að borða og svona.

laugardagur 21. janúar, 2006

Vetur

Filed under: blabla — Bera @ 0:01

Kominn hinn mesti vetur og ófærð. Við keyrðum öll sömul voða hægt í morgun. enda öll á sumardekkjum. Seinni partinn varð svo svaka-rosa hált, ísslag (sem sérfræðingur fjölskyldunnar í veðurlýsingum segir heita kalsarigning á íslensku, og var víst einhverntíma á Eyrabakka í æsku Gunna. Þá var líka alltaf úrkoma hjá veslings fólkinu í Grend (eða var það kannski í grennd). En alla vega er glerhált og margra millimetra klaki á öllum gluggum. Í dag er ég búin að vera samtals næstum klukkutíma að skafa klaka og snjó af bílnum og ….kannski hætti ég bara núna áður en ég fer að ýkja meira…. Kalifornía á sunnudaginn, muna það………
Kári fór til Jótlands í dag, lagði af stað alla vega. Gunni fór með honum á Hovedbanegården, þeir náðu síðustu lest áður en lestirnar hættu að ganga vegna óveðurs (þannig að Gunni þurfti að labba heim, en það er annað mál). Kári byrjaði svo á að bíða í 3 tíma á Hovedbanegården, orðið kalt á tásunum og á kinnunum. Þau komust loksins í lest, eru enn á leiðinni, en síðustu fréttir herma að lestin komist ekki alla leið til Hjørring vegna klaka á teinunum. Litla skinnið. Eða þannig. Reyndar er hann orðinn stór strákur síðan síðast. Miðvikudaginn 11.janúar kl 17:02 varð hann 15 ára. Á miðvikudagskvöldum lyftir hann lóðum og hleypur eftir fjöðrum í Brøndby, afmælisdagar engin undantekning. Til að geta dekrað soldið við hann tókum við okkur öll frí seinni partinn og borðuðum kökur. Á laugardaginn borðuðum við svo afmælismatinn hans, kínverskur matseðill, namminamm.

Gerði tilraun til að taka mynd af grýlukertunum á götulýsingunni sem við sjáum út úm gluggann okkar, tókst víst ekkert sérstakelega, en það er nú samt það sem er á myndinni.

Grýlukerti

fimmtudagur 22. desember, 2005

og svo er bara komið jólafrí

Filed under: blabla — Bera @ 21:46

á þriðjudagin vöknuðum við eins og venjulega; búa til nesti, skóli, vinna og allt þetta. Eftir hádegi var svo juleafslutningen í KBK, þangað mættu nátturulega allir strákarnir með jólasveinahúfur og svo spilar maður badminton með skóna reimaða saman og þess háttar og borðar smákökur og syngur jólalög hástöfum. Egill er að eigin sögn alveg “rosalega lélegur í badminton”. Hann er nú vanur að taka öllu með hinu stökustu ró, en var samt orðin þreyttur á að vera svona lélegur. Hann og Kári mættu þess vegna soldið snemma svo Kári gæti kennt honum nokkur fiff.
Ívar er ekki lélegur í badminton. Einu sinni á ári velur þjálfarinn tvo spilara sem hafa tekið miklum framförum, og Ívar var annar þeirra. Hann fékk voða fínan badmintonspaða, þjálfarinn sagði hitt og þetta fallegt um hann (ekki erfitt) og Ívar var rosa glaður.
Svo dró ég strákana heim, sóttum Gunna, við þrömmuðum út á lestastöð með óendalega margar töskur og vorum komin í Bræðratunguna 8 tímum síðar.
Í gærmorgun þegar við vöknuðum var kominn snjór í brekkuna, eins og við vorum búin að ákveða. Við erum búin að renna rosa margar bunur.

Kári var að MSNa, m.a. vi double makkerinn sinn. Sem sagt jafnaldra. MSN nafnið hans var “dejlig dag paa aktiemarkedet i dag”

fimmtudagur 6. október, 2005

úr einu í annað

Filed under: blabla — Bera @ 20:11

Ekkert komment á klukkbloggið mitt ennþá. En þetta er nú líka bara svona eiginlega tæmandi lýsing á mér, þa það kannski bara eðlilegt.
Frekar mikið að gera þessa dagana, frekar mikil logistík kringum strákana, eða kannski er það bara alltaf svona. Svo er ég orðin soldið framkvæmdasöm í vinnunni (ég held ábyggilega að ég sé eini starfsmaður fyrirtækisins sem kann íslensku, en það er náttúrulega túlkunaratriði hvort í þessu felist að ég hafi kannski ekkert verið voðalega rösk upp á síðkastið, næst ábyggilega ekki með babelfish).
Um síðustu helgi var badmintonhelgin mikla, Kári var að spila í Broager (suður Jótland), Ívar í keppni á Amager og ég brilleraði með að halda keppni fyrir 18-19 ára krakka í KBK (klúbbur strákanna). Þetta var frumraun mín á þessu sviði, við vorum 2 mömmur sem sáum um undirbúning og framkvæmd. Engar kvartanir hafa borist, börnin hegðuðu sér vel og það var bara svo afslöppuð og fín stemning.
Ég var á námskeiði á mánudaginn, langt síðan ég hef notað tíma og peninga fyrirtækisins í slíkt. “Product leadership”, það vara rosa gott, ég fékk fullt af góðum hugmyndum. En eiginlega var þetta sniðið fyrir forstjóra þannig að ég hef nú ekki alveg völd til að hrinda þeim öllum í framkvæmd. Alla vega þarf ég smá aðstoð frá forstjóranum.
Það er ennþá veðurblíða og fínt hjólaveður. Í dag var stillt og víst um 17 stiga hiti.

föstudagur 5. ágúst, 2005

Föstudagur

Filed under: blabla — Bera @ 18:57

Jæja, ég verð að taka hlutverk mitt sem bloggara alvarlega, svo hér er ég aftur. Lífið hjá fjölskyldunni er nú ekki komið alveg í fastar skorður eftir sumarfríið. Eða bara alls ekki, nema hvað ég er byrjuð að vinna fyrir þetta lifandis löngu. Gunni er soldið byrjaður að undirbúa kennslu. Strákarnir eru ennþá í sumarfríi. Ívar og Egill eru eitthvað að leika sér saman, eins og þeir hafa gert hér um bil stanslaust í þessar 7 vikur síðan þeir fóru í frí. Þeir eru nú aldeilis lausir við allan æsing og Egill er ennþá á náttfötunum. Fyrir eftirtektarverða lesendur sem muna eitthvað úr síðasta blogginu mínu vil ég samt taka fram að hann hefur klætt sig nokkrum sinnum í millitíðinni.
Badmintonþjálfunin er byrjuð hjá Ívari og Kára. Kári er í æfingabúðum, það var hann líka í síðustu viku, og ef ég man rétt á hann líka að fara um næstu helgi.
Jæja, en sumir hlutir ganga sinn vanagang og pizzan er í ofninum. Mamma og pabbi eru í heimsókn hjá okkur en því miður nýtur nú mamma ekki góðs af pizzunni því hún er með magakveisu. En pabbi og Ari, sem átti leið um Kaumannahöfn á Evrópuferð sinni, eru alla vega með “í þessu dæmi” (já sko, ég ákvað þegar ég byrjaði að blogga að vera ekkert að afsaka málfarið, ekki af því ég blóti nú sérlega mikið, en orðaforðinn hefur eitthvað minnkað og slettur slæðast inn eftir 19 ár í útlöndum. En íslenskan hefur líka breyst, t.d. er allt mögulegt orðið að hinum og þessum “dæmum”, gæsalappir af því ég er soldið óörugg á að ég ráði við notkunina). Fortsat god fredag.

Next Page »

Powered by WordPress